Jakkafataklæddir ungherrar til friðs á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júlí 2022 20:01 Embla Rún Skarphéðinsdóttir og Díana Ýr Reynisdóttir vaktstjórar í Laugarásbíó. Til hægri má sjá skjáskot af ungum herramönnum sem mættu prúðbúnir á Skósveinana í kvikmyndahúsinu á dögunum. Vísir/Bjarni Nýjasta teiknimyndin um skósveinana nýtur nú óvæntra vinsælda meðal eldri hópa, þökk sé óvenjulegum færslum á samfélagsmiðlum. Ekki hefur þótt ástæða til að banna hópana í kvikmyndahúsum hér á landi eins og sums staðar í heiminum. Hinir óborganlegu skósveinar, minions á frummálinu, og leiðtogi þeirra Grú eru í grunninn ætlaðir börnum. En nú virðist hafa orðið örlítil breyting þar á. Hálfgerð bylting hefur orðið til í kringum nýjustu kvikmyndina Skósveinarnir: Grú rís upp á samfélagsmiðlum. Heilu vinahóparnir, gjarnan klæddir í jakkaföt, flykkjast í bíó - og birta af því myndbönd eins og þau sem sjá má í meðfylgjandi frétt. Vaktstjórar í Laugarásbíó segja vart hafa þverfótað fyrir slíkum hópum nýliðna frumsýningarhelgi. „Fólk á öllum aldri var að mæta í jakkafötum, hafa gaman. Það verður að nýta þessi jakkaföt!“ segir Embla Rún Skarphéðinsdóttir, annar vaktstjóranna. Alveg sloppið við leiðindi Kvikmyndin sló met vestanhafs um helgina, hún er orðin sú aðsóknarmesta yfir þjóðhátíðardagshelgi. Og hér heima var frumsýningarhelgin raunar sú næstsöluhæsta frá upphafi fyrir teiknimynd. En heimsóknir jakkafataklæddra vinahópa vekja alls ekki lukku í hvívetna. Í Bretlandi hafa kvikmyndahús gripið til þess að banna ungherra í umræddum erindagjörðum vegna óláta. Í Laugarásbíó hefur þess ekki þurft. „Fólkið er að fagna, bæði í byrjun og lok myndar, en það er ekki með læti á sýningunni sjálfri. Við höfum sloppið við það. En það eru allir að njóta í botn,“ segir Díana Ýr Reynisdóttir, vaktstjóri. Þær muna hvorugar eftir viðlíka vinsældum á löngum starfsferli. „Þessir litlu gulu kallar eru svo fyndnir. Þannig að það eru bara allir að mæta á myndina. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er svona,“ segir Díana. Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vance á von á barni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Hinir óborganlegu skósveinar, minions á frummálinu, og leiðtogi þeirra Grú eru í grunninn ætlaðir börnum. En nú virðist hafa orðið örlítil breyting þar á. Hálfgerð bylting hefur orðið til í kringum nýjustu kvikmyndina Skósveinarnir: Grú rís upp á samfélagsmiðlum. Heilu vinahóparnir, gjarnan klæddir í jakkaföt, flykkjast í bíó - og birta af því myndbönd eins og þau sem sjá má í meðfylgjandi frétt. Vaktstjórar í Laugarásbíó segja vart hafa þverfótað fyrir slíkum hópum nýliðna frumsýningarhelgi. „Fólk á öllum aldri var að mæta í jakkafötum, hafa gaman. Það verður að nýta þessi jakkaföt!“ segir Embla Rún Skarphéðinsdóttir, annar vaktstjóranna. Alveg sloppið við leiðindi Kvikmyndin sló met vestanhafs um helgina, hún er orðin sú aðsóknarmesta yfir þjóðhátíðardagshelgi. Og hér heima var frumsýningarhelgin raunar sú næstsöluhæsta frá upphafi fyrir teiknimynd. En heimsóknir jakkafataklæddra vinahópa vekja alls ekki lukku í hvívetna. Í Bretlandi hafa kvikmyndahús gripið til þess að banna ungherra í umræddum erindagjörðum vegna óláta. Í Laugarásbíó hefur þess ekki þurft. „Fólkið er að fagna, bæði í byrjun og lok myndar, en það er ekki með læti á sýningunni sjálfri. Við höfum sloppið við það. En það eru allir að njóta í botn,“ segir Díana Ýr Reynisdóttir, vaktstjóri. Þær muna hvorugar eftir viðlíka vinsældum á löngum starfsferli. „Þessir litlu gulu kallar eru svo fyndnir. Þannig að það eru bara allir að mæta á myndina. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er svona,“ segir Díana.
Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vance á von á barni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira