Risasniglar setja heila sýslu í sóttkví Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. júlí 2022 14:44 Afrískir risasniglar herja nú á Pasco-sýslu í Flórída og því er búið að setja sýsluna í sóttkví. Getty/Oleksandr Rupeta Pasco-sýsla í Flórída er komin í sóttkví vegna uppgötvunar á sístækkandi stofni afrískra risasnigla. Sniglarnir eru hættulegir vegna þess að þeir innihalda sníkjudýr sem getur valdið heilahimnubólgu í mönnum. Landbúnaðar- og neytendasvið Flórída-ríkis (FDACS) staðfesti á vefsíðu sinni að það væru afrískir risasniglar á svæðinu New Port Richey í Pasco-sýslu. Sniglarnir eru hættulegir mönnum af því þeir innihalda sníkjudýrið Angiostrangylus cantonensis, rottulungnaorm, sem getur valdið heilahimnubólgu, sagði Christina Chitty, upplýsingafulltrúi FDACS í viðtali við CNN. Að sögn Chitty er talið að sniglarnir komi frá ólöglegri gæludýraverslun en í Bandaríkjunum er ólöglegt að eiga afríska risasnigla sem gæludýr. Sleppi þeir út í náttúruna geti þeir verið fljótir að ná fótfestu, þar sem þeir geta nærst á meira en 500 plöntutegundum og jafnvel fengið kalk úr gifsi og málningu húsa. Þá er erfitt að hafa stjórn á þeim af því þeir geta verpt allt að 2.500 eggjum á ári. Sniglarnir eru harðgerir og geta nærst á yfir 500 plöntutegundum auk gifs og málningar. Þar að auki fjölga þeir sér hratt.Getty/Joe Raedle Sóttkvíin tók gildi 25. júní og kemur í veg fyrir að íbúar geti ferðast með snigla, plöntur eða jarðveg inn og út úr svæði sóttkvíarinnar. Hafi íbúar séð afrískan risasnigil eru þeir hvattir til að láta vita og varaðir við því að snerta sniglana án hanska af ótta við áhættuna af heilahimnubólgu. Að sögn Chitty, ætlar FDACS að eyða þremur árum í að útrýma stofni sniglana í Pasco-sýslu, með því að beita meindýraeitrinu metaldehýði á jarðveg. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Flórídabúar lenda í innrás risasnigla en árið 2011 uppgötvaðist stofn risasniglanna í Dade-sýslu í Miami en þá tók tíu ár að útrýma sniglunum endanlega. Íbúar eru varaðir við því að snerta sniglana með berum höndum og eru hvattir til að láta vita sjái þeir snigla. Dýr Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Sjá meira
Landbúnaðar- og neytendasvið Flórída-ríkis (FDACS) staðfesti á vefsíðu sinni að það væru afrískir risasniglar á svæðinu New Port Richey í Pasco-sýslu. Sniglarnir eru hættulegir mönnum af því þeir innihalda sníkjudýrið Angiostrangylus cantonensis, rottulungnaorm, sem getur valdið heilahimnubólgu, sagði Christina Chitty, upplýsingafulltrúi FDACS í viðtali við CNN. Að sögn Chitty er talið að sniglarnir komi frá ólöglegri gæludýraverslun en í Bandaríkjunum er ólöglegt að eiga afríska risasnigla sem gæludýr. Sleppi þeir út í náttúruna geti þeir verið fljótir að ná fótfestu, þar sem þeir geta nærst á meira en 500 plöntutegundum og jafnvel fengið kalk úr gifsi og málningu húsa. Þá er erfitt að hafa stjórn á þeim af því þeir geta verpt allt að 2.500 eggjum á ári. Sniglarnir eru harðgerir og geta nærst á yfir 500 plöntutegundum auk gifs og málningar. Þar að auki fjölga þeir sér hratt.Getty/Joe Raedle Sóttkvíin tók gildi 25. júní og kemur í veg fyrir að íbúar geti ferðast með snigla, plöntur eða jarðveg inn og út úr svæði sóttkvíarinnar. Hafi íbúar séð afrískan risasnigil eru þeir hvattir til að láta vita og varaðir við því að snerta sniglana án hanska af ótta við áhættuna af heilahimnubólgu. Að sögn Chitty, ætlar FDACS að eyða þremur árum í að útrýma stofni sniglana í Pasco-sýslu, með því að beita meindýraeitrinu metaldehýði á jarðveg. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Flórídabúar lenda í innrás risasnigla en árið 2011 uppgötvaðist stofn risasniglanna í Dade-sýslu í Miami en þá tók tíu ár að útrýma sniglunum endanlega. Íbúar eru varaðir við því að snerta sniglana með berum höndum og eru hvattir til að láta vita sjái þeir snigla.
Dýr Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Sjá meira