Kallar þá sem gengu til liðs við LIV hræsnara og lygara Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. júlí 2022 14:46 Billy Horschel er ósáttur við þá kylfinga sem gengu til liðs við LIV-mótaröðina. Kevin C. Cox/Getty Images Bandaríski kylfingurinn Billy Horschel virðist ekki hrifinn af þeim kylfingum sem gengu til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina og segir að þeir eigi ekki að fá að spila á DP World Tour eða PGA-mótaröðinni. Ummæli Horschel koma í kjölfarið á því að 16 kylfingar á Evrópumótaröðinni DP World Tour fengu refsingar fyrir að taka þátt í fyrsta móti LIV-mótaraðarinnar. Refsingarnar fólu í sér sektir og keppnisbann frá þremur mótum á vegum Evrópumótaraðarinnar, þar á meðal Opna skoska mótinu sem hefst á morgun. Breski kylfingurinn Ian Poulter var meðal þeirra sem hlaut refsingu, en hann hefur hins vegar fengið leyfi til að keppa á Opna skoska eftir að hafa unnið mál gegn Evrópumótaröðinni. „Þeir ákváðu að spila á þessari mótaröð og þeir ættu að halda sig þar,“ sagði Horschel um þá kylfinga sem hlutu refsingu. „Þeir ættu ekki að koma aftur á Evrópumótaröðina eða PGA-mótaröðina.“ „Það að segja að þeir hafi viljað styðja Evrópumótaröðina eða PGA-mótaröðina í framtíðinni er algjörlega fáránlegt finnst mér. Það er óheppilegt að þeir hafi skilið svona við þetta, en þetta er það sem þeir vildu. Látið okkur í friði í guðanna bænum.“ „Atburðir seinustu vikna hafa farið mikið í taugarnar á mér af því að það er fullt af kylfingum sem eru hræsnarar og lygarar og þeir eru ekki að segja allan sannleikan.“ „Ég get ekki lengur verið diplómatískur lengur eins og ég hef verið hingað til,“ sagði Horschel pirraður að lokum. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ummæli Horschel koma í kjölfarið á því að 16 kylfingar á Evrópumótaröðinni DP World Tour fengu refsingar fyrir að taka þátt í fyrsta móti LIV-mótaraðarinnar. Refsingarnar fólu í sér sektir og keppnisbann frá þremur mótum á vegum Evrópumótaraðarinnar, þar á meðal Opna skoska mótinu sem hefst á morgun. Breski kylfingurinn Ian Poulter var meðal þeirra sem hlaut refsingu, en hann hefur hins vegar fengið leyfi til að keppa á Opna skoska eftir að hafa unnið mál gegn Evrópumótaröðinni. „Þeir ákváðu að spila á þessari mótaröð og þeir ættu að halda sig þar,“ sagði Horschel um þá kylfinga sem hlutu refsingu. „Þeir ættu ekki að koma aftur á Evrópumótaröðina eða PGA-mótaröðina.“ „Það að segja að þeir hafi viljað styðja Evrópumótaröðina eða PGA-mótaröðina í framtíðinni er algjörlega fáránlegt finnst mér. Það er óheppilegt að þeir hafi skilið svona við þetta, en þetta er það sem þeir vildu. Látið okkur í friði í guðanna bænum.“ „Atburðir seinustu vikna hafa farið mikið í taugarnar á mér af því að það er fullt af kylfingum sem eru hræsnarar og lygarar og þeir eru ekki að segja allan sannleikan.“ „Ég get ekki lengur verið diplómatískur lengur eins og ég hef verið hingað til,“ sagði Horschel pirraður að lokum.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti