Annar hver fangi með ADHD Árni Sæberg skrifar 8. júlí 2022 11:58 Leiða má að því líkur að um helmingur fanga á Litla-Hrauni á Eyrarbakka glími við ADHD. Vísir/Vilhelm Rannsóknir nýs geðheilbrigðisteymis fangelsa landsins benda til þess að um helmingur fanga sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Sigurður Örn Hektorsson, geð- og fíknilæknir, er yfirlæknir geðheilbrigðisteymis á sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur komið upp innan veggja fangelsa landsins. Í viðtali í nýútgefnu Læknablaði segir hann að sér hafi komið á óvart hversu margir alvarlega geðsjúkir einstaklingar séu vistaðir í fangelsi hér á landi. Sigurður Örn segir að erlendar rannsóknir sýni fram á að um fjórðungur til helmingur fanga sé með ADHD. „Tilfinning okkar er að annar hver fangi geti verið með ADHD hér á landi,“ segir hann við Læknablaðið. Þá segir hann að bæði þunglyndi og kvíði fylgi gjarnan því að vera með ADHD og fangarnir fái því viðeigandi ráðgjöf hjá geðheilbrigðisteyminu. „Margir hafa tekið miklum framförum eftir að þessi vinna fór í gang,“ segir Sigurður Örn. Úrræði vanti fyrir geðsjúka fanga Sigurður Örn segir að margir fangar séu geðsjúkir og að þeir þrífist illa innan veggja fangelsa. „Við viljum að fangar með geðsjúkdóma hafi betri aðbúnað og aðgang að geðdeildum og geðheilbrigðisstofnunum utan fangelsanna. Það vantar úrræði fyrir þennan hóp. Annað hvort þarf að efla réttar- og öryggisdeildina inni á Landspítala eða stofna til úrræða innan fangelsiskerfisins sem grípur þennan hóp,“ segir hann. Sigurður segir að allt of margir alvarlega geðsjúkir afpláni í fangelsum hér á landi og gagnrýnir hversu þröngt sé horft á geðvanda þegar sakhæfi afbrotamanna er metið. Hann nefnir sérstaklega að sjúklegt ástand megi ekki orsakast af neyslu ef dæma eigi menn ósakhæfa. Ofbeldisbrot séu iðulega framin undir áhrifum vímuefna af fólki sem lengi hafi verið í neyslu. „Sá getur jafnvel verið í geðrofi vegna neyslunnar og ef svo er þá leiðir það ekki til ósakhæfis,“ segir hann. Ítarlegt viðtal við Sigurð Örn í Læknablaðinu má lesa hér. Geðheilbrigði Fangelsismál Fíkn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
Sigurður Örn Hektorsson, geð- og fíknilæknir, er yfirlæknir geðheilbrigðisteymis á sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur komið upp innan veggja fangelsa landsins. Í viðtali í nýútgefnu Læknablaði segir hann að sér hafi komið á óvart hversu margir alvarlega geðsjúkir einstaklingar séu vistaðir í fangelsi hér á landi. Sigurður Örn segir að erlendar rannsóknir sýni fram á að um fjórðungur til helmingur fanga sé með ADHD. „Tilfinning okkar er að annar hver fangi geti verið með ADHD hér á landi,“ segir hann við Læknablaðið. Þá segir hann að bæði þunglyndi og kvíði fylgi gjarnan því að vera með ADHD og fangarnir fái því viðeigandi ráðgjöf hjá geðheilbrigðisteyminu. „Margir hafa tekið miklum framförum eftir að þessi vinna fór í gang,“ segir Sigurður Örn. Úrræði vanti fyrir geðsjúka fanga Sigurður Örn segir að margir fangar séu geðsjúkir og að þeir þrífist illa innan veggja fangelsa. „Við viljum að fangar með geðsjúkdóma hafi betri aðbúnað og aðgang að geðdeildum og geðheilbrigðisstofnunum utan fangelsanna. Það vantar úrræði fyrir þennan hóp. Annað hvort þarf að efla réttar- og öryggisdeildina inni á Landspítala eða stofna til úrræða innan fangelsiskerfisins sem grípur þennan hóp,“ segir hann. Sigurður segir að allt of margir alvarlega geðsjúkir afpláni í fangelsum hér á landi og gagnrýnir hversu þröngt sé horft á geðvanda þegar sakhæfi afbrotamanna er metið. Hann nefnir sérstaklega að sjúklegt ástand megi ekki orsakast af neyslu ef dæma eigi menn ósakhæfa. Ofbeldisbrot séu iðulega framin undir áhrifum vímuefna af fólki sem lengi hafi verið í neyslu. „Sá getur jafnvel verið í geðrofi vegna neyslunnar og ef svo er þá leiðir það ekki til ósakhæfis,“ segir hann. Ítarlegt viðtal við Sigurð Örn í Læknablaðinu má lesa hér.
Geðheilbrigði Fangelsismál Fíkn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira