Dalvík – „Það þurfa allir einhverja konu eins og Heiðu“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júlí 2022 09:04 Kristín Aðalheiður og Bjarni, sem eiga og reka kaffihúsið og barinn Gísli, Eiríkur og Helgi með miklum myndarskap. Bjarni segir að það þurfa allir einhverja konu eins og Heiðu til að draga vagninn, hann sé svona asninn, sem er bundin aftan í og fylgi bara með. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bakkabræðurnir, Gísli, Eiríkur og Helgi eiga „heima“ á Dalvík og gera það gott að kaffihúsi og bar í bæjarfélaginu. Magnús Hlynur, fréttamaður heimsótti Dalvík og tók hús á nokkrum bæjarbúum. Þegar hugsað er um Dalvík þá dettur eflaust mörgum fyrst í hug Fiskidagurinn mikli, Samherji og tónlistarmennirnir Friðrik Ómar, Eyþór Ingi og Matti Matt, allt miklir snillingar og Dalvíkingar. Á staðnum eru líka öflug fyrirtæki eins og Sæplast og Samherji og þá eru margir flottir veitingastaðir í bæjarfélaginu eins og Gísli, Eiríkur og Helgi en þar eru öflugir eigendur, hjónin Kristín Aðalheiður, alltaf kölluð Heiða og Bjarni, sem eru líka allt í öllu þegar Dalvík er annars vegar þó að hann sé Grenvíkingur. Bræðurnir fá sitt pláss á Dalvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er kaffihús bakkabræðra en alla daga bjóðum við upp á fiskisúpu og erum búin að gera í mörg, mörg ár, eiginlega nánast frá opnun, fiskisúpu og við bökum öll brauðin úr kalda bjór,“ segir Heiða. En hvernig karlar voru þetta, Gísli, Eiríkur og Helgi? „Þeir voru frábærir og miklir frumkvöðlar á mörgum sviðum, meðal annars á sviði fjallaskíðamennsku, sem er að tröllríða öllu hér á Tröllaskaganum. Við viljum meina að þeir hafi verið þeir fyrstu, sem stunduðu fjallaskíði af miklum eldmóð,“ segir Heiða enn fremur. Heiða með hluta af starfsfólki sínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða og Bjarni eru ekki hætt, þau ætla að byggja upp frekari ferðaþjónustu á staðnum. Bjarni reynir þó að halda Heiðu niðri og segir að þetta sé komið nóg en hún er ekki á þeim buxunum. „Það þurfa allir einhverja konu eins og Heiðu til að draga vagninn, ég er svona asninn, sem er bundin aftan í og ég fylgi bara með. Hún fær mikið af hugmyndum en ég reyni bara að kreista augun aftur þegar við leggjumst á koddann á kvöldin og loka eyrunum á meðan hún heldur áfram að mala,“ segir Bjarni og hlær. Gott að búa á Dalvík Það þykir mjög gott að ala upp börn og unglinga á Dalvík, enda nóg um að vera í íþrótta- og æskulýðsmálum og góður leik og grunnskóli eru á staðnum. Íbúar eru mjög sammála um að það sé gott að búa í Dalvíkurbyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúarnir eru hjartanlega sammála um að það sé gott að búa á Dalvík? „Það er skemmtilegast að leika og það eru skemmtilegir krakkar hérna og skemmtilegur skóli“, segir Barði Björgvinsson 11 ára. "Það eru mjög margir vinir hérna og skólinn er skemmtilegur,“ segir Hilmir Þór Hafþórsson 12. „Það besta við Dalvík er félagslífið og fólkið og þetta er bara æðislegur staður,“ segir Unnur Elsa Aðalsteinsdóttir, sem vinnur á Gísla, Eiríki og Helga. Þessi er staddur á Dalvík, sem margir kannast eflaust mjög vel við.Magnús Hlynur Hreiðarsson "Það besta við Dalvík er vinnan og félagslífið og allt sem ég hef hérna, og veðrið svo sannarlega líka. Hér er dásamlegt að eiga heima, fullt af sætum stelpum og alveg frábært. Þetta er lífið sjálft hérna á Dalvík, bara alveg frábært,“ segir Valdimar Jón Gunnþórsson, sem vinnur líka hjá Gísla, Eiríki og Helga. Það er mjög gamana að koma á Byggðasafnið Hvol á Dalvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalvíkurbyggð Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
Þegar hugsað er um Dalvík þá dettur eflaust mörgum fyrst í hug Fiskidagurinn mikli, Samherji og tónlistarmennirnir Friðrik Ómar, Eyþór Ingi og Matti Matt, allt miklir snillingar og Dalvíkingar. Á staðnum eru líka öflug fyrirtæki eins og Sæplast og Samherji og þá eru margir flottir veitingastaðir í bæjarfélaginu eins og Gísli, Eiríkur og Helgi en þar eru öflugir eigendur, hjónin Kristín Aðalheiður, alltaf kölluð Heiða og Bjarni, sem eru líka allt í öllu þegar Dalvík er annars vegar þó að hann sé Grenvíkingur. Bræðurnir fá sitt pláss á Dalvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er kaffihús bakkabræðra en alla daga bjóðum við upp á fiskisúpu og erum búin að gera í mörg, mörg ár, eiginlega nánast frá opnun, fiskisúpu og við bökum öll brauðin úr kalda bjór,“ segir Heiða. En hvernig karlar voru þetta, Gísli, Eiríkur og Helgi? „Þeir voru frábærir og miklir frumkvöðlar á mörgum sviðum, meðal annars á sviði fjallaskíðamennsku, sem er að tröllríða öllu hér á Tröllaskaganum. Við viljum meina að þeir hafi verið þeir fyrstu, sem stunduðu fjallaskíði af miklum eldmóð,“ segir Heiða enn fremur. Heiða með hluta af starfsfólki sínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða og Bjarni eru ekki hætt, þau ætla að byggja upp frekari ferðaþjónustu á staðnum. Bjarni reynir þó að halda Heiðu niðri og segir að þetta sé komið nóg en hún er ekki á þeim buxunum. „Það þurfa allir einhverja konu eins og Heiðu til að draga vagninn, ég er svona asninn, sem er bundin aftan í og ég fylgi bara með. Hún fær mikið af hugmyndum en ég reyni bara að kreista augun aftur þegar við leggjumst á koddann á kvöldin og loka eyrunum á meðan hún heldur áfram að mala,“ segir Bjarni og hlær. Gott að búa á Dalvík Það þykir mjög gott að ala upp börn og unglinga á Dalvík, enda nóg um að vera í íþrótta- og æskulýðsmálum og góður leik og grunnskóli eru á staðnum. Íbúar eru mjög sammála um að það sé gott að búa í Dalvíkurbyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúarnir eru hjartanlega sammála um að það sé gott að búa á Dalvík? „Það er skemmtilegast að leika og það eru skemmtilegir krakkar hérna og skemmtilegur skóli“, segir Barði Björgvinsson 11 ára. "Það eru mjög margir vinir hérna og skólinn er skemmtilegur,“ segir Hilmir Þór Hafþórsson 12. „Það besta við Dalvík er félagslífið og fólkið og þetta er bara æðislegur staður,“ segir Unnur Elsa Aðalsteinsdóttir, sem vinnur á Gísla, Eiríki og Helga. Þessi er staddur á Dalvík, sem margir kannast eflaust mjög vel við.Magnús Hlynur Hreiðarsson "Það besta við Dalvík er vinnan og félagslífið og allt sem ég hef hérna, og veðrið svo sannarlega líka. Hér er dásamlegt að eiga heima, fullt af sætum stelpum og alveg frábært. Þetta er lífið sjálft hérna á Dalvík, bara alveg frábært,“ segir Valdimar Jón Gunnþórsson, sem vinnur líka hjá Gísla, Eiríki og Helga. Það er mjög gamana að koma á Byggðasafnið Hvol á Dalvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Dalvíkurbyggð Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira