Hugmyndir til að hrista af okkur sumarletina í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. júlí 2022 07:01 Oft erum við afkastamest þegar það er mikið að gera í vinnunni og allir á fullu. En að sama skapi upplifum við leti á rólegum dögum, til dæmis þegar margir eru í sumarfríi: Bæði samstarfsfólk og viðskiptavinir. Vísir/Getty Yfir hásumarið þekkja það margir að finnast hálf tómlegt í vinnunni. Margir vinnufélagar í sumarfríi og við ýmist nýkomin úr fríi eða að bíða eftir langþráðu sumarfríi. Á mörgum vinnustöðum er brjálað að gera á þessum árstíma. Hreint út sagt bara vertíðarstemning. En á mörgum öðrum vinnustöðum er sumarið frekar rólegur tími. Og það skrýtna við þessa rólegu sumardaga í vinnunni er að við verðum oft frekar löt. Lítið að gera, lítið um að vera, fáir kúnnar, fáir samstarfsfélagar. Klukkan jafnvel að tifa eitthvað hægar…. Erlendis hafa verið gerðar ýmsar kannanir þar sem niðurstöður sýna að fólk upplifir meiri leti á heitum sumardögum. Með tilliti til íslensks veðurfars, væri líklegra að við myndum tengja þessa leti við sumarið sem tímabil, sólahrings birtuna og von um betri tíð. En hér eru nokkrar hugmyndir til að sporna við sumarletinni og láta þannig tímann líða hraðar og hressa okkur aðeins við! 1. Hefur þú tækifæri til að hætta fyrr á daginn? Ef þú ert ekki bundin viðveru á opnunartíma er rólegur tími yfir sumarið tilvalinn tími til að athuga hvort þú getir hætt fyrr á daginn. Þótt þú mögulega byrjir þá fyrr á daginn og semjir þannig um að fá að hætta fyrr. Oft eru til dæmis makar heima í sumarfríi með börnin og þá gæti verið svigrúm til að mæta fyrr. Með þessu opnar þú á tækifæri til að gera meira úr vinnudögunum yfir sumartímann. Skella sér í sund með fjölskyldunni eða fyrr í golf með félögum? Fyrir suma væri draumurinn reyndar að snúa dæminu við. Mæta síðar í vinnuna, sofa lengur fyrst krakkarnir eru í skólafríi og eiga meiri tíma áður en þú mætir. Á þeim vinnustöðum þar sem sumarið telst mjög rólegur tími og sum verkefni jafnvel á bið þar til teymið í heild sinni er mætt aftur til vinnu, er þetta að minnsta kosti hugmynd sem gæti hentað sumum. 2. Hvort ertu betri: Á morgnana eða eftir hádegi? Eitt ráð til að hressa okkur aðeins við í vinnunni og ná að hrista þessa sumar-leti af okkur er að skipuleggja verkefni til að klára á þeim tíma dags sem við erum best. Dagsformið okkar getur nefnilega verið ólíkt. Sumum finnst langbesti tíminn vera á morgnana og ef svo er, er um að gera að búa til verkefnalista og setja sér markmið um að klára hann fyrir klukkan X á morgnana. Reyna að gera smá stemningu úr þessu. Öðrum finnst eftir hádegi betri tími og geta þá stílað inn á að gera það sama. Þar sem það er rólegt að gera, er jafnvel spurning um að ráðast í einhver verkefni sem við höfum trassað. Til dæmis að flokka einhverja tölvupósta sem þú vilt geyma, eða flokka einhver skjöl (eða henda) sem þú ert með í tölvunni. Þetta er dæmigert verkefni sem situr alltaf á hakanum. Hvaða verkefni hafa setið á hakanum hjá þér? 3. Í letikasti eiga markmiðin ekki að vera stór Þegar að við erum að upplifa letikast í vinnunni er ekki endilega málið að búa til verkefnalista og markmið sem eru svo stór að miðað við dagsformið okkar verða þau óraunhæf. Því oft erum við hreinlega orkumeiri og hressari til vinnu þegar allt er á fullu á vinnustaðnum! Til að sporna við sumar-letinni og ná að hrista hana aðeins af sér, er því raunhæfara og betra að búa til verkefnalista og markmið þar sem þú ætlar þér ekki of mikið en eru verkefni sem rólegu sumardagarnir eru einmitt tilvaldir fyrir. 4. Facebook, Snapchat, Instragram, Twitter, TikTok o.sfrv. Á rólegum dögum í vinnunni, sérstaklega þegar að við erum í letikasti, erum við líklegri til að eyða meiri tíma á samfélagsmiðlum eða með vafri á netinu heldur en við erum þegar allt er á fullu og við eins og við almennt erum í vinnunni. Þess vegna er ágætt að vera vakandi yfir þessari notkun og aga okkur í að takmarka þennan tíma. Því með því að gera það, erum við líklegri til að hrista af okkur letikastið og ná að gera eitthvað meira af viti. 5. Viltu færa þig um set eða breyta? Enn eitt ráðið sem gæti hresst okkur við eru einhverjar breytingar. Er vinnustaðurinn þinn til dæmis þannig að þú gætir fært þig um set í vinnuaðstöðu, þó ekki væri nema um tíma? Ertu til dæmis með fartölvu og fyrst það er svona gott næði í vinnunni, er minnsta mál að fá sér einn kaffibolla og setjast einhvers staðar allt annars staðar og vinna. Eða er vinnuaðstaðan þín þannig að þú gætir breytt einhverju? Hér er tilvalið að horfa aðeins á daglega vinnumhverfið okkar og velta fyrir okkur hvort það séu einhverjar nýjar og hressandi hugmyndir sem okkur dettur í hug að ráðast í. 6. Sígildu góðu ráðin Loks eru það gömlu góðu ráðin sem alltaf virka gegn leti. Að muna að drekka nógu mikið af vatni. Að taka sér pásur reglulega yfir daginn og þá helst þannig að þú farir aðeins út fyrir og fáir þér frískt loft. Þótt ekki sé nema í smá stund og rétt í anddyrinu því frískt loft gerir kraftaverk. Muna líka svefninn því þótt það sé bjart allan sólahringinn núna, gildir það jafn mikið fyrir okkur á sumrin sem og á veturnar að dagsformið okkar er ávallt margfalt betra þegar að við erum vel hvíld. 7. Gott fyrir okkur og vinnuna að við gerum stundum ekki neitt Þá má líka benda á góða grein þar sem Ingrid Kulhman, framkvæmdastjóri Þekkingamiðlunar, fór yfir það með Atvinnulífinu hvers vegna það er svo mikilvægt fyrir okkur að gera stundum ekki neitt. Kannski er sumartíminn því tilvalinn tími til að þjálfa okkur í markvissu iðjuleysi eins og hér er talað um? Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Að hvetja okkur til dáða í vinnu: Segðu hlutina upphátt! Það er með ólíkindum hvernig okkur tekst að rífa okkur niður í huganum. Eða gera lítið úr okkur. Ef okkur gengur til dæmis mjög vel í vinnunni og náðum að afkasta miklu, erum við samt meira með hugann við verkefnin sem við náðum EKKI að klára frekar en að vera ánægð með allt sem við þó gerðum! 16. júlí 2021 07:01 Góð ráð fyrir lata starfsmenn Við eigum okkur öll okkar daga. Já, svona leti-daga. Mætum til vinnu og erum hálf löt allan daginn. Komum litlu í verk. Eigum erfitt með að einbeita okkur. Erum þreytt. Eða með hugann annars staðar. Sem betur fer, eru leti-dagarnir ekki viðvarandi. Daginn eftir mætum við til vinnu á ný, galvösk og brettum upp ermar. 12. júlí 2021 07:01 Valdeflandi að eiga flottar myndir af sjálfum sér Þegar Saga Sig, ljósmyndari, leikstjóri og listakona, tekur myndir af fólki, er hún meðvituð um það að myndirnar munu lifa. Oft eru þetta heimildir síðar meir, ekki síst partur af sögu um til dæmis fólk í stjórnmálum eða rithöfunda. 2. mars 2022 07:00 Vinnan þarf helst að auka lífsgæði starfsmanna „Vinnuvernd snýst um að skapa öruggt og gott starfsumhverfi þar sem starfsfólk getur stundað sína vinnu á þann hátt að þeir hljóti ekki skaða af og að helst stuðli vinnan frekar að því að auka lífsgæði starfsmanna,“ segir Sandra Rán Ásgrímsdóttir sjálfbærni verkfræðingur hjá Mannvit. 1. desember 2021 07:01 „Það er í lagi að segja ekki alltaf allt gott“ Í stað þess að segjast alltaf segja allt gott og þykjast vera hress, þurfum við mögulega að læra að segja satt og viðurkenna að okkur líður ekkert alltaf vel. Líka í vinnunni. 20. október 2021 07:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Á mörgum vinnustöðum er brjálað að gera á þessum árstíma. Hreint út sagt bara vertíðarstemning. En á mörgum öðrum vinnustöðum er sumarið frekar rólegur tími. Og það skrýtna við þessa rólegu sumardaga í vinnunni er að við verðum oft frekar löt. Lítið að gera, lítið um að vera, fáir kúnnar, fáir samstarfsfélagar. Klukkan jafnvel að tifa eitthvað hægar…. Erlendis hafa verið gerðar ýmsar kannanir þar sem niðurstöður sýna að fólk upplifir meiri leti á heitum sumardögum. Með tilliti til íslensks veðurfars, væri líklegra að við myndum tengja þessa leti við sumarið sem tímabil, sólahrings birtuna og von um betri tíð. En hér eru nokkrar hugmyndir til að sporna við sumarletinni og láta þannig tímann líða hraðar og hressa okkur aðeins við! 1. Hefur þú tækifæri til að hætta fyrr á daginn? Ef þú ert ekki bundin viðveru á opnunartíma er rólegur tími yfir sumarið tilvalinn tími til að athuga hvort þú getir hætt fyrr á daginn. Þótt þú mögulega byrjir þá fyrr á daginn og semjir þannig um að fá að hætta fyrr. Oft eru til dæmis makar heima í sumarfríi með börnin og þá gæti verið svigrúm til að mæta fyrr. Með þessu opnar þú á tækifæri til að gera meira úr vinnudögunum yfir sumartímann. Skella sér í sund með fjölskyldunni eða fyrr í golf með félögum? Fyrir suma væri draumurinn reyndar að snúa dæminu við. Mæta síðar í vinnuna, sofa lengur fyrst krakkarnir eru í skólafríi og eiga meiri tíma áður en þú mætir. Á þeim vinnustöðum þar sem sumarið telst mjög rólegur tími og sum verkefni jafnvel á bið þar til teymið í heild sinni er mætt aftur til vinnu, er þetta að minnsta kosti hugmynd sem gæti hentað sumum. 2. Hvort ertu betri: Á morgnana eða eftir hádegi? Eitt ráð til að hressa okkur aðeins við í vinnunni og ná að hrista þessa sumar-leti af okkur er að skipuleggja verkefni til að klára á þeim tíma dags sem við erum best. Dagsformið okkar getur nefnilega verið ólíkt. Sumum finnst langbesti tíminn vera á morgnana og ef svo er, er um að gera að búa til verkefnalista og setja sér markmið um að klára hann fyrir klukkan X á morgnana. Reyna að gera smá stemningu úr þessu. Öðrum finnst eftir hádegi betri tími og geta þá stílað inn á að gera það sama. Þar sem það er rólegt að gera, er jafnvel spurning um að ráðast í einhver verkefni sem við höfum trassað. Til dæmis að flokka einhverja tölvupósta sem þú vilt geyma, eða flokka einhver skjöl (eða henda) sem þú ert með í tölvunni. Þetta er dæmigert verkefni sem situr alltaf á hakanum. Hvaða verkefni hafa setið á hakanum hjá þér? 3. Í letikasti eiga markmiðin ekki að vera stór Þegar að við erum að upplifa letikast í vinnunni er ekki endilega málið að búa til verkefnalista og markmið sem eru svo stór að miðað við dagsformið okkar verða þau óraunhæf. Því oft erum við hreinlega orkumeiri og hressari til vinnu þegar allt er á fullu á vinnustaðnum! Til að sporna við sumar-letinni og ná að hrista hana aðeins af sér, er því raunhæfara og betra að búa til verkefnalista og markmið þar sem þú ætlar þér ekki of mikið en eru verkefni sem rólegu sumardagarnir eru einmitt tilvaldir fyrir. 4. Facebook, Snapchat, Instragram, Twitter, TikTok o.sfrv. Á rólegum dögum í vinnunni, sérstaklega þegar að við erum í letikasti, erum við líklegri til að eyða meiri tíma á samfélagsmiðlum eða með vafri á netinu heldur en við erum þegar allt er á fullu og við eins og við almennt erum í vinnunni. Þess vegna er ágætt að vera vakandi yfir þessari notkun og aga okkur í að takmarka þennan tíma. Því með því að gera það, erum við líklegri til að hrista af okkur letikastið og ná að gera eitthvað meira af viti. 5. Viltu færa þig um set eða breyta? Enn eitt ráðið sem gæti hresst okkur við eru einhverjar breytingar. Er vinnustaðurinn þinn til dæmis þannig að þú gætir fært þig um set í vinnuaðstöðu, þó ekki væri nema um tíma? Ertu til dæmis með fartölvu og fyrst það er svona gott næði í vinnunni, er minnsta mál að fá sér einn kaffibolla og setjast einhvers staðar allt annars staðar og vinna. Eða er vinnuaðstaðan þín þannig að þú gætir breytt einhverju? Hér er tilvalið að horfa aðeins á daglega vinnumhverfið okkar og velta fyrir okkur hvort það séu einhverjar nýjar og hressandi hugmyndir sem okkur dettur í hug að ráðast í. 6. Sígildu góðu ráðin Loks eru það gömlu góðu ráðin sem alltaf virka gegn leti. Að muna að drekka nógu mikið af vatni. Að taka sér pásur reglulega yfir daginn og þá helst þannig að þú farir aðeins út fyrir og fáir þér frískt loft. Þótt ekki sé nema í smá stund og rétt í anddyrinu því frískt loft gerir kraftaverk. Muna líka svefninn því þótt það sé bjart allan sólahringinn núna, gildir það jafn mikið fyrir okkur á sumrin sem og á veturnar að dagsformið okkar er ávallt margfalt betra þegar að við erum vel hvíld. 7. Gott fyrir okkur og vinnuna að við gerum stundum ekki neitt Þá má líka benda á góða grein þar sem Ingrid Kulhman, framkvæmdastjóri Þekkingamiðlunar, fór yfir það með Atvinnulífinu hvers vegna það er svo mikilvægt fyrir okkur að gera stundum ekki neitt. Kannski er sumartíminn því tilvalinn tími til að þjálfa okkur í markvissu iðjuleysi eins og hér er talað um?
Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Að hvetja okkur til dáða í vinnu: Segðu hlutina upphátt! Það er með ólíkindum hvernig okkur tekst að rífa okkur niður í huganum. Eða gera lítið úr okkur. Ef okkur gengur til dæmis mjög vel í vinnunni og náðum að afkasta miklu, erum við samt meira með hugann við verkefnin sem við náðum EKKI að klára frekar en að vera ánægð með allt sem við þó gerðum! 16. júlí 2021 07:01 Góð ráð fyrir lata starfsmenn Við eigum okkur öll okkar daga. Já, svona leti-daga. Mætum til vinnu og erum hálf löt allan daginn. Komum litlu í verk. Eigum erfitt með að einbeita okkur. Erum þreytt. Eða með hugann annars staðar. Sem betur fer, eru leti-dagarnir ekki viðvarandi. Daginn eftir mætum við til vinnu á ný, galvösk og brettum upp ermar. 12. júlí 2021 07:01 Valdeflandi að eiga flottar myndir af sjálfum sér Þegar Saga Sig, ljósmyndari, leikstjóri og listakona, tekur myndir af fólki, er hún meðvituð um það að myndirnar munu lifa. Oft eru þetta heimildir síðar meir, ekki síst partur af sögu um til dæmis fólk í stjórnmálum eða rithöfunda. 2. mars 2022 07:00 Vinnan þarf helst að auka lífsgæði starfsmanna „Vinnuvernd snýst um að skapa öruggt og gott starfsumhverfi þar sem starfsfólk getur stundað sína vinnu á þann hátt að þeir hljóti ekki skaða af og að helst stuðli vinnan frekar að því að auka lífsgæði starfsmanna,“ segir Sandra Rán Ásgrímsdóttir sjálfbærni verkfræðingur hjá Mannvit. 1. desember 2021 07:01 „Það er í lagi að segja ekki alltaf allt gott“ Í stað þess að segjast alltaf segja allt gott og þykjast vera hress, þurfum við mögulega að læra að segja satt og viðurkenna að okkur líður ekkert alltaf vel. Líka í vinnunni. 20. október 2021 07:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Að hvetja okkur til dáða í vinnu: Segðu hlutina upphátt! Það er með ólíkindum hvernig okkur tekst að rífa okkur niður í huganum. Eða gera lítið úr okkur. Ef okkur gengur til dæmis mjög vel í vinnunni og náðum að afkasta miklu, erum við samt meira með hugann við verkefnin sem við náðum EKKI að klára frekar en að vera ánægð með allt sem við þó gerðum! 16. júlí 2021 07:01
Góð ráð fyrir lata starfsmenn Við eigum okkur öll okkar daga. Já, svona leti-daga. Mætum til vinnu og erum hálf löt allan daginn. Komum litlu í verk. Eigum erfitt með að einbeita okkur. Erum þreytt. Eða með hugann annars staðar. Sem betur fer, eru leti-dagarnir ekki viðvarandi. Daginn eftir mætum við til vinnu á ný, galvösk og brettum upp ermar. 12. júlí 2021 07:01
Valdeflandi að eiga flottar myndir af sjálfum sér Þegar Saga Sig, ljósmyndari, leikstjóri og listakona, tekur myndir af fólki, er hún meðvituð um það að myndirnar munu lifa. Oft eru þetta heimildir síðar meir, ekki síst partur af sögu um til dæmis fólk í stjórnmálum eða rithöfunda. 2. mars 2022 07:00
Vinnan þarf helst að auka lífsgæði starfsmanna „Vinnuvernd snýst um að skapa öruggt og gott starfsumhverfi þar sem starfsfólk getur stundað sína vinnu á þann hátt að þeir hljóti ekki skaða af og að helst stuðli vinnan frekar að því að auka lífsgæði starfsmanna,“ segir Sandra Rán Ásgrímsdóttir sjálfbærni verkfræðingur hjá Mannvit. 1. desember 2021 07:01
„Það er í lagi að segja ekki alltaf allt gott“ Í stað þess að segjast alltaf segja allt gott og þykjast vera hress, þurfum við mögulega að læra að segja satt og viðurkenna að okkur líður ekkert alltaf vel. Líka í vinnunni. 20. október 2021 07:01