Innlent

Hlutfall skráðra í Þjóðkirkjuna undir sextíu prósent í fyrsta sinn

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Petreksfjarðarkirkja.
Petreksfjarðarkirkja. Vísir/Vilhelm

Rúmlega 228 þúsund manns eru skráð í þjóðkirkjuna og er hlutfall skráðra 59,9 prósent. Mun það vera í fyrsta sinn sem hlutfall skráðra fer undir 60 prósent. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Þjóðskrár. Skráðum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 968 síðan 1. desember 2021. 

Næst fjölmennasta trúfélag landsins er Kaþólska kirkjan með 14.709 skráða meðlimi og hefur þeim fækkað um 28 á áðurnefndu tímabili eða um 0,2 prósent.

Frá 1. desember sl. hefur fjölgað mest í Siðmennt eða um 289 meðlimi, sem er 6,3 prósentu fjölgun. Mest hlutfallsleg fjölgun var í ICCI trúfélagi um 30,7 prósent en nú eru 328 meðlimir skráðir í félaginu.

Alls voru 29.620 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða 7,8 prósent landsmanna.


Tengdar fréttir

Enn fækkar í þjóðkirkjunni

Samkvæmt nýjustu tölum Þjóðskrár fækkaði meðlimum Þjóðkirkjunnar um 75 á tímabilinu 1. desember 2020 - 1. júlí 2021. Ásatrúarfélagið bætti við sig flestum meðlimum.

Fjölgar mest í Sið­mennt

Frá byrjun desember hefur fjölgun meðlima í trúfélögum verið mest hjá Siðmennt, en þar hefur fjölgað um 649 meðlimi eða 16,1 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×