„Fasteignamarkaðurinn er líkast til að taka stakkaskiptum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2022 07:48 Svo virðist sem eitthvað sé að hægjast á fasteignamarkaðnum. Vísir/Vilhelm Óverðtryggð lán eru mun hægkvæmari en verðtryggð um þessar mundir, segir í mánaðarskýrslu hagdeildar HMS fyrir júlímánuð. Hlutfall íbúða sem seldist yfir ásettu verði dróst saman í maí og þá fór meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu úr 35 dögum í 46 daga. Í samantekt um skýrsluna segir að raunvextir á íbúðalánum séu neikvæð um 2 prósent en lægstu óverðtryggðu vextir séu jákvæðir um 1,89 prósent. Miðað við verðbólguvæntingar séu útlit fyrir að óverðtryggðir vextir verði áfram hagkvæmir á næstu misserum. „Óverðtryggðir breytilegir vextir á íbúðalánum hafa á síðustu tveimur mánuðum hækkað um 1,55 prósentur hjá Landsbankanum, 1,8 prósentur hjá Arion banka og 2 prósentur hjá Íslandsbanka sem viðbrögð við tveggja prósenta hækkun stýrivaxta,“ segir í samantektinni. Kaupsamningum um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði úr 436 í 503 á milli apríl og maí. Á landinu öllu seldust 52,8 prósent íbúða yfir ásettu verði í maí, samanborið við 54,4 prósent í apríl en á höfuðborgarsvæðinu seldust 59,9 prósent íbúða í fjölbýli yfir ásettu verði, samanborið við 69,2 prósent í apríl. „Fasteignamarkaðurinn er líkast til að taka stakkaskiptum um þessar mundir. Seðlabanki Íslands hefur hækkað stýrivexti um 2 prósentustig frá því í byrjun maí og hefur auk þess þrengt lánaskilyrði fyrir verðtryggð íbúðalán. Afleiðingar þessara aðgerða er að aðgangur heimila að fjármagni minnkar verulega og færri munu eiga þess kost á að kaupa sér íbúð,“ segir í samantektinni. „Heimili með 250.000 kr. mánaðarlega greiðslugetu gátu áður en [ný] viðmið voru sett tekið yfir 90 m.kr. verðtryggt lán en geta nú mest tekið 53 m.kr. verðtryggð lán eða 45 kr. óverðtryggð lán.“ Húsnæðismál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Í samantekt um skýrsluna segir að raunvextir á íbúðalánum séu neikvæð um 2 prósent en lægstu óverðtryggðu vextir séu jákvæðir um 1,89 prósent. Miðað við verðbólguvæntingar séu útlit fyrir að óverðtryggðir vextir verði áfram hagkvæmir á næstu misserum. „Óverðtryggðir breytilegir vextir á íbúðalánum hafa á síðustu tveimur mánuðum hækkað um 1,55 prósentur hjá Landsbankanum, 1,8 prósentur hjá Arion banka og 2 prósentur hjá Íslandsbanka sem viðbrögð við tveggja prósenta hækkun stýrivaxta,“ segir í samantektinni. Kaupsamningum um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði úr 436 í 503 á milli apríl og maí. Á landinu öllu seldust 52,8 prósent íbúða yfir ásettu verði í maí, samanborið við 54,4 prósent í apríl en á höfuðborgarsvæðinu seldust 59,9 prósent íbúða í fjölbýli yfir ásettu verði, samanborið við 69,2 prósent í apríl. „Fasteignamarkaðurinn er líkast til að taka stakkaskiptum um þessar mundir. Seðlabanki Íslands hefur hækkað stýrivexti um 2 prósentustig frá því í byrjun maí og hefur auk þess þrengt lánaskilyrði fyrir verðtryggð íbúðalán. Afleiðingar þessara aðgerða er að aðgangur heimila að fjármagni minnkar verulega og færri munu eiga þess kost á að kaupa sér íbúð,“ segir í samantektinni. „Heimili með 250.000 kr. mánaðarlega greiðslugetu gátu áður en [ný] viðmið voru sett tekið yfir 90 m.kr. verðtryggt lán en geta nú mest tekið 53 m.kr. verðtryggð lán eða 45 kr. óverðtryggð lán.“
Húsnæðismál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira