Birtingurinn mættur í Varmá Karl Lúðvíksson skrifar 12. júlí 2022 09:54 Sumarveiðin í Varmá er vanmetin og hefur verið flottur gangur í sumar, sjóbirtingurinn var mættur um miðjan júní og núna fara göngurnar að fara að af stað fyrir alvöru. Andri Fannberg var í Varmá um helgina og sagði að það var mikið af fiski á svæðinu og að sjóbirtingurinn er mættur fyrir ofan Reykjafoss. Hann sagði að það var mikið af sjóbirtingi í Reykjafossi. Hann landaði nokkrum vænum fiskum og var sá stærsti rúmlega 60 cm. Einn mjög stór fiskur hafði betur eftir langa viðureign í beygjunni fyrir neðan Stöðvarbreiðu. Um daginn veiddist einnig svakalegur bolti sem tók lítinn Peacock í Stöðvarbreiðunni, hann mældist 78cm að lengd og 48cm í ummál! Það var danskur veiðimaður sem heitir David Thormar sem landaði drekanum en hann sagði að það var ekkert grín því fiskurinn hreinlega gafst ekki upp, þetta var fyrsti fiskurinn hans á nýju Sage R8 stöngina sína, ekki slæm eldskírn! Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði
Andri Fannberg var í Varmá um helgina og sagði að það var mikið af fiski á svæðinu og að sjóbirtingurinn er mættur fyrir ofan Reykjafoss. Hann sagði að það var mikið af sjóbirtingi í Reykjafossi. Hann landaði nokkrum vænum fiskum og var sá stærsti rúmlega 60 cm. Einn mjög stór fiskur hafði betur eftir langa viðureign í beygjunni fyrir neðan Stöðvarbreiðu. Um daginn veiddist einnig svakalegur bolti sem tók lítinn Peacock í Stöðvarbreiðunni, hann mældist 78cm að lengd og 48cm í ummál! Það var danskur veiðimaður sem heitir David Thormar sem landaði drekanum en hann sagði að það var ekkert grín því fiskurinn hreinlega gafst ekki upp, þetta var fyrsti fiskurinn hans á nýju Sage R8 stöngina sína, ekki slæm eldskírn!
Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði