Evrópumeistararnir unnu Portúgal þrátt fyrir endurkomu Portúgala

Atli Arason skrifar
Evrópumeistararnir eru með örlögin í eigin höndum eftir sigur á Portúgal.
Evrópumeistararnir eru með örlögin í eigin höndum eftir sigur á Portúgal. EPA-EFE/GERRIT VAN KEULEN

Meiðslahrjáð lið Hollendinga skoruðu fyrsta markið strax á sjöundu mínútu en þá stýrði Damaris Egurolla hornspyrnu Sherida Spitse frá vinstri í slánna og inn með kollinum.

Á 15. mínútu tvöfölduðu Hollendingar forskot sitt og aftur eftir hornspyrnu frá vinstri. Portúgölum gekk bölvanlega að hreinsa boltann í burtu eftir að honum er spyrnt inn í vítateig þeirra. Eftir smá klafs barst boltinn til Van der Gragt sem skallaði knöttinn í netið af stuttu færi.

Portúgalar fengu dæmda vítaspyrnu á 37. mínútu með aðstoð myndbandsdómgæslu, eftir brot Dominique Janssen á Diana Silva. Carole Costa tók spyrnuna og skoraði framhjá Van Domselaar í marki Hollands.

Strax í upphafi síðari hálfleiks jöfnuðu Portúgalar leikinn. Costa á þá smekklega fyrirgjöf af hægri væng sem rataði beint á kollinn á Silva sem stýrði knettinum í netið, 2-2.

Hollendingar voru þó ekki lengi að svara fyrir sig og náðu þær að koma boltanum í net Portúgala einungis tveimur mínútum síðar. Eftir fimm mínútna yfirferð í myndbandsdómgæslu var þó komist af því markið skyldi dæmt af vegna rangstöðu.

Van de Donk kom Hollendingum engu að síður yfir á 62. mínútu með stórglæsilegu marki eftir sendingu Lieke Martens. Van de Donk þrumaði boltanum fyrir utan vítateig Portúgals beinustu leið upp í samskeytin fjær, framhjá Teixeira Pereira í marki Portúgals sem kom engum vörnum við.

Hollendingar unnu því 3-2 sigur og fara á topp C-riðils með fjögur stig, jafn mörg og Svíþjóð. Portúgal og Sviss eru jöfn í neðstu tveimur sætunum með eitt stig hvort. Holland spilar við Sviss í lokaleik riðilsins á meðan Svíar taka á móti Portúgal. Það eiga því öll lið C-riðils enn þá möguleika að komast áfram í 8-liða úrslit EM.


Tengdar fréttir

Annað á­fall Hollendinga: Sú marka­hæsta með veiruna

Það ætlar ekki af Hollendingum að ganga á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Í fyrsta leik mótsins meiddist aðalmarkvörður liðsins, sem er einnig fyrirliði. Hún verður ekki meira með og nú er ljóst aðVivianne Miedema, markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins missir að lágmarki af næsta leik.

Fyrirliði Hollendinga meidd og ekki meira með

Sari van Veenendaal, aðalmarkvörður og fyrirliði hollenska landsliðsins, fór meidd af velli í fyrsta leik liðsins á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Meiðslin eru þess eðlis að hún mun ekki geta spilað meira á mótinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira