Menning

Ís­lenska fjár­hundinum fagnað á Ár­bæjar­safni

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hér má sjá íslenska fjárhundinn Skugga í góðu atlæti á safninu.
Hér má sjá íslenska fjárhundinn Skugga í góðu atlæti á safninu. Árbæjarsafn

Dagur íslenska fjárhundsins verður haldinn hátíðlegur á Árbæjarsafni mánudaginn 18. júlí frá klukkan eitt til fimm. Þar munu íslenskir fjárhundar og eigendur þeirra koma saman til að heilsa upp á gesti og gangandi.

Aðeins hundar sem taka þátt í kynningunni fá aðgang að safninu og er fólki því óhætt að klappa hundunum með leyfi eiganda. Á sama tíma verður hægt að sjá kindur, lömb og landnámshænur í haga við safnið. 

Jafnframt verður boðið upp á kaffi og nýbakað bakkelsi í kaffihúsinu í Dillonshúsi sem er á staðnum.

Safnið verður opið frá tíu til fimm á mánudaginn en hægt verður að hitta hundana á bilinu eitt til fimm. Aðgangur að safninu er ókeypis fyrir börn, öryrkja og menningarkortshafa. Það er því tilvalið fyrir fólk að fara með börn að kíkja á hundana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×