Hjúkrunarfræðingar barnadeildar segja öryggi sjúklinga ógnað Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. júlí 2022 10:32 Hjúkrunarfræðingar á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri ósáttir. Vísir/Vilhelm Hjúkrunarfræðingar á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau lýsa yfir óánægju sinni vegna notkunar spítalans á rúmum deildarinnar fyrir fullorðið fólk. Hjúkrunarfræðingarnir telja öryggi sjúklinga ógnað hvort sem um börn eða fullorðna sé að ræða. Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri er ein af tveimur barnadeildum landsins en hin er Barnaspítali Hringsins. Í yfirlýsingunni segir að aðeins starfi tveir hjúkrunarfræðingar á hverri vakt og njóti þeir ekki aðstoðar sjúkraliða eða annarra almennra starfsmanna sjúkrahússins. „Hjúkrunarfræðingar ganga því í verk eins og að sækja og gefa mat, þrífa rúm, svara síma og fleira sem til fellur, á vöktum utan dagvinnutíma. Auk þess sem börn sem sækja þjónustu dagdeildar á Barnadeildinni þurfa stundum þjónustu utan dagvinnutíma. Þessir 2 hjúkrunarfræðingar því einu starfsmennirnir á deildinni utan dagvinnutíma,“ segir í yfirlýsingunni. Bara tölur á blaði Þau segja engar af þeim fjölmörgu breytum sem spila inn í starfsemi deildarinnar teknar til greina þegar horft sé á tölur um nýtingu og laus rúm, stjórnendur sjúkrahússins horfi einungis á tölur á blaði. „Við höfum ítrekað beðið um að okkur sé í þessum aðstæðum sýndur skilningur og ekki sé ætlast til að við sinnum mjög veiku fullorðnu fólki með fjölþættan vanda og sjúkdómsástand sem við ekki þekkjum. Við getum tekið við fólki sem er sjálfbjarga, áttað og ekki með flókin heilsufarsvandamál. Það getum við þegar við teljum okkur hafa tíma, rými og mönnun til. Það er mjög sjaldan virt og höfum við ítrekað upplifað leiðinleg og neikvæð samskipti,“ segja hjúkrunarfræðingar. Öryggi sjúklinga ógnað Þau segja að deildin sé í hættu á að missa fleiri hjúkrunarfræðinga vegna ástandsins, hjúkrunarfræðingar upplifi óörugg í starfi og séu vanmetin. Hjúkrunarfræðingarnir telja öryggi sjúklinga ógnað hvort sem um börn eða fullorðna sé að ræða. Þjónusta barna og fullorðna sé ólík og passi ekki á sömu deild. „Ef stjórn Sjúkrahússins ætlar sér að hafa barnadeild á Sjúkrahúsinu ætti hún að standa vörð um deildina. Við sem vinnum þar viljum fá að efla og vinna að bættri faglegri þjónustu við okkar skjólstæðinga. Við erum alltaf tilbúnar til að taka þátt í umræðum og vinnu sem felst í því að bæta velferð okkar skjólstæðinga og tryggja þeirra öryggi,“ segja hjúkrunarfræðingar barnadeildar að endingu. Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri er ein af tveimur barnadeildum landsins en hin er Barnaspítali Hringsins. Í yfirlýsingunni segir að aðeins starfi tveir hjúkrunarfræðingar á hverri vakt og njóti þeir ekki aðstoðar sjúkraliða eða annarra almennra starfsmanna sjúkrahússins. „Hjúkrunarfræðingar ganga því í verk eins og að sækja og gefa mat, þrífa rúm, svara síma og fleira sem til fellur, á vöktum utan dagvinnutíma. Auk þess sem börn sem sækja þjónustu dagdeildar á Barnadeildinni þurfa stundum þjónustu utan dagvinnutíma. Þessir 2 hjúkrunarfræðingar því einu starfsmennirnir á deildinni utan dagvinnutíma,“ segir í yfirlýsingunni. Bara tölur á blaði Þau segja engar af þeim fjölmörgu breytum sem spila inn í starfsemi deildarinnar teknar til greina þegar horft sé á tölur um nýtingu og laus rúm, stjórnendur sjúkrahússins horfi einungis á tölur á blaði. „Við höfum ítrekað beðið um að okkur sé í þessum aðstæðum sýndur skilningur og ekki sé ætlast til að við sinnum mjög veiku fullorðnu fólki með fjölþættan vanda og sjúkdómsástand sem við ekki þekkjum. Við getum tekið við fólki sem er sjálfbjarga, áttað og ekki með flókin heilsufarsvandamál. Það getum við þegar við teljum okkur hafa tíma, rými og mönnun til. Það er mjög sjaldan virt og höfum við ítrekað upplifað leiðinleg og neikvæð samskipti,“ segja hjúkrunarfræðingar. Öryggi sjúklinga ógnað Þau segja að deildin sé í hættu á að missa fleiri hjúkrunarfræðinga vegna ástandsins, hjúkrunarfræðingar upplifi óörugg í starfi og séu vanmetin. Hjúkrunarfræðingarnir telja öryggi sjúklinga ógnað hvort sem um börn eða fullorðna sé að ræða. Þjónusta barna og fullorðna sé ólík og passi ekki á sömu deild. „Ef stjórn Sjúkrahússins ætlar sér að hafa barnadeild á Sjúkrahúsinu ætti hún að standa vörð um deildina. Við sem vinnum þar viljum fá að efla og vinna að bættri faglegri þjónustu við okkar skjólstæðinga. Við erum alltaf tilbúnar til að taka þátt í umræðum og vinnu sem felst í því að bæta velferð okkar skjólstæðinga og tryggja þeirra öryggi,“ segja hjúkrunarfræðingar barnadeildar að endingu.
Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira