Hjúkrunarfræðingar barnadeildar segja öryggi sjúklinga ógnað Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. júlí 2022 10:32 Hjúkrunarfræðingar á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri ósáttir. Vísir/Vilhelm Hjúkrunarfræðingar á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau lýsa yfir óánægju sinni vegna notkunar spítalans á rúmum deildarinnar fyrir fullorðið fólk. Hjúkrunarfræðingarnir telja öryggi sjúklinga ógnað hvort sem um börn eða fullorðna sé að ræða. Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri er ein af tveimur barnadeildum landsins en hin er Barnaspítali Hringsins. Í yfirlýsingunni segir að aðeins starfi tveir hjúkrunarfræðingar á hverri vakt og njóti þeir ekki aðstoðar sjúkraliða eða annarra almennra starfsmanna sjúkrahússins. „Hjúkrunarfræðingar ganga því í verk eins og að sækja og gefa mat, þrífa rúm, svara síma og fleira sem til fellur, á vöktum utan dagvinnutíma. Auk þess sem börn sem sækja þjónustu dagdeildar á Barnadeildinni þurfa stundum þjónustu utan dagvinnutíma. Þessir 2 hjúkrunarfræðingar því einu starfsmennirnir á deildinni utan dagvinnutíma,“ segir í yfirlýsingunni. Bara tölur á blaði Þau segja engar af þeim fjölmörgu breytum sem spila inn í starfsemi deildarinnar teknar til greina þegar horft sé á tölur um nýtingu og laus rúm, stjórnendur sjúkrahússins horfi einungis á tölur á blaði. „Við höfum ítrekað beðið um að okkur sé í þessum aðstæðum sýndur skilningur og ekki sé ætlast til að við sinnum mjög veiku fullorðnu fólki með fjölþættan vanda og sjúkdómsástand sem við ekki þekkjum. Við getum tekið við fólki sem er sjálfbjarga, áttað og ekki með flókin heilsufarsvandamál. Það getum við þegar við teljum okkur hafa tíma, rými og mönnun til. Það er mjög sjaldan virt og höfum við ítrekað upplifað leiðinleg og neikvæð samskipti,“ segja hjúkrunarfræðingar. Öryggi sjúklinga ógnað Þau segja að deildin sé í hættu á að missa fleiri hjúkrunarfræðinga vegna ástandsins, hjúkrunarfræðingar upplifi óörugg í starfi og séu vanmetin. Hjúkrunarfræðingarnir telja öryggi sjúklinga ógnað hvort sem um börn eða fullorðna sé að ræða. Þjónusta barna og fullorðna sé ólík og passi ekki á sömu deild. „Ef stjórn Sjúkrahússins ætlar sér að hafa barnadeild á Sjúkrahúsinu ætti hún að standa vörð um deildina. Við sem vinnum þar viljum fá að efla og vinna að bættri faglegri þjónustu við okkar skjólstæðinga. Við erum alltaf tilbúnar til að taka þátt í umræðum og vinnu sem felst í því að bæta velferð okkar skjólstæðinga og tryggja þeirra öryggi,“ segja hjúkrunarfræðingar barnadeildar að endingu. Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri er ein af tveimur barnadeildum landsins en hin er Barnaspítali Hringsins. Í yfirlýsingunni segir að aðeins starfi tveir hjúkrunarfræðingar á hverri vakt og njóti þeir ekki aðstoðar sjúkraliða eða annarra almennra starfsmanna sjúkrahússins. „Hjúkrunarfræðingar ganga því í verk eins og að sækja og gefa mat, þrífa rúm, svara síma og fleira sem til fellur, á vöktum utan dagvinnutíma. Auk þess sem börn sem sækja þjónustu dagdeildar á Barnadeildinni þurfa stundum þjónustu utan dagvinnutíma. Þessir 2 hjúkrunarfræðingar því einu starfsmennirnir á deildinni utan dagvinnutíma,“ segir í yfirlýsingunni. Bara tölur á blaði Þau segja engar af þeim fjölmörgu breytum sem spila inn í starfsemi deildarinnar teknar til greina þegar horft sé á tölur um nýtingu og laus rúm, stjórnendur sjúkrahússins horfi einungis á tölur á blaði. „Við höfum ítrekað beðið um að okkur sé í þessum aðstæðum sýndur skilningur og ekki sé ætlast til að við sinnum mjög veiku fullorðnu fólki með fjölþættan vanda og sjúkdómsástand sem við ekki þekkjum. Við getum tekið við fólki sem er sjálfbjarga, áttað og ekki með flókin heilsufarsvandamál. Það getum við þegar við teljum okkur hafa tíma, rými og mönnun til. Það er mjög sjaldan virt og höfum við ítrekað upplifað leiðinleg og neikvæð samskipti,“ segja hjúkrunarfræðingar. Öryggi sjúklinga ógnað Þau segja að deildin sé í hættu á að missa fleiri hjúkrunarfræðinga vegna ástandsins, hjúkrunarfræðingar upplifi óörugg í starfi og séu vanmetin. Hjúkrunarfræðingarnir telja öryggi sjúklinga ógnað hvort sem um börn eða fullorðna sé að ræða. Þjónusta barna og fullorðna sé ólík og passi ekki á sömu deild. „Ef stjórn Sjúkrahússins ætlar sér að hafa barnadeild á Sjúkrahúsinu ætti hún að standa vörð um deildina. Við sem vinnum þar viljum fá að efla og vinna að bættri faglegri þjónustu við okkar skjólstæðinga. Við erum alltaf tilbúnar til að taka þátt í umræðum og vinnu sem felst í því að bæta velferð okkar skjólstæðinga og tryggja þeirra öryggi,“ segja hjúkrunarfræðingar barnadeildar að endingu.
Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira