Magnaður lokasprettur Hollands tryggði sæti í 8-liða úrslitum Arnar Geir Halldórsson skrifar 17. júlí 2022 18:03 Góð innkoma af bekknum! vísir/Getty Evrópumeistarar Hollands verða með í 8-liða úrslitum EM í Englandi eftir 4-1 sigur á Sviss í lokaumferð C-riðils. Ljóst var fyrir leik að Hollendingum myndi nægja jafntefli til að komast áfram úr riðlinum og fyrri hálfleikur var markalaus. Snemma í síðari hálfleik náðu þær hollensku forystunni þegar Ana-Maria Crnogorcevic setti boltann í eigið net. Geraldine Reuteler var fljót að jafna metin fyrir Sviss því hún skoraði á 53.mínútu. Leikurinn var hnífjafn og spennandi þangað til á lokakaflanum en þá virtist sem öll orka Svisskvenna væri á þrotum og það nýttu þær hollensku sér í botn. Romee Leuchter kom inn af varamannabekknum hjá Hollandi og náði forystunni aftur þegar hún skoraði á 84.mínútu. Í uppbótartíma venjulegs leiktíma bætti hún öðru marki sínu við auk þess sem Victoria Pelova skoraði einnig og lokatölur því 4-1 fyrir Holland. Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Stórsigur Svía á Portúgal Svíþjóð átti ekki í teljandi erfiðleikum með Portúgal þegar liðin mættust í C-riði Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag. 17. júlí 2022 17:59
Evrópumeistarar Hollands verða með í 8-liða úrslitum EM í Englandi eftir 4-1 sigur á Sviss í lokaumferð C-riðils. Ljóst var fyrir leik að Hollendingum myndi nægja jafntefli til að komast áfram úr riðlinum og fyrri hálfleikur var markalaus. Snemma í síðari hálfleik náðu þær hollensku forystunni þegar Ana-Maria Crnogorcevic setti boltann í eigið net. Geraldine Reuteler var fljót að jafna metin fyrir Sviss því hún skoraði á 53.mínútu. Leikurinn var hnífjafn og spennandi þangað til á lokakaflanum en þá virtist sem öll orka Svisskvenna væri á þrotum og það nýttu þær hollensku sér í botn. Romee Leuchter kom inn af varamannabekknum hjá Hollandi og náði forystunni aftur þegar hún skoraði á 84.mínútu. Í uppbótartíma venjulegs leiktíma bætti hún öðru marki sínu við auk þess sem Victoria Pelova skoraði einnig og lokatölur því 4-1 fyrir Holland.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Stórsigur Svía á Portúgal Svíþjóð átti ekki í teljandi erfiðleikum með Portúgal þegar liðin mættust í C-riði Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag. 17. júlí 2022 17:59
Stórsigur Svía á Portúgal Svíþjóð átti ekki í teljandi erfiðleikum með Portúgal þegar liðin mættust í C-riði Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag. 17. júlí 2022 17:59
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti