Ekkert spaug að vera hérna og spila á þessu móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2022 13:01 Alexandra Jóhannsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir svekkja sig eftir að gott færi fór forgörðum. Vísir/Vilhelm Ísland er einum leik frá átta liða úrslitunum en slæmu fréttirnar eru kannski að sá leikur er á móti einu besta liði heims. Frakkar hafa unnið tvo fyrstu leiki sina og hafa að engu að keppa annað kvöld. Íslensku stelpurnar þurfa að ná eitthvað út úr leiknum og til að það þarf takist þarf bæði alvöru trú, mikla samvinnu og samheldni. Þjálfarar landsliðsins okkar á EM í Englandi leggja mikla áherslu á jákvæðnina og að glasið sé alltaf hálffullt. Þriðji og síðasti leikur liðsins í riðlinum er fram undan og nú reynir á mikinn andlegan styrk þegar margar eru með þreyttar fætur eftir átök síðustu tveggja leikja. Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari Þorsteins Halldórssonar, viðurkennir að það hafi verið þreyta í íslenska liðinu í seinni hálfleiknum á móti Ítalíu. „Það er töluvert álag á leikmönnunum okkar og þær eru búnar að leggja sig gríðarlega fram. Við gerðum breytingar í Ítalíuleiknum sem lyftu okkur aftur af stað og kannski kom okkur í þá stöðu að búa til þessi færi í lokin. Þær bara klára sig og klára sín verkefni og svo taka aðrar við,“ sagði Ásmundur. Íslenska liðið hélt jöfnu þrátt fyrir stórsókn Ítala og fékk síðan færi til að taka sigurinn í lokin. „Til þess að vera í þeirri stöðu þarf liðið að vera inn í leiknum. Við þurfum að standast áhlaupin og hafa góðan og þéttan varnarleik til þess að vera lifandi í leikjunum. Við erum að spila á móti hörku þjóðum,“ sagði Ásmundur. „Við erum taplaus enn þá sem er bara frábært. Það er frábært að vera í þessari stöðu að vera þannig lagað í bílstjórasæti fyrir síðasta leik. Við erum að sjá þjóðar ofar en við á heimslista tapa og tapa jafnvel stórt. Þetta er ekkert spaug að vera hérna og spila á þessu móti,“ sagði Ásmundur. Þrjár Norðurlandaþjóðir, Noregur, Danmörk og Finnlandi, eru allar úr leik á mótinu. Sandra Sigurðardóttir, markvörður íslenska liðsins á mikinn þátt í að íslenska liðið hefur náð í stig út úr báðum leikjum sínum til þessu. „Hún er búin að vera frábær. Ótrúlegur karakter, gefur okkur ótrúlega mikið. Hún veitir okkur frábært öryggi fyrir aftan línuna okkar. Þar sem kemst fram hjá varnarlínunni okkar það tekur hún flest,“ sagði Ásmundur. Íslensku stelpurnar verða að fá eitthvað út úr þessum Frakkaleik. „Við höfum gríðarlega mikla trú á því sem við erum að gera. Hvað okkar lið getur gert. Við sjáum alltaf glasið hálffullt heldur en hitt. Við sjáum möguleika, við erum í bílstjórasætinu og erum að fara að spila massífan leik á móti frábæru liði. Við ætlum bara að keyra á það,“ sagði Ásmundur og Frakkar eru með veikleika. „Það eru alltaf einhverjir veikleikar í öllum liðum og það er okkar að reyna að nýta okkur það og skapa stöður til að gera eitthvað að viti,“ sagði Ásmundur. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Íslensku stelpurnar þurfa að ná eitthvað út úr leiknum og til að það þarf takist þarf bæði alvöru trú, mikla samvinnu og samheldni. Þjálfarar landsliðsins okkar á EM í Englandi leggja mikla áherslu á jákvæðnina og að glasið sé alltaf hálffullt. Þriðji og síðasti leikur liðsins í riðlinum er fram undan og nú reynir á mikinn andlegan styrk þegar margar eru með þreyttar fætur eftir átök síðustu tveggja leikja. Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari Þorsteins Halldórssonar, viðurkennir að það hafi verið þreyta í íslenska liðinu í seinni hálfleiknum á móti Ítalíu. „Það er töluvert álag á leikmönnunum okkar og þær eru búnar að leggja sig gríðarlega fram. Við gerðum breytingar í Ítalíuleiknum sem lyftu okkur aftur af stað og kannski kom okkur í þá stöðu að búa til þessi færi í lokin. Þær bara klára sig og klára sín verkefni og svo taka aðrar við,“ sagði Ásmundur. Íslenska liðið hélt jöfnu þrátt fyrir stórsókn Ítala og fékk síðan færi til að taka sigurinn í lokin. „Til þess að vera í þeirri stöðu þarf liðið að vera inn í leiknum. Við þurfum að standast áhlaupin og hafa góðan og þéttan varnarleik til þess að vera lifandi í leikjunum. Við erum að spila á móti hörku þjóðum,“ sagði Ásmundur. „Við erum taplaus enn þá sem er bara frábært. Það er frábært að vera í þessari stöðu að vera þannig lagað í bílstjórasæti fyrir síðasta leik. Við erum að sjá þjóðar ofar en við á heimslista tapa og tapa jafnvel stórt. Þetta er ekkert spaug að vera hérna og spila á þessu móti,“ sagði Ásmundur. Þrjár Norðurlandaþjóðir, Noregur, Danmörk og Finnlandi, eru allar úr leik á mótinu. Sandra Sigurðardóttir, markvörður íslenska liðsins á mikinn þátt í að íslenska liðið hefur náð í stig út úr báðum leikjum sínum til þessu. „Hún er búin að vera frábær. Ótrúlegur karakter, gefur okkur ótrúlega mikið. Hún veitir okkur frábært öryggi fyrir aftan línuna okkar. Þar sem kemst fram hjá varnarlínunni okkar það tekur hún flest,“ sagði Ásmundur. Íslensku stelpurnar verða að fá eitthvað út úr þessum Frakkaleik. „Við höfum gríðarlega mikla trú á því sem við erum að gera. Hvað okkar lið getur gert. Við sjáum alltaf glasið hálffullt heldur en hitt. Við sjáum möguleika, við erum í bílstjórasætinu og erum að fara að spila massífan leik á móti frábæru liði. Við ætlum bara að keyra á það,“ sagði Ásmundur og Frakkar eru með veikleika. „Það eru alltaf einhverjir veikleikar í öllum liðum og það er okkar að reyna að nýta okkur það og skapa stöður til að gera eitthvað að viti,“ sagði Ásmundur.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira