Áfengisneysla að öllu leyti skaðleg heilsu ungs fólks Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 17. júlí 2022 14:31 Ungt fólk að skemmta sér á Plaza del Sol í Barcelona. Thiago Prudencio/GettyImages Ríki heims þurfa að grípa til sértækra ráðstafana til þess að draga úr áfengisneyslu ungs fólks. Niðurstöður stærstu rannsóknar sem gerð hefur verið á áhrifum áfengisneyslu benda til þess að þær séu að öllu leyti skaðlegar ungu fólki, en geti í hófi dregið úr sjúkdómum eldra fólks. Þessi könnun var birt í hinu virta vísindariti The Lancet undir lok vikunnar og er talin sú umfangsmesta sem gerð hefur verið á áhrif áfengisneyslu á manninn. Hún nær yfir 30 ára tímabil, frá 1990 til 2020 og nær til 204ra landa. Getur fyrirbyggt sjúkdóma eldra fólks Helsta niðurstaða rannsóknarinnar er í stuttu máli að áfengisneysla er slæm að flestu leyti. Þó eru á því undantekningar, en þær gilda eingöngu fyrir fólk sem er 40 ára og eldra. Fyrir fólk undir 40 ára er ekkert jákvætt við að neyta áfengis. Út frá sjónarhóli heilbrigðis það er að segja. Þegar fólk hefur náð fertugsaldri getur verið jákvætt að neyta u.þ.b. 2ja glasa af víni á dag, það getur einkum dregið úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og líkum á sykursýki. Það má rekja til þess að áfengi inniheldur etanól, sem eykur framleiðni „góðs“ kólesteróls. Túlka þarf jákvæð áhrif með varúð Juan Turnes, talsmaður Lifrarrannsóknarstofnunar Spánar, segir í samtali við El País að túlka verði niðurstöðurnar um jákvæð áhrif áfengisneyslu með mikilli varúð. Þrátt fyrir allt þá leiði áfengisneysla oft til fíknar og meðmæli með því að neyta tveggja glasa af víni á dag leiði oft til aukinnar drykkju, sem aldrei geti verið jákvæð. Emmanuela Gakidou, prófessor við Washington-háskóla, sem stýrði rannsókninni, segir niðurstöðurnar skýrar að einu leyti: Ungt fólk eigi alls ekki að neyta áfengis. Eldra fólk geti hins vegar haft lítinn ávinning af hóflegri neyslu. Hún segir ekki raunsætt að ætla sér að ungt fólk haldi sig frá neyslu áfengra drykkja en hins vegar sé mikilvægt að það taki þá ákvörðun á upplýstum forsendum. Karlar valda sér skaða með drykkju sinni Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess í útfærðum tölum að 1,3 milljarðar manna í heiminum neyti áfengis með skaðlegum hætti. Þar eru karlar í yfirgnæfandi meirihluta, en rúmur milljarður karla veldur sér skaða með áfengisneyslu sinni. Sá hópur sem veldur sér mestum skaða eru karlar undir fertugu. Höfundar rannsóknarinnar ganga svo langt að fullyrða að grípa þurfi til sértækra ráðstafana til þess að draga úr áfengisneyslu yngri kynslóða svo draga megi úr þeirri skaðsemi sem áfengisneysla valdi um heim allan. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Þessi könnun var birt í hinu virta vísindariti The Lancet undir lok vikunnar og er talin sú umfangsmesta sem gerð hefur verið á áhrif áfengisneyslu á manninn. Hún nær yfir 30 ára tímabil, frá 1990 til 2020 og nær til 204ra landa. Getur fyrirbyggt sjúkdóma eldra fólks Helsta niðurstaða rannsóknarinnar er í stuttu máli að áfengisneysla er slæm að flestu leyti. Þó eru á því undantekningar, en þær gilda eingöngu fyrir fólk sem er 40 ára og eldra. Fyrir fólk undir 40 ára er ekkert jákvætt við að neyta áfengis. Út frá sjónarhóli heilbrigðis það er að segja. Þegar fólk hefur náð fertugsaldri getur verið jákvætt að neyta u.þ.b. 2ja glasa af víni á dag, það getur einkum dregið úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og líkum á sykursýki. Það má rekja til þess að áfengi inniheldur etanól, sem eykur framleiðni „góðs“ kólesteróls. Túlka þarf jákvæð áhrif með varúð Juan Turnes, talsmaður Lifrarrannsóknarstofnunar Spánar, segir í samtali við El País að túlka verði niðurstöðurnar um jákvæð áhrif áfengisneyslu með mikilli varúð. Þrátt fyrir allt þá leiði áfengisneysla oft til fíknar og meðmæli með því að neyta tveggja glasa af víni á dag leiði oft til aukinnar drykkju, sem aldrei geti verið jákvæð. Emmanuela Gakidou, prófessor við Washington-háskóla, sem stýrði rannsókninni, segir niðurstöðurnar skýrar að einu leyti: Ungt fólk eigi alls ekki að neyta áfengis. Eldra fólk geti hins vegar haft lítinn ávinning af hóflegri neyslu. Hún segir ekki raunsætt að ætla sér að ungt fólk haldi sig frá neyslu áfengra drykkja en hins vegar sé mikilvægt að það taki þá ákvörðun á upplýstum forsendum. Karlar valda sér skaða með drykkju sinni Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess í útfærðum tölum að 1,3 milljarðar manna í heiminum neyti áfengis með skaðlegum hætti. Þar eru karlar í yfirgnæfandi meirihluta, en rúmur milljarður karla veldur sér skaða með áfengisneyslu sinni. Sá hópur sem veldur sér mestum skaða eru karlar undir fertugu. Höfundar rannsóknarinnar ganga svo langt að fullyrða að grípa þurfi til sértækra ráðstafana til þess að draga úr áfengisneyslu yngri kynslóða svo draga megi úr þeirri skaðsemi sem áfengisneysla valdi um heim allan.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira