Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Óskar Ófeigur Jónsson og Sverrir Mar Smárason skrifa 18. júlí 2022 21:15 Tárvotar stelpurnar þökkuðu fyrir stuðninginn. Vísir/Vilhelm Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. Franska liðið skoraði fyrsta mark leiksins strax eftir 45 sekúndur. Melvine Malard og Clara Matéo spiluðu sig þá inn í teig Íslands og Malard skoraði með skoti í gegnum klof Glódísar sem Sandra í marki Íslands kom engum vörnum við. Franska liðið sótti hart fyrir vatnspásuna í fyrri hálfleik en eftir hana beit Íslenska liðið aðeins frá sér. Nokkuð sanngjörn staða í hálfleik 0-1, Frökkum í vil. Í síðari hálfleik skoruðu Frakkar tvö mörk sem bæði voru dæmd af eftir myndbandsdómgæslu. Fyrst var Malard aftur á ferð á 68. mínútu en fyrir innan þegar hún fékk sendinguna og þar með rangstæð. Svo á 89. mínútu var það varamaðurinn Grace Geyoro sem kom boltanum yfir línuna en hafði leikið boltanum með höndinni. Myndbandsdómarar voru í aðalhlutverki því Íslands fékk svo dæmda vítaspyrnu á 101. mínútu eftir að Ouleymata Sarr felldi Gunnhildi Yrsu eftir hornspyrnu. Dagný Brynjarsdóttir fór á punktinn og skoraði örugglega. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og Ísland úr leik. Umfjöllun, viðtöl, myndir, Twitter-frétt og fleira væntanlegt. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta
Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. Franska liðið skoraði fyrsta mark leiksins strax eftir 45 sekúndur. Melvine Malard og Clara Matéo spiluðu sig þá inn í teig Íslands og Malard skoraði með skoti í gegnum klof Glódísar sem Sandra í marki Íslands kom engum vörnum við. Franska liðið sótti hart fyrir vatnspásuna í fyrri hálfleik en eftir hana beit Íslenska liðið aðeins frá sér. Nokkuð sanngjörn staða í hálfleik 0-1, Frökkum í vil. Í síðari hálfleik skoruðu Frakkar tvö mörk sem bæði voru dæmd af eftir myndbandsdómgæslu. Fyrst var Malard aftur á ferð á 68. mínútu en fyrir innan þegar hún fékk sendinguna og þar með rangstæð. Svo á 89. mínútu var það varamaðurinn Grace Geyoro sem kom boltanum yfir línuna en hafði leikið boltanum með höndinni. Myndbandsdómarar voru í aðalhlutverki því Íslands fékk svo dæmda vítaspyrnu á 101. mínútu eftir að Ouleymata Sarr felldi Gunnhildi Yrsu eftir hornspyrnu. Dagný Brynjarsdóttir fór á punktinn og skoraði örugglega. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og Ísland úr leik. Umfjöllun, viðtöl, myndir, Twitter-frétt og fleira væntanlegt.