Fótbolti

Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“

Árni Jóhannsson skrifar
Íslensku stuðningsmennirnir stóðu sig vel allan leikinn eins og áður.
Íslensku stuðningsmennirnir stóðu sig vel allan leikinn eins og áður. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram.

Það var lítil hætta á að fólk myndi missa af þessu en þó rétt að brýna fólk eins og Eva Ben gerði fyrr í dag.

Við fengum stuðning frá heimamönnum sem var vel þeginn.

Og ánægja var með breytingar á byrjunarliðinu sem voru jákvæðar fyrir sóknarleik liðsins en það var nauðsynlegt að skora mark eða mörk í kvöld. Þó er það ekki tekið út með sældinni því að breytingar vekja umtal og geta verið gagnrýniverðar eins og breytingar á vörninni báru með sér.

Knattspyrnusambandi Evrópu fannst rétt að rifja upp mark Íslands á móti Ítalíu og fagnaðarlæti Karólínu og það var vel séð.

Andinn var orðinn rosalegur rétt fyrir leikinn. 

Adam og Eva voru ekki lengi í paradís en Frakkar skoruðu mark eftir 45 sekúndur. Sumir meðhöndla áfallið með kaldhæðni. Það er líka allt í lagi.

Andinn var samt engu minni enda nóg eftir.

Það voru fleiri sem voru í andnauð allan leikinn nánast en undirritaður

.Við vorum á leiðinni áfram þegar þriðjungur var liðinn.

Einn besti íþróttapenni í heimi var með puttann á púlsinum og með góðan mola í hálfleik.

Glódís Perla hélt áfram að heilla land og þjóð. Það var verðskuldað.

Ég veit ekki hvort Steini þjálfari hafi verið með Twitterinn opinn á bekknum en hann svaraði kallinu allavega um miðbik seinni hálfleiks.

Dómarinn fékk sínar skvettur en frönsku leikmennirnir fóru of auðveldlega niður.

Myndbandsdómararnir komu þríeykinu til bjargar þó. Það var enn séns þegar um 20 mínútur voru eftir.

Íslendingar voru einstaklega óheppið lið fyrir framan markið á mótinu og það kostaði liðið svakalega.

Við erum samt stolt af okkar stelpum. Þær geta farið heim með höfuðið hátt.

Aftur fengum við náð fyrir augum VAR.

Leikurinn var góður, það er engu logið þar um en það var því miður ekki nóg.

Við getum verið sammála að skiptingin á Söru Björk var skrýtin enda var hún búin að standa sig vel.

Svo skoruðum við þegar 11 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en það skipti engu máli þar sem flautað var af eftir að vítaspyrnan var tekin. Mjög skrítið og við erum á leiðinni heim. En stoltið er gríðalegt þrátt fyrir að við höfum ekki farið áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×