Stenson gengur til liðs við LIV og verður ekki fyrirliði Evrópu í Ryder-bikarnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júlí 2022 13:46 Henrik Stenson verður ekki fyrirliði Evrópu í Ryder-bikarnum. Stuart Franklin/R&A/R&A via Getty Images Sænski golfarinn Henrik Stenson hefur misst stöðu sína sem fyrirliði evrópska liðsins í Ryder-bikarnum. Búist er við því að Stenson gangi til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina í golfi á næstu dögum. Stenson tók við stöðu fyrirliða evrópska liðsins í mars á þessu ári af Padraig Harrington. Svíinn hefur sex sinnum tekið þátt í Ryder-bikarnum, en hann var varafyrirliði liðsins í fyrra. Þessi 46 ára kylfingur hafði verið orðaður við LIV-mótaröðina áður en hann tók við stöðu fyrirliða. Hann sagði þó á blaðamannafundi á sínum tíma að hann væri skuldbundinn fyrirliðastöðunni og evrópska liðinu. Sögusagnir um það að Stenson myndi ganga til liðs við LIV-mótaröðina fóru þó aftur á flug eftir að kylfingurinn komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska mótinu sem fram fór um helgina. Eftir að ljóst var að hann hefði ekki komist í gegnum niðurskurðinn sagði Stenson að hann væri enn að íhuga framtíðina. BREAKING: Former Open Champion Henrik Stenson stripped of Team Europe Ryder Cup captaincy and expected to join LIV Golf series. pic.twitter.com/aHWZHFiCKV— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 20, 2022 Evrópska Ryder-liðið sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem greint er frá því að Stenson muni ekki gegna stöðu fyrirliða. „Við getum staðfest það að tími Henrik Stenson verður ekki fyrirliði evrópska liðsins í Ryder-bikarnum á Marco Simone Golf and Country Club í Róm, Ítalíu, frá 25. september til 1. október 2023,“ sagði í tilkynningu liðsins. „Í ljósi þeirra ákvarðana sem Henrik tók varðandi sínar persónulegu kringumstæður hefur okkur verið gert ljóst að hann mun ekki geta uppfyllt þær skuldbindingar sem samningur hans við evrópska Ryder-liðið kveður á um. Því er ómögulegt fyrir hann að halda stöðu sinni sem fyrirliði.“ „Nýr fyrirliði evrópska liðsins verður kynntur þegar að því kemur. Evrópska liðið mun ekki tjá sig frekar um málið fyrr.“ A statement from Ryder Cup Europe.— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) July 20, 2022 Golf LIV-mótaröðin Ryder-bikarinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Fleiri fréttir McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Stenson tók við stöðu fyrirliða evrópska liðsins í mars á þessu ári af Padraig Harrington. Svíinn hefur sex sinnum tekið þátt í Ryder-bikarnum, en hann var varafyrirliði liðsins í fyrra. Þessi 46 ára kylfingur hafði verið orðaður við LIV-mótaröðina áður en hann tók við stöðu fyrirliða. Hann sagði þó á blaðamannafundi á sínum tíma að hann væri skuldbundinn fyrirliðastöðunni og evrópska liðinu. Sögusagnir um það að Stenson myndi ganga til liðs við LIV-mótaröðina fóru þó aftur á flug eftir að kylfingurinn komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska mótinu sem fram fór um helgina. Eftir að ljóst var að hann hefði ekki komist í gegnum niðurskurðinn sagði Stenson að hann væri enn að íhuga framtíðina. BREAKING: Former Open Champion Henrik Stenson stripped of Team Europe Ryder Cup captaincy and expected to join LIV Golf series. pic.twitter.com/aHWZHFiCKV— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 20, 2022 Evrópska Ryder-liðið sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem greint er frá því að Stenson muni ekki gegna stöðu fyrirliða. „Við getum staðfest það að tími Henrik Stenson verður ekki fyrirliði evrópska liðsins í Ryder-bikarnum á Marco Simone Golf and Country Club í Róm, Ítalíu, frá 25. september til 1. október 2023,“ sagði í tilkynningu liðsins. „Í ljósi þeirra ákvarðana sem Henrik tók varðandi sínar persónulegu kringumstæður hefur okkur verið gert ljóst að hann mun ekki geta uppfyllt þær skuldbindingar sem samningur hans við evrópska Ryder-liðið kveður á um. Því er ómögulegt fyrir hann að halda stöðu sinni sem fyrirliði.“ „Nýr fyrirliði evrópska liðsins verður kynntur þegar að því kemur. Evrópska liðið mun ekki tjá sig frekar um málið fyrr.“ A statement from Ryder Cup Europe.— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) July 20, 2022
Golf LIV-mótaröðin Ryder-bikarinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Fleiri fréttir McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira