Brighton vill átta milljarða fyrir Cucurella Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 08:31 Hinn hárprúði Mark Cucurella gæti orðið leikmaður Manchester City. Þó aðeins en Brighton & Hove Albion lækkar verðmiðann. Gareth Fuller/Getty Images Pep Guardiola þarf að borga 50 milljónir punda eða rúmlega átta milljarða íslenskra króna til að fá Marc Cucurella, bakvörð Brighton & Hove Albion, í sínar raðir. Englandsmeistarar Manchester City eru enn á ný í leit að nýjum bakverði. Oleksandr Zinchenko er farinn til Arsenal og Benjamin Mendy er í fangelsi og mun líklega aldrei spila knattspyrnu aftur sem atvinnumaður. Guardiola vantar því nýjan bakvörð í annars ágæta bakvarðarsveit sína. Hann horfir hýru auga til landa síns Cucurella sem gekk í raðir Brighton á síðasta ári. Hinn 23 ára gamli Cucurella lék með Barcelona á sínum yngri árum og hefur heillað með spilamennsku sinni á Englandi. Cucurella kostaði Brighton rúmlega 17 milljónir punda en félagið hefur lítinn áhuga á að láta hann fara nema það fái vel borgað. Manchester City bauð 30 milljónir punda í leikmanninn en því tilboði hefur einfaldlega verið hafnað. Brighton vill 50 milljónir punda og ekki krónu minna. Hann yrði ekki fyrsti 50 milljón punda bakvörður City-liðsins en Kyle Walker og áðurnefndur Mendy kostuðu einnig 50 milljónir eða meira á sínum tíma. Brighton turn down Man City offer for Marc Cucurella. Bid ~£30m well below #BHAFC ~£50m valuation & flatly rejected. Talks at early stage + set to continue but #MCFC minded to walk away unless price lowered. By @polballus @AndyNaylorBHAFC @TheAthleticUK https://t.co/xowsAEptqT— David Ornstein (@David_Ornstein) July 21, 2022 David Ornstein, blaðamaður The Athletic, greinir frá því að Man City sé ekki tilbúið að borga uppsett verð og muni snúa sér að öðrum skotmörkum neiti Brighton að lækka verðið á leikmanninum. Man City er ríkjandi Englandsmeistari á meðan Brighton endaði í 9. sæti á síðustu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Fleiri fréttir Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistökin“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Sjá meira
Englandsmeistarar Manchester City eru enn á ný í leit að nýjum bakverði. Oleksandr Zinchenko er farinn til Arsenal og Benjamin Mendy er í fangelsi og mun líklega aldrei spila knattspyrnu aftur sem atvinnumaður. Guardiola vantar því nýjan bakvörð í annars ágæta bakvarðarsveit sína. Hann horfir hýru auga til landa síns Cucurella sem gekk í raðir Brighton á síðasta ári. Hinn 23 ára gamli Cucurella lék með Barcelona á sínum yngri árum og hefur heillað með spilamennsku sinni á Englandi. Cucurella kostaði Brighton rúmlega 17 milljónir punda en félagið hefur lítinn áhuga á að láta hann fara nema það fái vel borgað. Manchester City bauð 30 milljónir punda í leikmanninn en því tilboði hefur einfaldlega verið hafnað. Brighton vill 50 milljónir punda og ekki krónu minna. Hann yrði ekki fyrsti 50 milljón punda bakvörður City-liðsins en Kyle Walker og áðurnefndur Mendy kostuðu einnig 50 milljónir eða meira á sínum tíma. Brighton turn down Man City offer for Marc Cucurella. Bid ~£30m well below #BHAFC ~£50m valuation & flatly rejected. Talks at early stage + set to continue but #MCFC minded to walk away unless price lowered. By @polballus @AndyNaylorBHAFC @TheAthleticUK https://t.co/xowsAEptqT— David Ornstein (@David_Ornstein) July 21, 2022 David Ornstein, blaðamaður The Athletic, greinir frá því að Man City sé ekki tilbúið að borga uppsett verð og muni snúa sér að öðrum skotmörkum neiti Brighton að lækka verðið á leikmanninum. Man City er ríkjandi Englandsmeistari á meðan Brighton endaði í 9. sæti á síðustu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Fleiri fréttir Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistökin“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Sjá meira