Segir ekki tilefni til að blása af útihátíðir um Verslunarmannahelgina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2022 11:33 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki tilefni til að blása af útihátíðir um Verslunarmannahelgina. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir ekki tilefni til að blása af útihátíðir og aðrar samkomur vegna kórónuveirunnar. Um þrjú hundruð greinast nú dag hvern, í miklum meirihluta eldri borgarar. Heldur færri eru að greinast smitaðir af kórónuveirunni núna en undanfarnar vikur. Rúmlega þrjú hundruð greinast nú dag hvern og um tuttugu eru inniliggjandi á sjúkrahúsi með Covid og tveir á gjörgæslu. „Þetta var alveg á milli fjögur- og fimm hundruð fyrir tveimur, þremur vikum síðan. Þannig að þetta hefur stabíliserast nokkuð,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Meðal þeirra sem séu að greinast séu erlendir ferðamenn. „Við vitum það að það eru ferðamenn sem geta verið að smitast hér eða jafnvel komið með smit með sér og svo eru líka smit í skemmtiferðaskipum sem eru að koma hérna þannig að þetta er víða.“ Ekki sé tilefni til að blása af samkomur um Verslunarmannahelgina. „Auðvitað getur það orðið við svona stórar samkomur að það verði smit en vel að merkja að þessi smit sem við höfum mestar áhyggjur af eru hjá eldra fólki. Og samkomurnar um verslunarmannahelgina eru kannski mest hjá yngra fólki,“ segir Þórólfur. Flestir þeirra sem séu að greinast smitaðir séu að smitast af veirunni í fyrsta sinn. „Langflestir sem eru að smitast núna er fólk sem er að fá þetta í fyrsta sinn. Tölurnar núna eru svona á milli tíu og tuttugu prósent af þeim af þessum daglegu smitum sem við erum að greina er hjá fólki sem er að endursmitast og þá í annað sinn. Það eru ekki margir sem eru að greinast í þriðja sinn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gífurlegt álag á heilbrigðisstofnunum vegna ferðamanna og Covid-smita Heilbrigðisstofnanir landsins hafa verið undir miklu álagi undanfarið, erfiðara hefur reynst að manna vaktir og ferðamannastraumur hefur bætt gráu ofan á svarta Covid-bylgju. Forsvarsmenn heilbrigðisstofnana eru sammála um að mjög þungt sé að sinna aðsókninni nú í sumar. 20. júlí 2022 12:32 Fjölgun endursmita sýni fram á dvínandi vernd Endursmitum af völdum Covid-19 hefur fjölgað hér á landi upp á síðkastið. Fjölgunin sýnir fram á að því lengra frá fyrsta smiti, því líklegra að fólk endursmitist og því merki um dvínandi vernd gegn Covid-19 veirunni. 20. júlí 2022 10:02 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Sjá meira
Heldur færri eru að greinast smitaðir af kórónuveirunni núna en undanfarnar vikur. Rúmlega þrjú hundruð greinast nú dag hvern og um tuttugu eru inniliggjandi á sjúkrahúsi með Covid og tveir á gjörgæslu. „Þetta var alveg á milli fjögur- og fimm hundruð fyrir tveimur, þremur vikum síðan. Þannig að þetta hefur stabíliserast nokkuð,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Meðal þeirra sem séu að greinast séu erlendir ferðamenn. „Við vitum það að það eru ferðamenn sem geta verið að smitast hér eða jafnvel komið með smit með sér og svo eru líka smit í skemmtiferðaskipum sem eru að koma hérna þannig að þetta er víða.“ Ekki sé tilefni til að blása af samkomur um Verslunarmannahelgina. „Auðvitað getur það orðið við svona stórar samkomur að það verði smit en vel að merkja að þessi smit sem við höfum mestar áhyggjur af eru hjá eldra fólki. Og samkomurnar um verslunarmannahelgina eru kannski mest hjá yngra fólki,“ segir Þórólfur. Flestir þeirra sem séu að greinast smitaðir séu að smitast af veirunni í fyrsta sinn. „Langflestir sem eru að smitast núna er fólk sem er að fá þetta í fyrsta sinn. Tölurnar núna eru svona á milli tíu og tuttugu prósent af þeim af þessum daglegu smitum sem við erum að greina er hjá fólki sem er að endursmitast og þá í annað sinn. Það eru ekki margir sem eru að greinast í þriðja sinn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gífurlegt álag á heilbrigðisstofnunum vegna ferðamanna og Covid-smita Heilbrigðisstofnanir landsins hafa verið undir miklu álagi undanfarið, erfiðara hefur reynst að manna vaktir og ferðamannastraumur hefur bætt gráu ofan á svarta Covid-bylgju. Forsvarsmenn heilbrigðisstofnana eru sammála um að mjög þungt sé að sinna aðsókninni nú í sumar. 20. júlí 2022 12:32 Fjölgun endursmita sýni fram á dvínandi vernd Endursmitum af völdum Covid-19 hefur fjölgað hér á landi upp á síðkastið. Fjölgunin sýnir fram á að því lengra frá fyrsta smiti, því líklegra að fólk endursmitist og því merki um dvínandi vernd gegn Covid-19 veirunni. 20. júlí 2022 10:02 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Sjá meira
Gífurlegt álag á heilbrigðisstofnunum vegna ferðamanna og Covid-smita Heilbrigðisstofnanir landsins hafa verið undir miklu álagi undanfarið, erfiðara hefur reynst að manna vaktir og ferðamannastraumur hefur bætt gráu ofan á svarta Covid-bylgju. Forsvarsmenn heilbrigðisstofnana eru sammála um að mjög þungt sé að sinna aðsókninni nú í sumar. 20. júlí 2022 12:32
Fjölgun endursmita sýni fram á dvínandi vernd Endursmitum af völdum Covid-19 hefur fjölgað hér á landi upp á síðkastið. Fjölgunin sýnir fram á að því lengra frá fyrsta smiti, því líklegra að fólk endursmitist og því merki um dvínandi vernd gegn Covid-19 veirunni. 20. júlí 2022 10:02