Fékk sér humar, steik og kjúkling í matinn Sindri Sverrisson skrifar 22. júlí 2022 08:30 Lydia Ko átti góðan fyrsta hring á Evian meistaramótinu í gær og ætlar sér að vinna mótið í annað sinn á ferlinum. Getty/Stuart Franklin Mikill hiti dregur orkuna úr kylfingum á Evian risamótinu í golfi sem nú stendur yfir í Frakklandi. Kylfingarnir gæta þess því að drekka og borða nóg en Lydia Ko segist hálfskammast sín yfir því magni af mat sem hún innbyrðir. Ko var þremur höggum á eftir hinni japönsku Ayaka Furue eftir fyrsta hring í gær en keppendur hafa nú margir hafið keppni á öðrum hring. Í viðtali við Golf Channel ræddi Ko um matarvenjur sínar á mótinu og sagðist meðal annars hafa fundið sig knúna til að plata starfsfólk hótelsins sem hún dvelur á, svo mikið þurfi hún að borða. „Það er rétt. Ég pantaði humarsalat, steik og kjúkling með frönskum, grænar baunir, spínat og tvo safa,“ sagði hin 25 ára gamla Ko sem stefnir á sinn þriðja risamótstitil eftir að hafa unnið Evian mótið 2015 og ANA Inspiration árið 2016. „Ég pantaði mat sem hefði dugað þremur manneskjum um daginn og ég skammaðist mín, svo ég sagði þeim sem kom með matinn á herbergið að það hefðu kannski verið tvær manneskjur í herberginu, en það var bara ein. Ég kláraði 95% af matnum, svo þetta var svolítið skammarleg stund, en maturinn hérna er virkilega góður,“ sagði Ko létt í bragði. Maturinn fór greinilega vel í hana því hún fékk engan skolla og lék á 66 höggum í gær. Hnífjöfn keppni er á toppnum á Evian meistaramótinu en bein útsending er á Stöð 2 Golf klukkan 9 og svo aftur klukkan 13:30. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ko var þremur höggum á eftir hinni japönsku Ayaka Furue eftir fyrsta hring í gær en keppendur hafa nú margir hafið keppni á öðrum hring. Í viðtali við Golf Channel ræddi Ko um matarvenjur sínar á mótinu og sagðist meðal annars hafa fundið sig knúna til að plata starfsfólk hótelsins sem hún dvelur á, svo mikið þurfi hún að borða. „Það er rétt. Ég pantaði humarsalat, steik og kjúkling með frönskum, grænar baunir, spínat og tvo safa,“ sagði hin 25 ára gamla Ko sem stefnir á sinn þriðja risamótstitil eftir að hafa unnið Evian mótið 2015 og ANA Inspiration árið 2016. „Ég pantaði mat sem hefði dugað þremur manneskjum um daginn og ég skammaðist mín, svo ég sagði þeim sem kom með matinn á herbergið að það hefðu kannski verið tvær manneskjur í herberginu, en það var bara ein. Ég kláraði 95% af matnum, svo þetta var svolítið skammarleg stund, en maturinn hérna er virkilega góður,“ sagði Ko létt í bragði. Maturinn fór greinilega vel í hana því hún fékk engan skolla og lék á 66 höggum í gær. Hnífjöfn keppni er á toppnum á Evian meistaramótinu en bein útsending er á Stöð 2 Golf klukkan 9 og svo aftur klukkan 13:30. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira