Má gera ráð fyrir því að margir gestir hátíðarinnar hafi alist upp við þetta lag og því er ekki að undra að lagið eigi pláss í danssenu Íslendinga í dag. Blaðamaður tók púlsinn á Fannari Frey gítarleikara Stuðlabandsins, sem sagði að stemningin á Kótelettunni hafi verið ótrúleg.
4000 manns hoppandi og syngjandi
„Þegar við gengum á sviðið þá fann maður strax að það var eitthvað í loftinu. Það voru þarna 4000 manns fyrir framan okkur og strax í fyrsta lagi varð allt brjálað. Það voru bókstaflega allir hoppandi og syngjandi með allan tímann.
Þegar við tókum síðan Í larí lei þá ætlaði allt um koll að keyra,“
segir Fannar.
Sjón er sögu ríkari en hér má sjá myndbandið:
Stórkostlegt sumar
Stuðlabandið hefur átt annasamt sumar og spilað víðs vegar um landið. Fannar segir að það sé ýmislegt spennandi á döfinni.
„Sumarið er búið að vera algjörlega stórkostlegt. Við erum búnir að vera að spila tvö til þrjú gigg í viku síðan að allt fór í gang aftur eftir Covid, vorum meðal annars á Lopapeysunni á Akranesi og svo á Eistnaflugi helgina eftir sem var algjörlega magnað.“
Bandið er núna á fullu að undirbúa sig fyrir Verslunarmannahelgina. „Þá helgi spilum við á Unglingalandsmóti á Selfossi, sveitaballi á Flúðum og klárum síðan helgina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þar sem Magnús Kjartan söngvari mun stýra brekkusöngnum og Stuðlabandið mun síðan leika fyrir dansi langt fram á nótt,“ segir Fannar að lokum.