Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn kveður Bjarki Sigurðsson skrifar 24. júlí 2022 23:59 Hópurinn Bleiki fíllinn ætlar að hætta störfum í núverandi mynd. Bleiki fíllinn Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn sem hefur verið áberandi í Vestmannaeyjum í kringum Verslunarmannahelgina ætlar að hætta störfum, að minnsta kosti í núverandi mynd. Í færslu á Facebook-síðu hópsins segir að á þeim tíu árum sem hópurinn starfaði hafi landslagið í kringum kynferðisofbeldi gjörbreyst. „Orðræðan var allt önnur og viðhorf til kynferðisofbeldis voru oftast nær einföld; þagga niður þetta óþægilega mein samfélags okkar. Slagorð okkar voru því skýr: Það er bleikur fíll í stofunni, vandamál sem allir vita af en enginn vill ræða. Því þarf að breyta,“ segir í færslunni. Síðan hópurinn hóf störf hafa verið tvær MeToo-byltingar og segir hópurinn mikið hafa áunnist. Þó sé enn langt í land. „Við í hópnum erum þó orðin lúin og teljum að nú séu kaflaskil í starfi okkar. Hver sem framtíðin verður viljum við nota tækifærið nú og þakka fyrir ómetanlegan stuðning gegnum árin,“ segir í færslunni. Hópurinn endar færslu sína á skilaboðum til Eyjamanna og þeirra sem heimsækja eyjuna um Verslunarmannahelgina til að fagna Þjóðhátíð. „Þegar þið berið merki hópsins eruð þið að stuðla að vitundarvakningu og umræðu. Ekki hætta því. Þannig eruð þið hluti af lausninni en ekki vandanum. Þið viljið ekki bleika fíla í ykkar liði, þið viljið að fólk ræði um mikilvægi samþykkis, þið styðjið þolendur, þið viljið ekki stinga hausnum í sandinn, þið viljið stuðla að breytingum. Takk og aftur takk.“ Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram í fyrsta skiptið síðan árið 2019 um næstu helgi. Hátíðinni hefur verið frestað síðustu tvö ár vegna heimsfaraldurs Covid-19. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Sjá meira
Í færslu á Facebook-síðu hópsins segir að á þeim tíu árum sem hópurinn starfaði hafi landslagið í kringum kynferðisofbeldi gjörbreyst. „Orðræðan var allt önnur og viðhorf til kynferðisofbeldis voru oftast nær einföld; þagga niður þetta óþægilega mein samfélags okkar. Slagorð okkar voru því skýr: Það er bleikur fíll í stofunni, vandamál sem allir vita af en enginn vill ræða. Því þarf að breyta,“ segir í færslunni. Síðan hópurinn hóf störf hafa verið tvær MeToo-byltingar og segir hópurinn mikið hafa áunnist. Þó sé enn langt í land. „Við í hópnum erum þó orðin lúin og teljum að nú séu kaflaskil í starfi okkar. Hver sem framtíðin verður viljum við nota tækifærið nú og þakka fyrir ómetanlegan stuðning gegnum árin,“ segir í færslunni. Hópurinn endar færslu sína á skilaboðum til Eyjamanna og þeirra sem heimsækja eyjuna um Verslunarmannahelgina til að fagna Þjóðhátíð. „Þegar þið berið merki hópsins eruð þið að stuðla að vitundarvakningu og umræðu. Ekki hætta því. Þannig eruð þið hluti af lausninni en ekki vandanum. Þið viljið ekki bleika fíla í ykkar liði, þið viljið að fólk ræði um mikilvægi samþykkis, þið styðjið þolendur, þið viljið ekki stinga hausnum í sandinn, þið viljið stuðla að breytingum. Takk og aftur takk.“ Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram í fyrsta skiptið síðan árið 2019 um næstu helgi. Hátíðinni hefur verið frestað síðustu tvö ár vegna heimsfaraldurs Covid-19.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Sjá meira