Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. júlí 2022 12:01 Svandís segist skilja strandveiðimenn á Norður- og Austurlandi vel og það sé hennar ætlun að útrýma ójöfnuði í strandveiðikerfinu með frumvarpi á næsta þingi. vísir/vilhelm Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. Strandveiðitímabilinu lauk síðasta fimmtudag þegar allur þorskkvóti tímabilsins kláraðist. Samtals voru ríflega ellefu þúsund tonn af þorski veidd á tímabilinu. „Þetta er mesta magn frá upphafi sem fer í strandveiðar og mesta virði sem fæst fyrir aflann í strandveiðum frá upphafi. Þannig að það er jákvætt en við sitjum eftir sem áður uppi með það að tímabilið er stutt og mætti svo sannarlega vera lengra en það er lengri tíma mál að koma því í kring,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Ósáttir strandveiðimenn Strandveiðimenn á Norður- og Austurlandi eru gríðarlega ósáttir en stærsti þorskurinn gengur fyrst á Vesturlandið og er fyrst nú að færast yfir á Austurland. Þeir verða því af verðmætasta fiskinum. „Þegar hann er orðinn stór og öflugur þá er einfaldlega tíminn búinn fyrir norðan og austan. Þetta þarf að endurskoða og ég hef boðað það að ég muni koma með frumvarp þess efnis fyrir þingið að taka upp svæðaskiptinguna aftur með það að markmiði að auka jöfnuð milli landsvæða,“ segir Svandís. Hún greindi fyrr í mánuðinum frá þessum áformum sínum en með frumvarpinu yrði lagt til að hverfa aftur til fyrra kerfis um svæðisskiptan kvóta, svo allir strandveiðimenn landsins veiði ekki úr sama potti eins og nú og strandveiðimenn á Austurlandi verði af besta fiskinum. Í frumvarpinu hyggst hún skipta kvótanum niður eftir fjölda báta á hverju svæði fyrir sig. Strandveiðimenn á Austurlandi hafa kallað eftir því að ráðherrann bregðist við ástandinu í sumar og auki við kvótann strax. „Það eru ekki mörg spil sem ég hef á hendi en mér finnst það skipta mjög miklu máli að þessir aðilar viti hvert minn hugur stefnir og að mitt markmið er að jafna þessa aðstöðu eins og nokkurs er kostur. Það að grípa til ráðstafana núna á næstu vikum og mánuðum er ekki eitthvað sem er á borðinu,“ segir Svandís. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Strandveiðitímabilinu lauk síðasta fimmtudag þegar allur þorskkvóti tímabilsins kláraðist. Samtals voru ríflega ellefu þúsund tonn af þorski veidd á tímabilinu. „Þetta er mesta magn frá upphafi sem fer í strandveiðar og mesta virði sem fæst fyrir aflann í strandveiðum frá upphafi. Þannig að það er jákvætt en við sitjum eftir sem áður uppi með það að tímabilið er stutt og mætti svo sannarlega vera lengra en það er lengri tíma mál að koma því í kring,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Ósáttir strandveiðimenn Strandveiðimenn á Norður- og Austurlandi eru gríðarlega ósáttir en stærsti þorskurinn gengur fyrst á Vesturlandið og er fyrst nú að færast yfir á Austurland. Þeir verða því af verðmætasta fiskinum. „Þegar hann er orðinn stór og öflugur þá er einfaldlega tíminn búinn fyrir norðan og austan. Þetta þarf að endurskoða og ég hef boðað það að ég muni koma með frumvarp þess efnis fyrir þingið að taka upp svæðaskiptinguna aftur með það að markmiði að auka jöfnuð milli landsvæða,“ segir Svandís. Hún greindi fyrr í mánuðinum frá þessum áformum sínum en með frumvarpinu yrði lagt til að hverfa aftur til fyrra kerfis um svæðisskiptan kvóta, svo allir strandveiðimenn landsins veiði ekki úr sama potti eins og nú og strandveiðimenn á Austurlandi verði af besta fiskinum. Í frumvarpinu hyggst hún skipta kvótanum niður eftir fjölda báta á hverju svæði fyrir sig. Strandveiðimenn á Austurlandi hafa kallað eftir því að ráðherrann bregðist við ástandinu í sumar og auki við kvótann strax. „Það eru ekki mörg spil sem ég hef á hendi en mér finnst það skipta mjög miklu máli að þessir aðilar viti hvert minn hugur stefnir og að mitt markmið er að jafna þessa aðstöðu eins og nokkurs er kostur. Það að grípa til ráðstafana núna á næstu vikum og mánuðum er ekki eitthvað sem er á borðinu,“ segir Svandís.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira