Fótbolti

Sjáðu hælspyrnuna og hin mörkin sem komu Ljónynjunum í úrslitaleik EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ensku stelpurnar fagna hér marki Fran Kirby sem kom enska liðinu í 4-0.
Ensku stelpurnar fagna hér marki Fran Kirby sem kom enska liðinu í 4-0. AP/Nick Potts

Enska landsliðið er komið í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir 4-0 sigur á Svíum í undanúrslitaleiknum í gærkvöldi.

Enska liðið hefur unnið alla leiki sína á mótinu og er nú búið að spila nítján leiki í röð án taps undir stjórn Sarinu Wiegman.

Sænsku stelpurnar byrjuðu mun betur og voru óheppnar að skora ekki að minnsta kosti eitt mark á fyrstu 25 mínútum leiksins en það var markahæsta kona mótsins, Beth Mead, sem skoraði fyrsta mark leiksins.

Lucy Bronze kom síðan enska liðinu í 2-0 með skallamarki eftir sendingu Mead í upphafi seinni hálfleiksins.

Svíarnir brotnuðu aftur á móti endanlega þegar varamaðurinn Alessia Russo skoraði þriðja markið með hælspyrnu á 68. mínútur og Fran Kirby innsiglaði síðan sigurinn með fjórða markinu.

Hér fyrir ofan og neðan má sjá þessi fjögur mörk Ljónynjanna í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×