Mjög sérstök framkoma að greiða ekki laun fyrir helgina Árni Sæberg skrifar 27. júlí 2022 14:24 Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson Formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu segir það mjög sérstaka framkomu af hálfu Fjársýslu ríkisins ef rétt reynist að hún hafi brugðið frá venjunni með því að greiða ekki út laun fyrr en fyrsta virka dag mánaðar. Forstöðumaður mannauðs- og launasviðs Fjársýslu ríkisins segir stofnunina ávallt hafa greitt laun með sama fyrirkomulagi. Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis segir í samtali við Vísi að honum hafi ekki borist neinar kvartanir frá félagsmönnum Sameykis vegna þess að laun þeirra verða ekki greidd út fyrr en á þriðjudag eftir verslunarmannahelgi. „En það er algjört aukaatriði. Það er hefðin eftir því sem ég best veit að ganga frá greiðslu launa á síðasta virka degi fyrir fyrsta virka dag nýs mánaðar. Þannig að launafólk sé komið með greiðslu inn á sína reikninga til að geta borgað reikninga fyrir sínum skuldbindingum,“ segir Þórarinn. Hann segir ótrúlegt að ríkisstarfsmenn, sér í lagi heilbrigðisstarfsmenn, sem staðið hafa vaktina í faraldri Covid-19 og margir hverjir einangrað sig félagslega til þess að draga úr hættunni á að bera smit milli manna fái þessar köldu kveðjur frá Fjársýslunni. „Þetta er ósómi,“ segir Þórarinn. Hluti af góðri stefnu að koma starfsfólki ekki í vanda Þórarinn segir að ef raunin sé að Fjársýslan sé nauðbeygð af lögum til að greiða ávallt laun fyrsta virka dag hvers mánaðar án undantekninga verði einfaldlega að breyta lögunum. „Miðað við að allar skuldbindingar sem fólk er með eru venjulega með gjalddaga fyrsta hvers mánaðar, þá er bara klárt að það þyrfti að breyta því. Þannig að það falli á sama dag, greiðsla skuldbindinga og launa,“ segir hann. Þá segir hann að ríkinu sé í lófa lagið að haga launagreiðslum eins og best verði fyrir komið fyrir launþegana. Um sé að ræða rafrænar greiðslur sem ekkert mál sé að stilla á fyrsta dag hvers mánaðar, burt séð frá því hvort það sé virkur dagur. „Hvernig dettur fólki þá í hug að vera að tefja þetta fram á annan? Ég bara skil þetta ekki,“ segir hann. „Það er hluti af góðri mannauðsstjórnun og stefnu að vera ekki að setja fólk í neinn vanda. Það er bara hluti af góðum starfsháttum,“ segir Þórarinn. Ekki rétt að um breytingu sé að ræða Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Helga Jóhannesdóttir, forstöðumaður mannauðs- og launasviðs Fjársýslu ríkisins, að ekki sé rétt að Fjársýslan beiti óvænt heimild til að greiða laun á fyrsta virka degi nýs mánaðar, en það kom fram í Fréttablaðinu í gær. „Fjársýsla ríkisins hefur ávallt greitt laun ríkisstarfsmanna fyrsta virkan daga hvers mánaðar í samræmi við 10. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og ákvæði ráðningarsamninga ríkisstarfsmanna, og er því ekki um breytingu að ræða frá því sem áður hefur verið,“ segir í svari Helgu. Þá bendir hún á tilkynningu á vef Fjársýslunnar um útborgun launa um mánaðarmótin. „Að gefnu tilefni minnum við á að laun skulu greidd fyrsta virka dag hvers mánaðar skv. 10.gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Þar sem 1. ágúst ber upp á frídag verslunarmanna er útborgunardagur launa þriðjudaginn 2. ágúst n.k.,“ segir í tilkynningunni. Þá segir Helga að álíka tilkynningar hafi til dæmis verið birtar á vefnum dagana 28.2.2020,29.5.2020. 29.10.2020 og 26.7.2021 og því sé ekki rétt að Fjársýslan greiði laun á óeðlilegum tíma núna. Athygli vekur að 1. ágúst í fyrra féll á sunnudag og laun ríkisstarfsmanna voru því ekki greidd út fyrr en 3. ágúst, að því er segir í tilkynningu frá 26. júlí 2021. Uppfært kl. 15:27. Frá því að fréttin var birt hafa fjölmargir ríkisstarfsmenn sett sig í samband við Vísi og sagst ekki kannast við orð Helgu. Þeir hafi ávallt, nema einu sinni í maí á þessu ári, fengið laun sín greidd síðasta virka dag mánaðar þegar fyrsti dagur mánaðar lendir ekki á virkum degi. Kjaramál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira
Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis segir í samtali við Vísi að honum hafi ekki borist neinar kvartanir frá félagsmönnum Sameykis vegna þess að laun þeirra verða ekki greidd út fyrr en á þriðjudag eftir verslunarmannahelgi. „En það er algjört aukaatriði. Það er hefðin eftir því sem ég best veit að ganga frá greiðslu launa á síðasta virka degi fyrir fyrsta virka dag nýs mánaðar. Þannig að launafólk sé komið með greiðslu inn á sína reikninga til að geta borgað reikninga fyrir sínum skuldbindingum,“ segir Þórarinn. Hann segir ótrúlegt að ríkisstarfsmenn, sér í lagi heilbrigðisstarfsmenn, sem staðið hafa vaktina í faraldri Covid-19 og margir hverjir einangrað sig félagslega til þess að draga úr hættunni á að bera smit milli manna fái þessar köldu kveðjur frá Fjársýslunni. „Þetta er ósómi,“ segir Þórarinn. Hluti af góðri stefnu að koma starfsfólki ekki í vanda Þórarinn segir að ef raunin sé að Fjársýslan sé nauðbeygð af lögum til að greiða ávallt laun fyrsta virka dag hvers mánaðar án undantekninga verði einfaldlega að breyta lögunum. „Miðað við að allar skuldbindingar sem fólk er með eru venjulega með gjalddaga fyrsta hvers mánaðar, þá er bara klárt að það þyrfti að breyta því. Þannig að það falli á sama dag, greiðsla skuldbindinga og launa,“ segir hann. Þá segir hann að ríkinu sé í lófa lagið að haga launagreiðslum eins og best verði fyrir komið fyrir launþegana. Um sé að ræða rafrænar greiðslur sem ekkert mál sé að stilla á fyrsta dag hvers mánaðar, burt séð frá því hvort það sé virkur dagur. „Hvernig dettur fólki þá í hug að vera að tefja þetta fram á annan? Ég bara skil þetta ekki,“ segir hann. „Það er hluti af góðri mannauðsstjórnun og stefnu að vera ekki að setja fólk í neinn vanda. Það er bara hluti af góðum starfsháttum,“ segir Þórarinn. Ekki rétt að um breytingu sé að ræða Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Helga Jóhannesdóttir, forstöðumaður mannauðs- og launasviðs Fjársýslu ríkisins, að ekki sé rétt að Fjársýslan beiti óvænt heimild til að greiða laun á fyrsta virka degi nýs mánaðar, en það kom fram í Fréttablaðinu í gær. „Fjársýsla ríkisins hefur ávallt greitt laun ríkisstarfsmanna fyrsta virkan daga hvers mánaðar í samræmi við 10. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og ákvæði ráðningarsamninga ríkisstarfsmanna, og er því ekki um breytingu að ræða frá því sem áður hefur verið,“ segir í svari Helgu. Þá bendir hún á tilkynningu á vef Fjársýslunnar um útborgun launa um mánaðarmótin. „Að gefnu tilefni minnum við á að laun skulu greidd fyrsta virka dag hvers mánaðar skv. 10.gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Þar sem 1. ágúst ber upp á frídag verslunarmanna er útborgunardagur launa þriðjudaginn 2. ágúst n.k.,“ segir í tilkynningunni. Þá segir Helga að álíka tilkynningar hafi til dæmis verið birtar á vefnum dagana 28.2.2020,29.5.2020. 29.10.2020 og 26.7.2021 og því sé ekki rétt að Fjársýslan greiði laun á óeðlilegum tíma núna. Athygli vekur að 1. ágúst í fyrra féll á sunnudag og laun ríkisstarfsmanna voru því ekki greidd út fyrr en 3. ágúst, að því er segir í tilkynningu frá 26. júlí 2021. Uppfært kl. 15:27. Frá því að fréttin var birt hafa fjölmargir ríkisstarfsmenn sett sig í samband við Vísi og sagst ekki kannast við orð Helgu. Þeir hafi ávallt, nema einu sinni í maí á þessu ári, fengið laun sín greidd síðasta virka dag mánaðar þegar fyrsti dagur mánaðar lendir ekki á virkum degi.
Kjaramál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira