Segir þolmarkadag jarðar skuggalega framarlega á árinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júlí 2022 11:45 Yfirdráttardagur jarðar er í dag. Getty Jarðarbúar eru komnir að þolmörkum á nýtingu auðlinda jarðar. Það þýðir að frá og með deginum í dag göngum við hraðar á auðlindir jarðar en þær ná að endurnýja sig. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að dagurinn sé skuggalega framarlega á almanaksárinu og ítrekar að aðgerða sé þörf. Það má segja að eftir daginn í dag taki jarðarbúar yfirdrátt á auðlindir jarðar út árið. Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, segir að öll auðlindanotkun verði ósjálfbær eftir daginn í dag. Ég sé hér að árið 1972 þá var dagurinn í desember, svo árið 1982 var hann í nóvember og svo koll af kolli. Dagurinn hefur verið í október, september og ágúst. Dagurinn er semsagt að færast framar og framar á árinu er það ekki rétt? „Já það er skuggalega þróunin. Þessi dagur er að færast framar. Við erum að verða ósjálfbærari með hverju árinu. Í upphafi mælingar var hann í lok desember og nú er hann kominn í júli. Það sem er okkar áskorun er að færa daginn aftur og helst að hann verði ekki á dagatalinu, það er vonandi eitthvað sem við náum.“ Jóhannes segir að til þess að ná því markmiði þurfi allir að leggjast á eitt, fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar. „Auðvitað hefur ríkisstjórnin og Ísland skuldbundið sig til þess að verða sjálfbærari. Við erum með markmið um kolefnishlutleysi, við erum búin að skrifa undir parísarsamkomulagið þannig við erum með alls konar samninga til þess að reyna að ná markmiði um sjálfbærni.“ „Svo er ýmislegt sem einstaklingar geta gert. Við getum reynt að verða sjálfbærari með því að borða minna af kjöti eða keyra minna. Það er ýmislegt sem fyrirtæki geta gert. Þau geta sett sér markmið í loftslagsmálum, sjálfbærnistefnu, reynt að menga minna þannig það er margt sem hægt er að gera.“ Sagði Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson sem hvetur alla til að prófa sjálfbæran lífsstíl. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Það má segja að eftir daginn í dag taki jarðarbúar yfirdrátt á auðlindir jarðar út árið. Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, segir að öll auðlindanotkun verði ósjálfbær eftir daginn í dag. Ég sé hér að árið 1972 þá var dagurinn í desember, svo árið 1982 var hann í nóvember og svo koll af kolli. Dagurinn hefur verið í október, september og ágúst. Dagurinn er semsagt að færast framar og framar á árinu er það ekki rétt? „Já það er skuggalega þróunin. Þessi dagur er að færast framar. Við erum að verða ósjálfbærari með hverju árinu. Í upphafi mælingar var hann í lok desember og nú er hann kominn í júli. Það sem er okkar áskorun er að færa daginn aftur og helst að hann verði ekki á dagatalinu, það er vonandi eitthvað sem við náum.“ Jóhannes segir að til þess að ná því markmiði þurfi allir að leggjast á eitt, fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar. „Auðvitað hefur ríkisstjórnin og Ísland skuldbundið sig til þess að verða sjálfbærari. Við erum með markmið um kolefnishlutleysi, við erum búin að skrifa undir parísarsamkomulagið þannig við erum með alls konar samninga til þess að reyna að ná markmiði um sjálfbærni.“ „Svo er ýmislegt sem einstaklingar geta gert. Við getum reynt að verða sjálfbærari með því að borða minna af kjöti eða keyra minna. Það er ýmislegt sem fyrirtæki geta gert. Þau geta sett sér markmið í loftslagsmálum, sjálfbærnistefnu, reynt að menga minna þannig það er margt sem hægt er að gera.“ Sagði Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson sem hvetur alla til að prófa sjálfbæran lífsstíl.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira