Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 5-0 | Blikar kaffærðu KR á lokakafla leiksins Sindri Már Fannarsson skrifar 28. júlí 2022 22:08 Blikar fara vel af stað eftir landsleikjahléið. Vísir/Diego Breiðablik tók á móti KR í 11. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í kvöld en leikið var að nýju eftir rúmlega mánaðar pásu á deildinni vegna Evrópumóts kvenna í knattspyrnu. Breiðablik komst yfir í fyrri hálfleik og á síðustu 20 mínútunum bættu þær fjórum mörkum við til viðbótar. Mörkin skoruðu Agla María Albertsdóttir, Clara Sigurðardóttir, Laufey Harpa Halldórsdóttir og Karitas Tómasdóttir, sem setti tvö. Það voru miklar vendingar í byrjunarliðunum en liðin styrktu sig um þrjá leikmenn hvort í félagaskiptaglugganum sem var lokað í gær og byrjuðu allir sex nýliðarnir. Eva Nichole Persson og Agla María Albertsdóttir, sem komu frá Häcken í Svíþjóð, byrjuðu leikinn í liði Blika og sömuleiðis Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, sem er komin til baka úr láni í Keflavík. Í liði KR voru nýliðarnir þrír Hannah Tillet, sem kom frá Bandaríkjunum, Lílja Lív Margrétardóttir frá Gróttu og Thelma Björk Einarsdóttir frá Val. Hæg byrjun en skemmtunin óx Leikurinn fór nokkuð hægt af stað og liðin skiptust á hálffærum, Agla María virtist staðráðin í því að skora en hún lét oft vaða fyrir utan teig án þess að mikið kæmi upp úr því. Eftir rúmlega hálftíma leik kom fyrsta alvöru færi leiksins. Vigdís Lilja átti skot í slánna fyrir utan teig og Anna Petryk náði frákastinu og skallaði í stöngina á sama tíma og hún var dregin niður. Þar hafa Blikar verið ósáttir við að vera ekki komnar yfir. Breiðablik komst þó yfir stuttu seinna, en þá tók Karítas Tómasdóttir flottan sprett hægra megin inn á teig KR-inga og renndi boltanum í vinstra hornið, framhjá Corneliu Sundelius í marki KR. Blikar voru sterkari það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir komst í frábært færi þar sem hún fékk boltann djúpt á eigin vallarhelmingi í kjölfar hornspyrnu KR-inga og tók sprettinn alla leið í teiginn hinu megin, frábært hlaup en skotið ekki nógu gott. Rétt áður en flautað var til hálfleiks áttu Blikar hornspyrnu og KR-ingar björguðu á línu, en Blikar unnu þrjú fráköst í röð og náðu skotum án þess að koma þeim í netið. Blikar verðskuldað yfir í hálfleik en leikurinn nokkuð jafn. KR-ingar mættu í seinni hálfleikinn af miklum krafti og hafðu stjórn á leiknum lengi vel. Á tímabili var ekki að sjá hvort liðið væri í toppbaráttu og hvort væri í botnbaráttu. Á 71. mínútu skoruðu Blikar þó úr hornspyrnu, Karitas skallaði eftir fyrirgjöf Áslaugar Mundu, og eftir það var ekki aftur snúið, Breiðablik skoraði aftur og aftur. Fimm mínútum seinna skoraði Agla María þriðja markið, þá hafði Áslaug Munda komist ein á móti markverði og rennt boltanum til hliðar á Öglu Maríu sem skoraði í autt markið. Á 82. mínútu skoraði Clara Sigurðardóttir keimlíkt mark nema með skalla eftir undirbúning Karenar Maríu Sigurðardóttur. Lokamarkið kom svo á 88. mínútu og það var sama uppskrift með öðrum leikmönnum, Margrét Brynja Kristinsdóttir sem var nýkominn inná og með boltann í fyrsta sinn, var ódekkuð hægra megin á móti markverði og renndi boltanum til vinstri á Laufey Hörpu Halldórsdóttur sem renndi boltanum í autt markið. 5-0 lokatölur. Áslaug Munda var síógnandi í sóknarleik Blika. Vísir/Diego Af hverju vann Breiðablik? Eins og fram hefur komið var leikurinn nokkuð jafn framan af, 5-0 eru kannski ekki úrslit sem endurspegla leikinn hárrétt. Breiðablik sýndu gæðin sem þær hafa fram á við í lok leiks og gerðu út af um leikinn. Hverjar stóðu upp úr? Karitas Tómasdóttir, Agla María og Áslaug Munda voru allar frábærar í sóknarleik Blika. Einnig er vert að nefna miðjumenn KR-inga, sem áttu stórgóðar 70 mínútur eða svo. Hannah Tillet, nýr miðjumaður KR-inga stóð sérstaklega upp úr. Hvað gekk illa? Varnarleikur KR-inga í lok leiks var ekki nógu góður. Breiðablik skoraði nánast sama markið þrisvar í röð, svo það verður að setja einhver spurningamerki við vinstri bak- og miðverði KR-inga. Hvað gerist næst? Breiðablik eru sem stendur í öðru sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Val. KR eru í því níunda, þremur stigum á eftir Þór/KA og Keflavík sem eiga bæði leik inni auk þess að vera með betri markatölu. Næsti leikur Blika er eftir viku, gegn Keflavík á Kópavogsvelli. KR-ingar fá hinsvegar Stjörnuna í heimsókn sama kvöld. Ásmundur: Karítas kom okkur á bragðið „Það er soldið skondið að segja það svona í lok júlí en svona framan af leik þá upplifði maður smá svona vorbrag af leiknum, enda liðin að komast í gang aftur eftir langt hlé. Við vorum mikið með boltann, við sköpuðum okkur svona þokkaleg hálffæri. Það vantaði lengi vel herslumuninn, að troða boltanum inn, þangað til að Karítas tók eitt af sínum frægu hlaupum upp völlinn og opnaði leikinn fyrir okkur. Mér fannst KR-liðið vera vel skipulagt og spila framan af leik mjög vel en þegar líða fór á seinni hálfleikinn þá fór þetta að opnast meira og eftir að við skorum annað markið þá var þetta eiginlega aldrei spurning. Niðurstaðan er góð ig við erum virkilega ánægð,“ sagði Ásmundur í samtali við Vísi eftir leikinn. Arnar Páll: Sáttur við fyrsta klukkutímann Arnar Páll Garðarsson, annar þjálfara KR, var sáttur með upphaf leiksins þó að hann hafi þróast á versta veg. „Fyrstu 60-65 mínúturnar eru eitthvað sem við erum alveg ánægðir með og óheppin í seinni hálfleik að komast ekki í 1-1. Auðvitað fengu Blikar einhver færi í fyrri hálfleik og voru að komast í góðar stöður en við díluðum ágætlega við það. Það sem var svona mest svekkjandi var að nýta ekki þessi tvö virkilega góðu færi sem við fáum hérna á fyrstu 10-15 mínútunum í seinni hálfleik. En svo ganga Breiðablik bara á lagið og þetta voru alltof einföld mistök af okkar hálfu. Síðustu þrjú mörkin þeirra eru eiginlega bara alveg eins, eitthvað sem við eigum að geta komið betur í veg fyrir, þar sem við erum bara að gera illa í pressu og bara ekki að pikka réttu mennina út og gefa þeim svæði sem við áttum alls ekki að gefa eftir. Þannig að, neinei, ég held að þetta sé ekkert endilega rétt niðurstaða en við þurfum bara að vera betri í svona aðstæðum,“ sagði Arnar Páll Garðarsson, annar þjálfara KR, í samtali við Vísi eftir leik. Bergdís Fanney Einarsdóttir fór meidd útaf um miðjan seinni hálfleik. „Eina sem ég veit er að ökklinn á henni er þrefaldur, ekkert meira en það. Vonandi er það ekkert alvarlegt, vonandi er það bara einhver bólga“, sagði Arnar Páll sem er ánægður með að fá deildina aftur í gang. „Kannski ekki gaman að byrja á þennan hátt, en jú auðvitað bara gaman að byrja aftur. Þetta eru búnar að vera langar vikur og þær eru búnar að æfa eins og skepnur. Það er leiðinlegt að við höfum ekki náð að sýna það almennilega í dag en frábært að byrja aftur og vonandi getum við bara lært af þessum leik og mætt á móti Stjörnunni og tekið þrjú stig“, sagði Arnar Páll Garðarsson, annar þjálfara KR, í viðtali við Vísi eftir leik. Besta deild kvenna Breiðablik KR
Breiðablik tók á móti KR í 11. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í kvöld en leikið var að nýju eftir rúmlega mánaðar pásu á deildinni vegna Evrópumóts kvenna í knattspyrnu. Breiðablik komst yfir í fyrri hálfleik og á síðustu 20 mínútunum bættu þær fjórum mörkum við til viðbótar. Mörkin skoruðu Agla María Albertsdóttir, Clara Sigurðardóttir, Laufey Harpa Halldórsdóttir og Karitas Tómasdóttir, sem setti tvö. Það voru miklar vendingar í byrjunarliðunum en liðin styrktu sig um þrjá leikmenn hvort í félagaskiptaglugganum sem var lokað í gær og byrjuðu allir sex nýliðarnir. Eva Nichole Persson og Agla María Albertsdóttir, sem komu frá Häcken í Svíþjóð, byrjuðu leikinn í liði Blika og sömuleiðis Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, sem er komin til baka úr láni í Keflavík. Í liði KR voru nýliðarnir þrír Hannah Tillet, sem kom frá Bandaríkjunum, Lílja Lív Margrétardóttir frá Gróttu og Thelma Björk Einarsdóttir frá Val. Hæg byrjun en skemmtunin óx Leikurinn fór nokkuð hægt af stað og liðin skiptust á hálffærum, Agla María virtist staðráðin í því að skora en hún lét oft vaða fyrir utan teig án þess að mikið kæmi upp úr því. Eftir rúmlega hálftíma leik kom fyrsta alvöru færi leiksins. Vigdís Lilja átti skot í slánna fyrir utan teig og Anna Petryk náði frákastinu og skallaði í stöngina á sama tíma og hún var dregin niður. Þar hafa Blikar verið ósáttir við að vera ekki komnar yfir. Breiðablik komst þó yfir stuttu seinna, en þá tók Karítas Tómasdóttir flottan sprett hægra megin inn á teig KR-inga og renndi boltanum í vinstra hornið, framhjá Corneliu Sundelius í marki KR. Blikar voru sterkari það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir komst í frábært færi þar sem hún fékk boltann djúpt á eigin vallarhelmingi í kjölfar hornspyrnu KR-inga og tók sprettinn alla leið í teiginn hinu megin, frábært hlaup en skotið ekki nógu gott. Rétt áður en flautað var til hálfleiks áttu Blikar hornspyrnu og KR-ingar björguðu á línu, en Blikar unnu þrjú fráköst í röð og náðu skotum án þess að koma þeim í netið. Blikar verðskuldað yfir í hálfleik en leikurinn nokkuð jafn. KR-ingar mættu í seinni hálfleikinn af miklum krafti og hafðu stjórn á leiknum lengi vel. Á tímabili var ekki að sjá hvort liðið væri í toppbaráttu og hvort væri í botnbaráttu. Á 71. mínútu skoruðu Blikar þó úr hornspyrnu, Karitas skallaði eftir fyrirgjöf Áslaugar Mundu, og eftir það var ekki aftur snúið, Breiðablik skoraði aftur og aftur. Fimm mínútum seinna skoraði Agla María þriðja markið, þá hafði Áslaug Munda komist ein á móti markverði og rennt boltanum til hliðar á Öglu Maríu sem skoraði í autt markið. Á 82. mínútu skoraði Clara Sigurðardóttir keimlíkt mark nema með skalla eftir undirbúning Karenar Maríu Sigurðardóttur. Lokamarkið kom svo á 88. mínútu og það var sama uppskrift með öðrum leikmönnum, Margrét Brynja Kristinsdóttir sem var nýkominn inná og með boltann í fyrsta sinn, var ódekkuð hægra megin á móti markverði og renndi boltanum til vinstri á Laufey Hörpu Halldórsdóttur sem renndi boltanum í autt markið. 5-0 lokatölur. Áslaug Munda var síógnandi í sóknarleik Blika. Vísir/Diego Af hverju vann Breiðablik? Eins og fram hefur komið var leikurinn nokkuð jafn framan af, 5-0 eru kannski ekki úrslit sem endurspegla leikinn hárrétt. Breiðablik sýndu gæðin sem þær hafa fram á við í lok leiks og gerðu út af um leikinn. Hverjar stóðu upp úr? Karitas Tómasdóttir, Agla María og Áslaug Munda voru allar frábærar í sóknarleik Blika. Einnig er vert að nefna miðjumenn KR-inga, sem áttu stórgóðar 70 mínútur eða svo. Hannah Tillet, nýr miðjumaður KR-inga stóð sérstaklega upp úr. Hvað gekk illa? Varnarleikur KR-inga í lok leiks var ekki nógu góður. Breiðablik skoraði nánast sama markið þrisvar í röð, svo það verður að setja einhver spurningamerki við vinstri bak- og miðverði KR-inga. Hvað gerist næst? Breiðablik eru sem stendur í öðru sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Val. KR eru í því níunda, þremur stigum á eftir Þór/KA og Keflavík sem eiga bæði leik inni auk þess að vera með betri markatölu. Næsti leikur Blika er eftir viku, gegn Keflavík á Kópavogsvelli. KR-ingar fá hinsvegar Stjörnuna í heimsókn sama kvöld. Ásmundur: Karítas kom okkur á bragðið „Það er soldið skondið að segja það svona í lok júlí en svona framan af leik þá upplifði maður smá svona vorbrag af leiknum, enda liðin að komast í gang aftur eftir langt hlé. Við vorum mikið með boltann, við sköpuðum okkur svona þokkaleg hálffæri. Það vantaði lengi vel herslumuninn, að troða boltanum inn, þangað til að Karítas tók eitt af sínum frægu hlaupum upp völlinn og opnaði leikinn fyrir okkur. Mér fannst KR-liðið vera vel skipulagt og spila framan af leik mjög vel en þegar líða fór á seinni hálfleikinn þá fór þetta að opnast meira og eftir að við skorum annað markið þá var þetta eiginlega aldrei spurning. Niðurstaðan er góð ig við erum virkilega ánægð,“ sagði Ásmundur í samtali við Vísi eftir leikinn. Arnar Páll: Sáttur við fyrsta klukkutímann Arnar Páll Garðarsson, annar þjálfara KR, var sáttur með upphaf leiksins þó að hann hafi þróast á versta veg. „Fyrstu 60-65 mínúturnar eru eitthvað sem við erum alveg ánægðir með og óheppin í seinni hálfleik að komast ekki í 1-1. Auðvitað fengu Blikar einhver færi í fyrri hálfleik og voru að komast í góðar stöður en við díluðum ágætlega við það. Það sem var svona mest svekkjandi var að nýta ekki þessi tvö virkilega góðu færi sem við fáum hérna á fyrstu 10-15 mínútunum í seinni hálfleik. En svo ganga Breiðablik bara á lagið og þetta voru alltof einföld mistök af okkar hálfu. Síðustu þrjú mörkin þeirra eru eiginlega bara alveg eins, eitthvað sem við eigum að geta komið betur í veg fyrir, þar sem við erum bara að gera illa í pressu og bara ekki að pikka réttu mennina út og gefa þeim svæði sem við áttum alls ekki að gefa eftir. Þannig að, neinei, ég held að þetta sé ekkert endilega rétt niðurstaða en við þurfum bara að vera betri í svona aðstæðum,“ sagði Arnar Páll Garðarsson, annar þjálfara KR, í samtali við Vísi eftir leik. Bergdís Fanney Einarsdóttir fór meidd útaf um miðjan seinni hálfleik. „Eina sem ég veit er að ökklinn á henni er þrefaldur, ekkert meira en það. Vonandi er það ekkert alvarlegt, vonandi er það bara einhver bólga“, sagði Arnar Páll sem er ánægður með að fá deildina aftur í gang. „Kannski ekki gaman að byrja á þennan hátt, en jú auðvitað bara gaman að byrja aftur. Þetta eru búnar að vera langar vikur og þær eru búnar að æfa eins og skepnur. Það er leiðinlegt að við höfum ekki náð að sýna það almennilega í dag en frábært að byrja aftur og vonandi getum við bara lært af þessum leik og mætt á móti Stjörnunni og tekið þrjú stig“, sagði Arnar Páll Garðarsson, annar þjálfara KR, í viðtali við Vísi eftir leik.