Brotist inn hjá enskri landsliðskonu á meðan hún var að spila á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2022 08:00 Georgia Stanway er liðsfélagi Glódísar Perlu, Karólínu Leu og Cecilíu Rán hjá Bayern München. AP/Alessandra Tarantino Þetta hefur verið vandamál hjá þekktustu fótboltakörlunum í Englandi en nú eru óprúttnir aðilar líka farnir að brjótast inn hjá ensku landsliðskonunum þegar þær eru að spila fyrir þjóð sína. Það fylgja því neikvæðir hliðar að vera orðnar þjóðþekktar persónur eftir frábæra frammistöðu sína á EM í Englandi. Englands stjärna utsatt för inbrott under Sverige-matchen https://t.co/9huP6qemJK— Sportbladet (@sportbladet) July 28, 2022 Georgia Stanway skoraði eftirminnilegt mark sem tryggði Englandi sigur á Spáni í átta liða úrslitunum og hjálpaði enska liðinu síðan að vinna undanúrslitaleikinn á móti Svíum á þriðjudagskvöldið. Stanway fagnaði sigri með liði sínu en fékk síðan slæmar fréttir að heiman þar sem innbrotsþjófar reyndu að brjótast inn í hús fjölskyldunnar. Þjófarnir héldu eflaust að öll fjölskyldan væri í Sheffield á undanúrslitaleiknum en ættingi hennar varð eftir heima. Hann kom þjófunum á óvart og þeir fóru tómhentir í burtu. Faðir Georgiu sagði frá atburðunum í samtali við The Sun. The match-winner A by @StanwayGeorgia #WEUROMoments | #WEURO2022 | @Lays_football pic.twitter.com/iedHbBBJDm— UEFA Women's EURO 2022 (@WEURO2022) July 20, 2022 „Þetta var súrsætur dagur. Við fengum nefnilega þær hræðilegu fréttir að einhverji hefðu brotist inn í húsið okkar en þeir héldu að við værum öll í burtu. Sem betur fer náði fjölskyldumeðlimur að stoppa þá en hann komst ekki á leikinn,“ sagði Paul, faðir Georgiu Stanway. Paul varaði nágranna sína við að það væru þjófar á ferðinni á svæðinu og óskaði líka eftir vitnum af innbrotinu. „Ég vil vara ykkur við því að gefa upplýsingar um að þið séuð að fara í burtu því það er skuggalegt fólk þarna úti. Læsið dyrum, hafið augun á húsi nágrannans og passið ykkur. Við þiggjum líka allar upplýsingar um innbrotið,“ sagði Paul. Innbrotsþjófurinn var á þrítugsaldri og vitorðsmennirnir hans biðu út í bíl á meðan. Hann mætti með Ikea poka sem hann ætlaði væntanlega að fylla af verðmætum. Georgia Stanway er 23 ára miðjumaður sem spilar með Íslendingaliðinu Bayern München í Þýskalandi. Hún spilaði með Blackburn Rovers í yngri flokkum en fór til Manchester City þegar hún var sextán ára gömul. "There's a different vibe, there's a different experience amongst the team" England are two wins away from a first major tournament trophy, Georgia Stanway scored the winning goal to knock out Spain in the quarter-finals pic.twitter.com/YRy2dxbwHV— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 25, 2022 EM 2022 í Englandi Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal að stela Eze frá Tottenham Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Leik lokið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á uppleið Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Sjá meira
Það fylgja því neikvæðir hliðar að vera orðnar þjóðþekktar persónur eftir frábæra frammistöðu sína á EM í Englandi. Englands stjärna utsatt för inbrott under Sverige-matchen https://t.co/9huP6qemJK— Sportbladet (@sportbladet) July 28, 2022 Georgia Stanway skoraði eftirminnilegt mark sem tryggði Englandi sigur á Spáni í átta liða úrslitunum og hjálpaði enska liðinu síðan að vinna undanúrslitaleikinn á móti Svíum á þriðjudagskvöldið. Stanway fagnaði sigri með liði sínu en fékk síðan slæmar fréttir að heiman þar sem innbrotsþjófar reyndu að brjótast inn í hús fjölskyldunnar. Þjófarnir héldu eflaust að öll fjölskyldan væri í Sheffield á undanúrslitaleiknum en ættingi hennar varð eftir heima. Hann kom þjófunum á óvart og þeir fóru tómhentir í burtu. Faðir Georgiu sagði frá atburðunum í samtali við The Sun. The match-winner A by @StanwayGeorgia #WEUROMoments | #WEURO2022 | @Lays_football pic.twitter.com/iedHbBBJDm— UEFA Women's EURO 2022 (@WEURO2022) July 20, 2022 „Þetta var súrsætur dagur. Við fengum nefnilega þær hræðilegu fréttir að einhverji hefðu brotist inn í húsið okkar en þeir héldu að við værum öll í burtu. Sem betur fer náði fjölskyldumeðlimur að stoppa þá en hann komst ekki á leikinn,“ sagði Paul, faðir Georgiu Stanway. Paul varaði nágranna sína við að það væru þjófar á ferðinni á svæðinu og óskaði líka eftir vitnum af innbrotinu. „Ég vil vara ykkur við því að gefa upplýsingar um að þið séuð að fara í burtu því það er skuggalegt fólk þarna úti. Læsið dyrum, hafið augun á húsi nágrannans og passið ykkur. Við þiggjum líka allar upplýsingar um innbrotið,“ sagði Paul. Innbrotsþjófurinn var á þrítugsaldri og vitorðsmennirnir hans biðu út í bíl á meðan. Hann mætti með Ikea poka sem hann ætlaði væntanlega að fylla af verðmætum. Georgia Stanway er 23 ára miðjumaður sem spilar með Íslendingaliðinu Bayern München í Þýskalandi. Hún spilaði með Blackburn Rovers í yngri flokkum en fór til Manchester City þegar hún var sextán ára gömul. "There's a different vibe, there's a different experience amongst the team" England are two wins away from a first major tournament trophy, Georgia Stanway scored the winning goal to knock out Spain in the quarter-finals pic.twitter.com/YRy2dxbwHV— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 25, 2022
EM 2022 í Englandi Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal að stela Eze frá Tottenham Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Leik lokið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á uppleið Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Sjá meira