Finau með yfirburði er hann vann annað mótið í röð: „Yndislegar tvær vikur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 15:01 Finau er í miklu stuði þessa dagana. Mike Mulholland/Getty Images Tony Finau er í miklu stuði á PGA-mótaröðinni í golfi þessa dagana. Hann vann mót helgarinnar nokkuð örugglega og hefur nú fagnað sigri á tveimur mótum í röð. Finau lék vel alla fjóra leikdagana á Rocket Mortgage Classic-mótinu sem kláraðist í gær. Bandaríkjamaðurinn vann þar með annað mót sitt í röð en hann fagnaði einnig sigri á 3M Open-mótinu síðustu helgi. Sigur hans var aldrei í mikilli hættu á lokadeginum í gær. Hann fékk sex fugla á lokahringnum og einn skolla til að ljúka mótinu á 26 höggum undir pari. Hann var með töluvert forskot en þeir Patrick Cantlay, Cameron Young og Taylor Pendrith voru jafnir í öðru sæti á 21 höggi undir pari, fimm höggum á eftir Finau. Another week, another win @TonyFinauGolf wins the @RocketClassic by 5 shots for back-to-back victories. pic.twitter.com/nboOqPmmYw— PGA TOUR (@PGATOUR) July 31, 2022 „En yndislegar tvær vikur sem þetta hafa verið,“ sagði Finau við blaðamenn eftir mót. „Ég vann golfmót síðustu helgi en af einhverri ástæðu var ég hálfsúr eftir það því ég fékk skolla á lokaholunni,“ „Ég held að það hafi gefið mér aukakraft og hvatningu til að komast aftur á toppinn í þessari viku og sanna mig sem sigurvegara,“ Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Finau lék vel alla fjóra leikdagana á Rocket Mortgage Classic-mótinu sem kláraðist í gær. Bandaríkjamaðurinn vann þar með annað mót sitt í röð en hann fagnaði einnig sigri á 3M Open-mótinu síðustu helgi. Sigur hans var aldrei í mikilli hættu á lokadeginum í gær. Hann fékk sex fugla á lokahringnum og einn skolla til að ljúka mótinu á 26 höggum undir pari. Hann var með töluvert forskot en þeir Patrick Cantlay, Cameron Young og Taylor Pendrith voru jafnir í öðru sæti á 21 höggi undir pari, fimm höggum á eftir Finau. Another week, another win @TonyFinauGolf wins the @RocketClassic by 5 shots for back-to-back victories. pic.twitter.com/nboOqPmmYw— PGA TOUR (@PGATOUR) July 31, 2022 „En yndislegar tvær vikur sem þetta hafa verið,“ sagði Finau við blaðamenn eftir mót. „Ég vann golfmót síðustu helgi en af einhverri ástæðu var ég hálfsúr eftir það því ég fékk skolla á lokaholunni,“ „Ég held að það hafi gefið mér aukakraft og hvatningu til að komast aftur á toppinn í þessari viku og sanna mig sem sigurvegara,“ Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira