Segjast hafa fundið út hvað sé í vatninu á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2022 08:30 Þuríður Erla Helgadóttir með Unbroken RTR brúsann sinn. Instagram/@thurihelgadottir Oft hefur fólk í CrossFit heiminum velt því fyrir sér hvað sé eiginlega í vatninu á Íslandi því hvernig gæti svona lítil þjóð annars skilað frá sér öllu þessu frábæra heimsklassa fólki inn í CrossFit íþróttina. Nú segist fólkið á Morning Chalk Up hafa fundið svarið. 350 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi hefur eignast fjóra heimsmeistara í CrossFit og margoft átt fólk á verðlaunapalli. Það er því ekkert skrýtið við það að CrossFit sérfræðingar og annað áhugafólk um íþróttina leiti reyni að leita uppi skýringa á „fyrirbærinu“. Þuríður Erla Helgadóttir hefur keppt á heimsleikunum í CrossFit undanfarin ár en oftar en ekki verið í skugganum af heimsmeisturunum Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Nú er Þuríður Erla aftur á móti sú íslenska kona sem náði bestum árangri í undanúrslitunum og er því vonarstjarna Íslands í ár. Þuríður Erla varð í þriðja sæti á Strength in Depth undanúrslitamótinu í London og er því mætt á sína sjöundu heimsleika sem hefjast á morgun. Í viðtali við CrossFit vefinn Morning Chalk Up ræðir Þuríður Erla hvað hún og fleiri íslenskir CrossFit íþróttamenn setja í vatnið sitt. Þar kemur í ljós að það sé Unbroken tafla sem hjálpi við endurheimt. Unbroken taflan fær mjög góða dóma hjá íslenska CrossFit fólkinu en hún er gerð úr norskum laxi og er með sítrónubragði. Þuríður Erla segir frá því af hverju hún tekur Unbroken töfluna og hvernig það skilaði sér í hennar dæmi. Hún hafði verið að taka Unbroken í tvö ár en eftir góð ráð frá fólkinu á bak við Unbroken þá breytti hún því hvernig hún taki töflunnar. View this post on Instagram A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) „Í maí breytti ég því hvernig ég tek inn Unbroken eftir að hafa fengið betri upplýsingar frá Unbroken teyminu. Ég byrjaði að taka eina á morgnana, tvær eða þrjá yfir daginn og svo eina áður en ég fór að sofa. Ég náði loksins þremur grænum endurheimtardögum í röð á Whoop appinu mínu,“ sagði Þuríður Erla Helgadóttir í viðtalinu. „Það var eina breytingin sem ég gerði. Næringin, teygjur og svefnvenjur voru stöðugar miðað við vikuna á undan. Ég finn fyrir minni eymslum og betri líðan,“ sagði Þuríður Erla. Það er einnig sagt frá því í greininni að fjöldi íþróttafólks á Íslandi neyti Unbroken töflunnar, ekki bara CrossFit fólk heldur einnig fólk í handbolta- og fótboltalandsliðinu sem og hjólreiðafólk og hlauparar. Aðalmarkmiðshópurinn er þó CrossFit fólk. CrossFit Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
350 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi hefur eignast fjóra heimsmeistara í CrossFit og margoft átt fólk á verðlaunapalli. Það er því ekkert skrýtið við það að CrossFit sérfræðingar og annað áhugafólk um íþróttina leiti reyni að leita uppi skýringa á „fyrirbærinu“. Þuríður Erla Helgadóttir hefur keppt á heimsleikunum í CrossFit undanfarin ár en oftar en ekki verið í skugganum af heimsmeisturunum Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Nú er Þuríður Erla aftur á móti sú íslenska kona sem náði bestum árangri í undanúrslitunum og er því vonarstjarna Íslands í ár. Þuríður Erla varð í þriðja sæti á Strength in Depth undanúrslitamótinu í London og er því mætt á sína sjöundu heimsleika sem hefjast á morgun. Í viðtali við CrossFit vefinn Morning Chalk Up ræðir Þuríður Erla hvað hún og fleiri íslenskir CrossFit íþróttamenn setja í vatnið sitt. Þar kemur í ljós að það sé Unbroken tafla sem hjálpi við endurheimt. Unbroken taflan fær mjög góða dóma hjá íslenska CrossFit fólkinu en hún er gerð úr norskum laxi og er með sítrónubragði. Þuríður Erla segir frá því af hverju hún tekur Unbroken töfluna og hvernig það skilaði sér í hennar dæmi. Hún hafði verið að taka Unbroken í tvö ár en eftir góð ráð frá fólkinu á bak við Unbroken þá breytti hún því hvernig hún taki töflunnar. View this post on Instagram A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) „Í maí breytti ég því hvernig ég tek inn Unbroken eftir að hafa fengið betri upplýsingar frá Unbroken teyminu. Ég byrjaði að taka eina á morgnana, tvær eða þrjá yfir daginn og svo eina áður en ég fór að sofa. Ég náði loksins þremur grænum endurheimtardögum í röð á Whoop appinu mínu,“ sagði Þuríður Erla Helgadóttir í viðtalinu. „Það var eina breytingin sem ég gerði. Næringin, teygjur og svefnvenjur voru stöðugar miðað við vikuna á undan. Ég finn fyrir minni eymslum og betri líðan,“ sagði Þuríður Erla. Það er einnig sagt frá því í greininni að fjöldi íþróttafólks á Íslandi neyti Unbroken töflunnar, ekki bara CrossFit fólk heldur einnig fólk í handbolta- og fótboltalandsliðinu sem og hjólreiðafólk og hlauparar. Aðalmarkmiðshópurinn er þó CrossFit fólk.
CrossFit Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira