Hjólað og hlaupið á fyrsta degi heimsleikanna í CrossFit: Þetta vitum við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2022 12:00 CrossFit Reykjavík er með öflugt lið á mótinu en fyrirliði þess er Anníe Mist Þórisdóttir. Instagram/@crossfitgames Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun en Ísland á sem fyrr flotta fulltrúa í heimsmeistarakeppni CrossFit íþróttarinnar. Björgvin Karl Guðmundsson, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir taka þátt í einstaklingskeppninni og lið CrossFit Reykjavíkur með Anníe Mist Þórisdóttur í fararbroddi keppir í liðakeppninni. Rökkvi Hrafn Guðnason og Bergrós Björnsdóttir keppa síðan í unglingakeppninni. Eins og venjan er þá er ekki vitað hvernig margar greinarnar verða en CrossFit samtökin eru þó farin að gefa eitthvað upp um nokkrar greinar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Nú veit íþróttafólkið þannig hvernig fyrsti dagurinn verður en keppni hefst á morgun miðvikudag. Það verður síðan frí á fimmtudaginn sem er kannski eins gott enda mun reyna mikið fætur keppenda á degi eitt. Það verður mikið hjólað og hlaupið á degi eitt og þá er ljóst að sundið bíður keppenda á laugardaginn. Keppni föstudagsins mun meðal annars fara fram í miðri borginni því samtökin hafa fengið leyfi frá borgaryfirvöldum Madison að keppa um götur bæjarins. Fyrsta greinin verður hjólagrein en í viðbót munu keppendur gera þekktar CrossFit æfingar, fyrst að fara 75 sinnum með tær upp í slá og svo með því að hífa sig 75 sinnum upp í slá. Keppendur byrja á að fara með 75 sinnum með tær í slá, hjóla síðan átta kílómetra, hífa sig 75 sinnum upp í slá og enda síðan á að hjóla aðra átta kílómetra. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Önnur greinin er tvískipt, kölluð 2A og 2B. Á fyrstu tveimur mínútum eiga keppendur að hlaupa 400 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Á næstu þremur mínútum eiga þeir að hlaupa 600 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Á síðustu fjórum mínútum eiga keppendur síðan að hlaupa 800 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Karlarnir lyfta 136 kílóum en konurnar 90 kílóum. Í 2A fá keppendur stig eftir því hversu fljótir þeir að klára öll þrjú hlaupin til samans en í 2B fá keppendur stig eftir því hversu margar endurtekningar af axlarlyftum þeir ná. Hér fyrir ofan má sjá samantekt af því sem er þegar vitað um keppni heimsleikanna í ár. Hér fyrir neðan er nánari útskýring á fyrstu tveimur greinunum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir taka þátt í einstaklingskeppninni og lið CrossFit Reykjavíkur með Anníe Mist Þórisdóttur í fararbroddi keppir í liðakeppninni. Rökkvi Hrafn Guðnason og Bergrós Björnsdóttir keppa síðan í unglingakeppninni. Eins og venjan er þá er ekki vitað hvernig margar greinarnar verða en CrossFit samtökin eru þó farin að gefa eitthvað upp um nokkrar greinar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Nú veit íþróttafólkið þannig hvernig fyrsti dagurinn verður en keppni hefst á morgun miðvikudag. Það verður síðan frí á fimmtudaginn sem er kannski eins gott enda mun reyna mikið fætur keppenda á degi eitt. Það verður mikið hjólað og hlaupið á degi eitt og þá er ljóst að sundið bíður keppenda á laugardaginn. Keppni föstudagsins mun meðal annars fara fram í miðri borginni því samtökin hafa fengið leyfi frá borgaryfirvöldum Madison að keppa um götur bæjarins. Fyrsta greinin verður hjólagrein en í viðbót munu keppendur gera þekktar CrossFit æfingar, fyrst að fara 75 sinnum með tær upp í slá og svo með því að hífa sig 75 sinnum upp í slá. Keppendur byrja á að fara með 75 sinnum með tær í slá, hjóla síðan átta kílómetra, hífa sig 75 sinnum upp í slá og enda síðan á að hjóla aðra átta kílómetra. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Önnur greinin er tvískipt, kölluð 2A og 2B. Á fyrstu tveimur mínútum eiga keppendur að hlaupa 400 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Á næstu þremur mínútum eiga þeir að hlaupa 600 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Á síðustu fjórum mínútum eiga keppendur síðan að hlaupa 800 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Karlarnir lyfta 136 kílóum en konurnar 90 kílóum. Í 2A fá keppendur stig eftir því hversu fljótir þeir að klára öll þrjú hlaupin til samans en í 2B fá keppendur stig eftir því hversu margar endurtekningar af axlarlyftum þeir ná. Hér fyrir ofan má sjá samantekt af því sem er þegar vitað um keppni heimsleikanna í ár. Hér fyrir neðan er nánari útskýring á fyrstu tveimur greinunum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Sjá meira