Umfjöllun: Breiðablik-Istanbul Basaksehir 1-3 | Flott frammistaða Blika dugði ekki til Hjörvar Ólafsson skrifar 4. ágúst 2022 20:38 Ísak Snær Þorvaldsson er í framlínu Blika í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik laut í lægra haldi fyrir Istanbul Basaksehir með þremur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í fyrri leik sínum í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í kvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, spilaði leikkerfið 4-4-2 með tígulmiðju í þessum leik og virkaði það upplegg vel, bæði varnarlega og sóknarlega. Dagur Dan var lunkinn við það að finna sér svæði milli varnar og miðju hjá tyrkneska liðinu og ógnaði nokkrum sinnum með kraftmiklum hlaupum sínum inn á vítateig gestanna. Svo virtst sem leikplan Istanbul Basaksehir væri að herja á vinstri væng Blika en var Davíð Ingvarsson vandanum vaxinn. Framan af leik gekk lítið upp hjá tyrkneska liðinu í sóknarleiknum, uppspilið var stirt og margar misheppnaðar sendingar. Undir lok fyrri hálfleiks komust gestirnir hins vegar upp vinstri kantinn og Hassan Ali Kaldirim fann Danijel Aleksic einn og óvaldaðan við vítapunktinn. Aleksic urðu á engin mistök og Istanbul Basaksehir komið 1-0 yfir. Emre Belezogolu, þjálfari Istanbul Basaksehir, hefur greinilega farið vel yfir málin í hálfleiknum en það var meiri kraftur og gæði í spili tyrkneska liðsins í þeim seinni en fyrri. Þegar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleik tvöfaldaði Deniz Turuc forystu gestanna. Mounir Chouiar fann þá Turuc á fjærstönginn og hann kláraði færið með ágætis skoti. Kristinn Steindórsson kom inná hjá Blikum eftir tæplega klukkutíma og það var kraftur í honum. Fljótlega eftir að hann kom inná komst í gott færi eftir sendingu frá Davíð en skot Kristins fór framhjá. Skömmu síðar fann Dagur Dan Gísla Eyjólfsson upp við mark Istanbul Basaksehir en varnarmaður gestanna bjargaði skoti hans af marklínunni. Pressa Blika bar svo árangur þegar um það bil 25 mínútur voru eftir af leiknum en þar sannaðist að allt er þegar þrennt er. Kristinn sendi þá boltann á Viktor Karl sem kláraði færið af stakri prýði. Undir lok leiksins fór Ísak Snær Þorvaldsson niður eftir viðskipti við leikmann Istanbul Basaksehir en finnskur dómari leiksins lét sér fátt um finnast og dæmdi ekkert. Blikar fengu blauta tusku í andlitið í uppbótartíma leiksins. Istanbul Basaksehir skoraði þá þriðja marki en uppskriftin að því marki var sú sama í því fyrsta. Hassan Ali Kaldirim sendi á Danijel Aleksic sem skoraði. Niðurstaðan 3-1 sigur Istanbul Basaksehir liðin mætast í seinni leik liðanna í Istanbul eftir slétta viku. Af hverju vann Istanbul Basaksehir? Gestirnir sýndu einstaklingsgæðin sem búa í liðinu þegar þeir nýttu betur þremur af þeim færum sem þeir fengu. Liðin fengu svipað mörg opin færi en tyrkneska liðið var skilvirkara í sínum aðgerðum. Istanbul Basaksehir refsaði þrisvar sinnum fyrir augnabliks einbeitingaleysi. Hvað gekk illa? Leikmenn Istanbul losnuðu aðeins úr strangri gæslu í upphafi seinni hálfleiks og þeir nýttu sér það með því að komast yfir. Varnarmenn Blika gleymdu sér nokkrum sinnum og það var dýrkeypt. Hverjir sköruðu fram úr? Dagur Dan var klókur í hlaupum sínum og hlaupagetan hans er mikil. Hann var einnig öflugur í pressunni í varnarleiknum. Kristinn kom með sterka innkomu af bekknum og skapaði usla hvað eftir annað. Viktor Karl kom svo Blikum inn í leikinn með marki sínu. Hvað gerist næst? Breiðablik snýr sér næst að Bestu deildinn en liðið sækir Stjörnuna heim í Garðabæinn á sunnuadaginn kemur. Blikar halda svo til Istanbul og mæta Istanbul Basaksehir eftir slétta viku. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik
Breiðablik laut í lægra haldi fyrir Istanbul Basaksehir með þremur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í fyrri leik sínum í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í kvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, spilaði leikkerfið 4-4-2 með tígulmiðju í þessum leik og virkaði það upplegg vel, bæði varnarlega og sóknarlega. Dagur Dan var lunkinn við það að finna sér svæði milli varnar og miðju hjá tyrkneska liðinu og ógnaði nokkrum sinnum með kraftmiklum hlaupum sínum inn á vítateig gestanna. Svo virtst sem leikplan Istanbul Basaksehir væri að herja á vinstri væng Blika en var Davíð Ingvarsson vandanum vaxinn. Framan af leik gekk lítið upp hjá tyrkneska liðinu í sóknarleiknum, uppspilið var stirt og margar misheppnaðar sendingar. Undir lok fyrri hálfleiks komust gestirnir hins vegar upp vinstri kantinn og Hassan Ali Kaldirim fann Danijel Aleksic einn og óvaldaðan við vítapunktinn. Aleksic urðu á engin mistök og Istanbul Basaksehir komið 1-0 yfir. Emre Belezogolu, þjálfari Istanbul Basaksehir, hefur greinilega farið vel yfir málin í hálfleiknum en það var meiri kraftur og gæði í spili tyrkneska liðsins í þeim seinni en fyrri. Þegar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleik tvöfaldaði Deniz Turuc forystu gestanna. Mounir Chouiar fann þá Turuc á fjærstönginn og hann kláraði færið með ágætis skoti. Kristinn Steindórsson kom inná hjá Blikum eftir tæplega klukkutíma og það var kraftur í honum. Fljótlega eftir að hann kom inná komst í gott færi eftir sendingu frá Davíð en skot Kristins fór framhjá. Skömmu síðar fann Dagur Dan Gísla Eyjólfsson upp við mark Istanbul Basaksehir en varnarmaður gestanna bjargaði skoti hans af marklínunni. Pressa Blika bar svo árangur þegar um það bil 25 mínútur voru eftir af leiknum en þar sannaðist að allt er þegar þrennt er. Kristinn sendi þá boltann á Viktor Karl sem kláraði færið af stakri prýði. Undir lok leiksins fór Ísak Snær Þorvaldsson niður eftir viðskipti við leikmann Istanbul Basaksehir en finnskur dómari leiksins lét sér fátt um finnast og dæmdi ekkert. Blikar fengu blauta tusku í andlitið í uppbótartíma leiksins. Istanbul Basaksehir skoraði þá þriðja marki en uppskriftin að því marki var sú sama í því fyrsta. Hassan Ali Kaldirim sendi á Danijel Aleksic sem skoraði. Niðurstaðan 3-1 sigur Istanbul Basaksehir liðin mætast í seinni leik liðanna í Istanbul eftir slétta viku. Af hverju vann Istanbul Basaksehir? Gestirnir sýndu einstaklingsgæðin sem búa í liðinu þegar þeir nýttu betur þremur af þeim færum sem þeir fengu. Liðin fengu svipað mörg opin færi en tyrkneska liðið var skilvirkara í sínum aðgerðum. Istanbul Basaksehir refsaði þrisvar sinnum fyrir augnabliks einbeitingaleysi. Hvað gekk illa? Leikmenn Istanbul losnuðu aðeins úr strangri gæslu í upphafi seinni hálfleiks og þeir nýttu sér það með því að komast yfir. Varnarmenn Blika gleymdu sér nokkrum sinnum og það var dýrkeypt. Hverjir sköruðu fram úr? Dagur Dan var klókur í hlaupum sínum og hlaupagetan hans er mikil. Hann var einnig öflugur í pressunni í varnarleiknum. Kristinn kom með sterka innkomu af bekknum og skapaði usla hvað eftir annað. Viktor Karl kom svo Blikum inn í leikinn með marki sínu. Hvað gerist næst? Breiðablik snýr sér næst að Bestu deildinn en liðið sækir Stjörnuna heim í Garðabæinn á sunnuadaginn kemur. Blikar halda svo til Istanbul og mæta Istanbul Basaksehir eftir slétta viku.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti