Mikil leynd hefur ríkt fyrir því hver sé á bak við grímuna hjá tónlistarmanninum sem hefur komið víða fram síðustu árin. Hlaðvarp hefur til dæmis verið sett á laggirnar sem er tileinkað því að leysa ráðgátuna.
Miklu stærra mengi
„Það hefur verið mikil leynd yfir verkefninu svo það er gaman að geta loksins rætt það almennilega. Það verður gaman að sjá viðbrögð fólks við heildarmyndinni því í grunninn hefur fólk verið að bíða eftir því að vita hver er á bak við röddina en mengið er svo miklu stærra,“ segir Arnar Már Davíðsson framleiðandi hjá Ketchup Creative.