Grét þegar hún komst ekki í liðið á ÓL í fyrra en nú valin best Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2022 15:31 Beth Mead með öll verðlaunin sem hún vann sér inn á EM kvenna í ár. Getty/Lynne Cameron Endurkomu ársins í fótboltaheiminum á mögulega einn leikmaður Evrópumeistaraliðs Englands. Beth Mead átti einstakt mót og yfirgaf það hlaðin verðlaunum. Hin 27 ára gamla Mead varð Evrópumeistari, markadrottning, sú sem gaf flestar stoðsendingar og að lokum valin besti leikmaður mótsins. Beth Mead er leikmaður Arsenal og hefur spilað með liðinu frá árinu 2017 en hún spilaði áður með Sunderland eftir að hafa spilað í unglingaliðum Middlesbrough. What a tournament, @bmeado9 pic.twitter.com/me3lPSLXka— Lionesses (@Lionesses) August 1, 2022 Fyrir ári síðan komst Mead ekki í leikmannahóp enska landsliðsins á Ólympíuleikunum í Tókýó. Vonbrigðin voru gríðarleg. „Ég hef grátið mikið með mömmu og pabba en ég er svo stolt af þessu liði,“ sagði Beth Mead um það áfall en hún var var tekin í viðtal eftir úrslitaleikinn þar sem England vann 2-1 sigur á Þýskalandi í framlengingu. Mead kom sterk inn í síðasta tímabil með Arsenal þar sem hún skoraði 11 mörk. Hún minnti líka á sig þegar hún fékk tækifæri með landsliðinu og skoraði þrennu á móti Norður-Írlandi í október. Eftir fernu á móti Norður Makedóníu í apríl var engin spurning um að hún yrði með í EM-hópnum í ár. Sarina Wiegman tók við enska landsliðinu eftir Ólympíuleikana og hafði trú á Mead. Mead nýtti það traust og var í byrjunarliðinu í fyrsta leik EM þar sem hún skoraði sigurmarkið og eina mark leiksins í opnunarleiknum á móti Austurríki. Reporter: Beth, you re now a history maker, trailblazer, an icon. Are you ready for everything coming your way? BM: Nah, I m just Beth Mead, that s me pic.twitter.com/mfGmigbIV8— Arsenal Women (@ArsenalWFC) August 2, 2022 Mead skoraði síðan þrennu í stórsigri á móti Noregi í öðrum leiknum og því orðið ljóst að þetta yrði hennar mót. Alls skoraði hún sex mörk en gaf líka fimm stoðsendingar að auki. Hún skoraði jafnmörg mörk og hin þýska Alexandra Popp en það eru stoðsendingarnar sem skila henni gullskónum. „Ég trúi þessu varla. Stundum reyndir fótboltinn að slá þig niður en það besta er að koma sterk til baka. Ég er eiginlega orðlaus, næ ekki yfir alla þessar tilfinningar. Ég er eiginlega bara í sjokki,“ sagði Mead í sigurvímu eftir leikinn. Top-scorer (6 goals) Top-assister (4 assists) Player of the Tournament 2022 Women s European Championship winner Arsenal s very own, Beth Mead. #afc pic.twitter.com/Rfmf6PW7Z1— afcstuff (@afcstuff) July 31, 2022 EM 2022 í Englandi Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira
Hin 27 ára gamla Mead varð Evrópumeistari, markadrottning, sú sem gaf flestar stoðsendingar og að lokum valin besti leikmaður mótsins. Beth Mead er leikmaður Arsenal og hefur spilað með liðinu frá árinu 2017 en hún spilaði áður með Sunderland eftir að hafa spilað í unglingaliðum Middlesbrough. What a tournament, @bmeado9 pic.twitter.com/me3lPSLXka— Lionesses (@Lionesses) August 1, 2022 Fyrir ári síðan komst Mead ekki í leikmannahóp enska landsliðsins á Ólympíuleikunum í Tókýó. Vonbrigðin voru gríðarleg. „Ég hef grátið mikið með mömmu og pabba en ég er svo stolt af þessu liði,“ sagði Beth Mead um það áfall en hún var var tekin í viðtal eftir úrslitaleikinn þar sem England vann 2-1 sigur á Þýskalandi í framlengingu. Mead kom sterk inn í síðasta tímabil með Arsenal þar sem hún skoraði 11 mörk. Hún minnti líka á sig þegar hún fékk tækifæri með landsliðinu og skoraði þrennu á móti Norður-Írlandi í október. Eftir fernu á móti Norður Makedóníu í apríl var engin spurning um að hún yrði með í EM-hópnum í ár. Sarina Wiegman tók við enska landsliðinu eftir Ólympíuleikana og hafði trú á Mead. Mead nýtti það traust og var í byrjunarliðinu í fyrsta leik EM þar sem hún skoraði sigurmarkið og eina mark leiksins í opnunarleiknum á móti Austurríki. Reporter: Beth, you re now a history maker, trailblazer, an icon. Are you ready for everything coming your way? BM: Nah, I m just Beth Mead, that s me pic.twitter.com/mfGmigbIV8— Arsenal Women (@ArsenalWFC) August 2, 2022 Mead skoraði síðan þrennu í stórsigri á móti Noregi í öðrum leiknum og því orðið ljóst að þetta yrði hennar mót. Alls skoraði hún sex mörk en gaf líka fimm stoðsendingar að auki. Hún skoraði jafnmörg mörk og hin þýska Alexandra Popp en það eru stoðsendingarnar sem skila henni gullskónum. „Ég trúi þessu varla. Stundum reyndir fótboltinn að slá þig niður en það besta er að koma sterk til baka. Ég er eiginlega orðlaus, næ ekki yfir alla þessar tilfinningar. Ég er eiginlega bara í sjokki,“ sagði Mead í sigurvímu eftir leikinn. Top-scorer (6 goals) Top-assister (4 assists) Player of the Tournament 2022 Women s European Championship winner Arsenal s very own, Beth Mead. #afc pic.twitter.com/Rfmf6PW7Z1— afcstuff (@afcstuff) July 31, 2022
EM 2022 í Englandi Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira