Alvöru svar hjá Anníe Mist og félögum í gær: Tóku risastökk í töflunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2022 09:32 Anníe Mist Þórisdóttir og félagar hennar sýndu úr hverju þau eru gerð í gær. Instagram/@anniethorisdottir Lið CrossFit Reykjavíkur átti erfiðan fyrsta dag á heimsleikunum í CrossFit en þau sýndu úr hverju þau voru gerð á öðrum keppnisdeginum í gær. Anníe Mist Þórisdóttir skrifaði um vonbrigði fyrsta dagsins á Instagram síðu sinni og að nú væru þau búin að taka út nýliðamistökin. Liðið lét síðan verkin tala í tveimur tengdum greinum gærdagsins. CrossFit Reykjavík náði fjórða sæti í lyftingagreininni og svo þriðja sæti í hlaupagreininni. Upp um tólf sæti Anníe Mist skipar liðið ásamt þeim Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Þetta er í fyrsta sinn sem Anníe keppir í liðakeppni heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Öll þessi stig í gær komu liðinu upp um tólf sæti og Anníe Mist og félagar sitja nú í fimmta sæti eftir fjórar greinar. Hún var líka mjög sátt með daginn. „Þetta var stórkostlegur dagur. Ein besta tilfinningin fyrir keppnismann er að leggja mikla vinnu á sig til að bæta sig í einhverju og uppskera síðan fyrir liðið sitt eins og gerðist í dag,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram. Anníe Mist stolt „Við höfum eytt ófáum klukkutímunum á hlaupabrettinu, hlaupabrautinni og það borgaði sig. Ég er stolt af sjálfri mér og ég er stolt af liðinu mínu,“ skrifaði Anníe. „Þrír dagar eftir og við leggjum allt þetta á okkur fyrir svona daga,“ skrifaði Anníe. CrossFit Reykjavík er með 292 stig en efsta liðið er CrossFit Oslo Navy Blue með 367 stig. CrossFit Invictus er í öðru sæti með 355 stig en í þriðja sæti eru síðan ríkjandi meistarar í CrossFit Mayhem Freedom með 352 stig. Í fjórða sætinu koma síðan CrossFit Mayhem Independence með 319 stig. Mikil spenna á toppnum Spennan er mikil enda munar litlu á efstu þremur liðunum. Þau vita síðan að íslenska liðið ætlar ekki að gefast upp strax og endurkoman í gær lofar góðu fyrir krefjandi þrjá daga sem bíða. Þessi góði dagur í gær breytir öllu fyrir íslenska liðið í baráttunni fyrir að komast inn á verðlaunapallinn í mótslok. Annar slakur dagur hefði nánast gert um slíkar vonir en þó að það séu enn 60 stig í þriðja sætið þá lið CrossFit Reykjavík búið að stimpla sig inn á mótinu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir skrifaði um vonbrigði fyrsta dagsins á Instagram síðu sinni og að nú væru þau búin að taka út nýliðamistökin. Liðið lét síðan verkin tala í tveimur tengdum greinum gærdagsins. CrossFit Reykjavík náði fjórða sæti í lyftingagreininni og svo þriðja sæti í hlaupagreininni. Upp um tólf sæti Anníe Mist skipar liðið ásamt þeim Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Þetta er í fyrsta sinn sem Anníe keppir í liðakeppni heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Öll þessi stig í gær komu liðinu upp um tólf sæti og Anníe Mist og félagar sitja nú í fimmta sæti eftir fjórar greinar. Hún var líka mjög sátt með daginn. „Þetta var stórkostlegur dagur. Ein besta tilfinningin fyrir keppnismann er að leggja mikla vinnu á sig til að bæta sig í einhverju og uppskera síðan fyrir liðið sitt eins og gerðist í dag,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram. Anníe Mist stolt „Við höfum eytt ófáum klukkutímunum á hlaupabrettinu, hlaupabrautinni og það borgaði sig. Ég er stolt af sjálfri mér og ég er stolt af liðinu mínu,“ skrifaði Anníe. „Þrír dagar eftir og við leggjum allt þetta á okkur fyrir svona daga,“ skrifaði Anníe. CrossFit Reykjavík er með 292 stig en efsta liðið er CrossFit Oslo Navy Blue með 367 stig. CrossFit Invictus er í öðru sæti með 355 stig en í þriðja sæti eru síðan ríkjandi meistarar í CrossFit Mayhem Freedom með 352 stig. Í fjórða sætinu koma síðan CrossFit Mayhem Independence með 319 stig. Mikil spenna á toppnum Spennan er mikil enda munar litlu á efstu þremur liðunum. Þau vita síðan að íslenska liðið ætlar ekki að gefast upp strax og endurkoman í gær lofar góðu fyrir krefjandi þrjá daga sem bíða. Þessi góði dagur í gær breytir öllu fyrir íslenska liðið í baráttunni fyrir að komast inn á verðlaunapallinn í mótslok. Annar slakur dagur hefði nánast gert um slíkar vonir en þó að það séu enn 60 stig í þriðja sætið þá lið CrossFit Reykjavík búið að stimpla sig inn á mótinu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sjá meira