Horfði niður á höndina sína í fyrstu grein heimsleikanna og hún var blá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2022 14:30 Emily Rolfe sést hér á sjúkrahúsinu en hún segist hafa fengið mikinn stuðnings sem hún er þakklát fyrir. Instagram/@emily_rolfe19 Kanadíska CrossFit konan Emily Rolfe þakkar skjótum viðbrögðum læknaliðs heimsleikanna í CrossFit að hún hafi ekki misst aðra höndina sína. Rolfe var flutt í skyndi á sjúkrahús eftir fyrstu grein leikanna á miðvikudaginn og gekkst þar undir neyðaraðgerð á hendi. Rolfe gat því ekki haldið keppni áfram á heimsleikunum og dróg sig skiljanlega úr keppni. Nú hefur hún sagt meira frá því sem gekk þarna á. „Ég kom inn á heimsleikanna í ár í betra formi og sterkari en ég hef nokkurn tímann verið. Ég get ekki beðið eftir að sýna það á stóra sviðinu,“ skrifaði Emily Rolfe í upphafi pistils síns. View this post on Instagram A post shared by Emily Rolfe (@emily_rolfe19) „Ég vil þakka læknaliðinu á heimsleikunum sérstaklega fyrir. Án þeirra þá var það raunverulegur möguleiki að ég hefði getað misst vinstri hendina mína,“ skrifaði Rolfe. „Ég fann fyrir litlum verk í upphandleggsvöðvanum í aðdraganda leikanna og fór í smá meðferð vegna þess hér í Madison. Ég fann fyrir svolitlum óþægindum en ég hélt að þetta væri ekkert meira en tognun,“ skrifaði Rolfe. „Eftir fyrsta hlutann í fyrstu greininni þá horfði ég niður á hendina þegar ég hoppaði á hjólið mitt og hún var orðin blá. Það sem verra er að ég hafði enga tilfinningu í henni,“ skrifaði Rolfe. „Þegar ég fór aftur á hjólið þá var öll vinstri hendin mín dofin og ég vissi að eitthvað mikið var að. Ég náði að klára æfinguna í fjórtánda sæti en um leið og ég kláraði þá fór ég strax til Rockett læknis,“ skrifaði Rolfe. „Hann skoðaði vinstri hendina sem var alveg orðin blá og köld viðkomu. Ég fór í myndatöku og var síðan send upp á sjúkrahús. Þar fór ég í bráðaaðgerð til að fjarlægja tvo blóðtappa út æðum í hendinni,“ skrifaði Rolfe. Hún þakkaði líka fyrir allar kveðjurnar og stuðninginn sem hún hefur fengið eftir þetta atvik. CrossFit Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira
Rolfe var flutt í skyndi á sjúkrahús eftir fyrstu grein leikanna á miðvikudaginn og gekkst þar undir neyðaraðgerð á hendi. Rolfe gat því ekki haldið keppni áfram á heimsleikunum og dróg sig skiljanlega úr keppni. Nú hefur hún sagt meira frá því sem gekk þarna á. „Ég kom inn á heimsleikanna í ár í betra formi og sterkari en ég hef nokkurn tímann verið. Ég get ekki beðið eftir að sýna það á stóra sviðinu,“ skrifaði Emily Rolfe í upphafi pistils síns. View this post on Instagram A post shared by Emily Rolfe (@emily_rolfe19) „Ég vil þakka læknaliðinu á heimsleikunum sérstaklega fyrir. Án þeirra þá var það raunverulegur möguleiki að ég hefði getað misst vinstri hendina mína,“ skrifaði Rolfe. „Ég fann fyrir litlum verk í upphandleggsvöðvanum í aðdraganda leikanna og fór í smá meðferð vegna þess hér í Madison. Ég fann fyrir svolitlum óþægindum en ég hélt að þetta væri ekkert meira en tognun,“ skrifaði Rolfe. „Eftir fyrsta hlutann í fyrstu greininni þá horfði ég niður á hendina þegar ég hoppaði á hjólið mitt og hún var orðin blá. Það sem verra er að ég hafði enga tilfinningu í henni,“ skrifaði Rolfe. „Þegar ég fór aftur á hjólið þá var öll vinstri hendin mín dofin og ég vissi að eitthvað mikið var að. Ég náði að klára æfinguna í fjórtánda sæti en um leið og ég kláraði þá fór ég strax til Rockett læknis,“ skrifaði Rolfe. „Hann skoðaði vinstri hendina sem var alveg orðin blá og köld viðkomu. Ég fór í myndatöku og var síðan send upp á sjúkrahús. Þar fór ég í bráðaaðgerð til að fjarlægja tvo blóðtappa út æðum í hendinni,“ skrifaði Rolfe. Hún þakkaði líka fyrir allar kveðjurnar og stuðninginn sem hún hefur fengið eftir þetta atvik.
CrossFit Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira