Steypir saman danstónlist við dramatískar sögur af fangelsisvist Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. ágúst 2022 16:31 Ingibjörg Friðriksdóttir, Inki, var að senda frá sér glænýja plötu. Aðsend Tónlistarkonan Ingibjörg Friðriksdóttir, jafnan þekkt sem Inki, var að senda frá sér plötuna Brotabrot en platan byggir á viðtölum við fyrrum fanga kvennafangelsisins. Með plötunni steypir Inki frumsamdri tónlist, umhverfishljóðum fangelsisins og viðtölum við fyrrum fanga í dansvænt, hiphop-skotið tónverk sem spyr ágengra spurninga um tengsl fangavistar og afþreyingar. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá þessu óhefðbundna verkefni. Hvernig kviknaði hugmyndin að því að taka viðtöl við fyrrum fanga? Hugmyndin kviknaði þegar ég var að vinna sem pródúsent í San Quentin fangelsinu í Kaliforníu að aðstoða fanga við gerð fyrstu plötunnar sem kom út frá fangelsi í Bandaríkjunum. Eins og svo margir aðrir þá varð ég True Crime fíkill og horfði á allar þessar heimildarmyndir um ljótustu morðingjana og verstu fangelsin. Það er áhugavert hvað við höfum gaman af verstu stundum í lífi annars fólks. Lítill kaldhæðinn púki kviknaði innra með mér og mig fór að langa til að steypa saman danstónlist við dramatískar sögur af fangelsisvist. Örlítil gagnrýni á hvernig við neytum efnis sem fjallar um sanna glæpi á nákvæmlega sama hátt og við hlustum á hvað annað, þó að þetta efni sé svo miklu flóknara. Það eru fórnarlömb og tæknilega gæti fanginn hafa verið þvingaður í þessa frásögn. Ég er þó alls ekki að segja að sögur af fangavist eigi ekki á fá að heyrast, en við þurfum kannski að vera meðvitaðri um hver stendur á bak við framleiðsluna. View this post on Instagram A post shared by Inki ~ Ingibjo rg Friðriks (@inki.music) Þegar að Menningarráð Kópavogs auglýsti eftir hljóðverkum fyrir Salinn í Kópavogi sendi ég inn þá hugmynd að búa til minningarverk um fangelsið. Ég hafði sjálf heimsótt það þegar það var starfandi. Þá var ég var að syngja með latin bandi á Menningarnótt og við töldum að það væri tilvalið að hita upp með því að heimsækja Kvennafangelsið og Klepp. Þá komst ég að því að í Kvennafangelsinu voru bæði karlmenn og konur, reyndar aðallega karlmenn þegar ég heimsótti það. Frekar furðulega aðstæður að syngja Besame Mucho fyrir örlítinn hóp fanga í þessu skrítna húsi, hræðilegur hljómburður því það var svo lágt til lofts, og allir klíndir ofan í okkur því að salurinn var svo lítill. Kvennafangelsið.Aðsend Hvernig gekk að útfæra viðtölin yfir í lög? Ég hafði hugmynd um hvernig tónlistin ætti að hljóma áður en ég tók viðtölin, en svo þróaðist hún með viðtölunum eftir að ég fór að klippa þau saman. Hugmyndin er ekki að segja sögu eins fanga, heldur að margar frásagnir saman mynda minningu staðarins. Þetta er einskonar ferðalag. Fyrsta lagið hefst á hljóðupptöku sem ég tók við fangelsisgarðinn þar sem þú heyrir í krökkum að leik í leikskólanum sem er þarna hliðina á. Í lagi tvö er meiri melódía og hip-hop skotinn taktur, þar sem ég leik mér að hljóðvinnslu í viðtölunum. Þetta er allt uppbygging fyrir lokasmellinn, lag sex sem heitir Love of my life, bad guy, sem á heima á dansgólfinu. Sjaldan verið jafn viðeigandi að dansa til að gleyma. Verkið var frumsýnt sem hljóðverk í Salnum í Kópavogi og ég hafði áhyggjur af því hvernig viðmælendurnir myndu taka lokaútgáfunni. Það mættu nokkrir og þetta var jafn mikið þeirra frumsýning og mín. Þau voru alsæl með lokaútgáfuna og þá gat ég andað léttar. Fannst þér ákveðinn taktur og heildarmynd eiga við hvert og eitt samtal? Kannski ekki beint, en ég reyndi að láta klippurnar kallast á. Til dæmis sögðu margir að þetta væri ekki betrunarvist heldur refsivistarstefna. Þær frásagnir koma hver á eftir annarri. Ég leik mér með hljóðblöndunina, stundum finnst mér mikilvægt að það heyrist vel það sem þau segja og þá gef ég mikið eftir í tónlistinni, hún verður aukaatriði. En stundum leyfi ég tónlistin að gleypa frásagnirnar. Þetta verk er ekki hlaðvarpsþáttur, viðtal við fanga, heldur er þetta tónlistarútgáfa. Svo er ég í grunninn furðulegt tilrauna tónskáld, svo ég geri bara nákvæmlega það sem mig langar til. Hvað er á döfinni hjá þér? Í haust er ég að fara að gefa út fyrstu lögin af nýrri plötu, en platan í heild sinni mun síðan koma út á næsta ári. Þetta verður í fyrsta skipti sem ég gef út efni þar sem ég er syngja, svo það er mjög spennandi. View this post on Instagram A post shared by Inki ~ Ingibjo rg Friðriks (@inki.music) Ég kem frá klassíska tónsmíðaheiminum, svo poppheimurinn er mjög ógnvænlegur. Að mínu mati er mun erfiðara að setja saman lag með fjórum hljómum en að semja til dæmis 20 mínútna strengjakvartett. Síðan eru nokkur alvarlegri tónsmíðaverkefni á döfinni. Duo Harpwerk, hörpuleikarinn Katie Buckley og ásláttaleikarinn Frank Aarnink í Sinfóníunni, munu meðal annars frumflytja nýja tónsmíð eftir mig á Norrænum Músíkdögum í Hörpu. Þau eru miklir snillingar, svo það verður gaman að vinna það með þeim. Tónlist Menning Tengdar fréttir Kvenkyns rokkarar slá til ærandi veislu fyrir augu og eyru gesta Hljómsveitirnar Mammút og Kælan Mikla tilkynntu á dögunum tónleika sem haldnir verða í Gamla Bíói 16. september næstkomandi. Er þetta í fyrsta sinn sem böndin taka höndum saman þar sem þau munu spila það helsta af sínum ferlum í kraftmikilli, þungri og ærandi veislu fyrir augu og eyru gesta. Blaðamaður tók púlsinn á Ásu Dýradóttur í Mammút. 5. ágúst 2022 10:01 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hvernig kviknaði hugmyndin að því að taka viðtöl við fyrrum fanga? Hugmyndin kviknaði þegar ég var að vinna sem pródúsent í San Quentin fangelsinu í Kaliforníu að aðstoða fanga við gerð fyrstu plötunnar sem kom út frá fangelsi í Bandaríkjunum. Eins og svo margir aðrir þá varð ég True Crime fíkill og horfði á allar þessar heimildarmyndir um ljótustu morðingjana og verstu fangelsin. Það er áhugavert hvað við höfum gaman af verstu stundum í lífi annars fólks. Lítill kaldhæðinn púki kviknaði innra með mér og mig fór að langa til að steypa saman danstónlist við dramatískar sögur af fangelsisvist. Örlítil gagnrýni á hvernig við neytum efnis sem fjallar um sanna glæpi á nákvæmlega sama hátt og við hlustum á hvað annað, þó að þetta efni sé svo miklu flóknara. Það eru fórnarlömb og tæknilega gæti fanginn hafa verið þvingaður í þessa frásögn. Ég er þó alls ekki að segja að sögur af fangavist eigi ekki á fá að heyrast, en við þurfum kannski að vera meðvitaðri um hver stendur á bak við framleiðsluna. View this post on Instagram A post shared by Inki ~ Ingibjo rg Friðriks (@inki.music) Þegar að Menningarráð Kópavogs auglýsti eftir hljóðverkum fyrir Salinn í Kópavogi sendi ég inn þá hugmynd að búa til minningarverk um fangelsið. Ég hafði sjálf heimsótt það þegar það var starfandi. Þá var ég var að syngja með latin bandi á Menningarnótt og við töldum að það væri tilvalið að hita upp með því að heimsækja Kvennafangelsið og Klepp. Þá komst ég að því að í Kvennafangelsinu voru bæði karlmenn og konur, reyndar aðallega karlmenn þegar ég heimsótti það. Frekar furðulega aðstæður að syngja Besame Mucho fyrir örlítinn hóp fanga í þessu skrítna húsi, hræðilegur hljómburður því það var svo lágt til lofts, og allir klíndir ofan í okkur því að salurinn var svo lítill. Kvennafangelsið.Aðsend Hvernig gekk að útfæra viðtölin yfir í lög? Ég hafði hugmynd um hvernig tónlistin ætti að hljóma áður en ég tók viðtölin, en svo þróaðist hún með viðtölunum eftir að ég fór að klippa þau saman. Hugmyndin er ekki að segja sögu eins fanga, heldur að margar frásagnir saman mynda minningu staðarins. Þetta er einskonar ferðalag. Fyrsta lagið hefst á hljóðupptöku sem ég tók við fangelsisgarðinn þar sem þú heyrir í krökkum að leik í leikskólanum sem er þarna hliðina á. Í lagi tvö er meiri melódía og hip-hop skotinn taktur, þar sem ég leik mér að hljóðvinnslu í viðtölunum. Þetta er allt uppbygging fyrir lokasmellinn, lag sex sem heitir Love of my life, bad guy, sem á heima á dansgólfinu. Sjaldan verið jafn viðeigandi að dansa til að gleyma. Verkið var frumsýnt sem hljóðverk í Salnum í Kópavogi og ég hafði áhyggjur af því hvernig viðmælendurnir myndu taka lokaútgáfunni. Það mættu nokkrir og þetta var jafn mikið þeirra frumsýning og mín. Þau voru alsæl með lokaútgáfuna og þá gat ég andað léttar. Fannst þér ákveðinn taktur og heildarmynd eiga við hvert og eitt samtal? Kannski ekki beint, en ég reyndi að láta klippurnar kallast á. Til dæmis sögðu margir að þetta væri ekki betrunarvist heldur refsivistarstefna. Þær frásagnir koma hver á eftir annarri. Ég leik mér með hljóðblöndunina, stundum finnst mér mikilvægt að það heyrist vel það sem þau segja og þá gef ég mikið eftir í tónlistinni, hún verður aukaatriði. En stundum leyfi ég tónlistin að gleypa frásagnirnar. Þetta verk er ekki hlaðvarpsþáttur, viðtal við fanga, heldur er þetta tónlistarútgáfa. Svo er ég í grunninn furðulegt tilrauna tónskáld, svo ég geri bara nákvæmlega það sem mig langar til. Hvað er á döfinni hjá þér? Í haust er ég að fara að gefa út fyrstu lögin af nýrri plötu, en platan í heild sinni mun síðan koma út á næsta ári. Þetta verður í fyrsta skipti sem ég gef út efni þar sem ég er syngja, svo það er mjög spennandi. View this post on Instagram A post shared by Inki ~ Ingibjo rg Friðriks (@inki.music) Ég kem frá klassíska tónsmíðaheiminum, svo poppheimurinn er mjög ógnvænlegur. Að mínu mati er mun erfiðara að setja saman lag með fjórum hljómum en að semja til dæmis 20 mínútna strengjakvartett. Síðan eru nokkur alvarlegri tónsmíðaverkefni á döfinni. Duo Harpwerk, hörpuleikarinn Katie Buckley og ásláttaleikarinn Frank Aarnink í Sinfóníunni, munu meðal annars frumflytja nýja tónsmíð eftir mig á Norrænum Músíkdögum í Hörpu. Þau eru miklir snillingar, svo það verður gaman að vinna það með þeim.
Tónlist Menning Tengdar fréttir Kvenkyns rokkarar slá til ærandi veislu fyrir augu og eyru gesta Hljómsveitirnar Mammút og Kælan Mikla tilkynntu á dögunum tónleika sem haldnir verða í Gamla Bíói 16. september næstkomandi. Er þetta í fyrsta sinn sem böndin taka höndum saman þar sem þau munu spila það helsta af sínum ferlum í kraftmikilli, þungri og ærandi veislu fyrir augu og eyru gesta. Blaðamaður tók púlsinn á Ásu Dýradóttur í Mammút. 5. ágúst 2022 10:01 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Kvenkyns rokkarar slá til ærandi veislu fyrir augu og eyru gesta Hljómsveitirnar Mammút og Kælan Mikla tilkynntu á dögunum tónleika sem haldnir verða í Gamla Bíói 16. september næstkomandi. Er þetta í fyrsta sinn sem böndin taka höndum saman þar sem þau munu spila það helsta af sínum ferlum í kraftmikilli, þungri og ærandi veislu fyrir augu og eyru gesta. Blaðamaður tók púlsinn á Ásu Dýradóttur í Mammút. 5. ágúst 2022 10:01