Erlent

Átta­tíu þúsund ferða­­menn stranda­glópar á „kín­versku Hawa­ii“

Bjarki Sigurðsson skrifar
Allir þurfa að gangast undir próf, ungir sem aldnir.
Allir þurfa að gangast undir próf, ungir sem aldnir. Getty/VCG

Útgöngubann var sett á í borginni Sanya í Kína í gær eftir að 263 kórónuveirusmit greindust þar. Um það bil áttatíu þúsund ferðamenn eru nú staddir í borginni og komast þeir ekki neitt án þess að skila af sér fimm neikvæðum PCR-prófum á sjö dögum.

Kína er eina landið sem enn er með þá stefnu að útrýma kórónuveirunni alveg og er því skellt í miklar takmarkanir við fæstu smit.

Borgin Sanya er á suðurhluta eyjunnar Hainan í Suður-Kínahafi og búa þar rétt rúmlega 800 þúsund manns. Borgin er með fallegar strendur og er oft kölluð „kínverska Hawaii“.

Yfirvöld hafa beðið hótel borgarinnar um að bjóða þeim sem eru strandaglópar upp á fimmtíu prósent afslátt af gistingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×