Brjálað að gera á Salthússmarkaðnum á Stöðvarfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. ágúst 2022 20:04 Handverkskonurnar Sara Guðfinna Jakobsdóttir (t.h.) og Bryndís Ólafsdóttir, sem standa oft og iðulega vaktina í Salhússmarkaðnum tilbúnar að taka á móti gestum með brosi á vör. Magnús Hlynur Hreiðarsson Salthússmarkaðurinn á Stöðvarfirði hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum í sumar en þar er hægt að fá alls konar handverk frá heimamönnum, meðal annars hunang úr túnfífli. Allur peningurinn, sem kemur inn á markaðnum fer til samfélagsmála í þorpinu. Stöðvarfjörður er fallegur staður, sem gaman er að koma á. Þetta er ekki stór staður en fólkinu líður þar vel og er alsælt með fallega þorpið sitt. Kirkja á staðnum, sem hefur verið afhelguð er meðal annars leigð út í gistingu fyrir ferðamenn. En það sem vekur athygli á staðnum er Salthússmarkaðurinn, frábær markaður þar sem hægt er að fá allt milli himins og jarðar, sem heimamenn hafa verið að dunda sér að búa til. „Hér er bara alls kyns handverk frá heimafólki, margir flottir munir. Handverkið er mjög fjölbreytt því við erum svo ægilegra myndarleg í höndunum hérna á Stöðvarfirði. Það er margt listafólk hér, þetta er allt frá heimafólki hér,“ segir Sara Guðfinna Jakobsdóttir, handverkskona og hlær. Salhússmarkaðurinn er í snyrtilegu og flottu húsi á Stöðvarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Markaðurinn hefur gengið með allra besta móti í sumar enda mikið af ferðamönnum á svæðinu. „Jú, jú, þetta gengur bara alveg ljómandi vel. Við látum gott af okkur leiða, við leggjum pening í húsið hérna til að gera það upp. Svo styrkjum við eitt og annað þegar gert er upp eftir árið. Við erum bara að þessu fyrir samfélagið, gefum til samfélagsins. Við setjum peningana ekki undir kodda, við erum svo sterkefnuð, við þurfum þess ekki,“ segir Bryndís Ólafsdóttir, handverkskona skælbrosandi. Upplýsingar um markaðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir er ein af þeim, sem er með vörur á markaðnum. „Já, ég er meðal annars með þurrkaða sveppi, sem ég tíni sjálf og svo geri ég síróp eða svona hunang úr túnfífli. Svo prjóna ég og geri sultur og bara svona alls konar.“ Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir er ein af þeim, sem er með vörur á markaðnum, meðal annars hunang úr túnfífli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða handverkshópsins Fjarðabyggð Handverk Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Stöðvarfjörður er fallegur staður, sem gaman er að koma á. Þetta er ekki stór staður en fólkinu líður þar vel og er alsælt með fallega þorpið sitt. Kirkja á staðnum, sem hefur verið afhelguð er meðal annars leigð út í gistingu fyrir ferðamenn. En það sem vekur athygli á staðnum er Salthússmarkaðurinn, frábær markaður þar sem hægt er að fá allt milli himins og jarðar, sem heimamenn hafa verið að dunda sér að búa til. „Hér er bara alls kyns handverk frá heimafólki, margir flottir munir. Handverkið er mjög fjölbreytt því við erum svo ægilegra myndarleg í höndunum hérna á Stöðvarfirði. Það er margt listafólk hér, þetta er allt frá heimafólki hér,“ segir Sara Guðfinna Jakobsdóttir, handverkskona og hlær. Salhússmarkaðurinn er í snyrtilegu og flottu húsi á Stöðvarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Markaðurinn hefur gengið með allra besta móti í sumar enda mikið af ferðamönnum á svæðinu. „Jú, jú, þetta gengur bara alveg ljómandi vel. Við látum gott af okkur leiða, við leggjum pening í húsið hérna til að gera það upp. Svo styrkjum við eitt og annað þegar gert er upp eftir árið. Við erum bara að þessu fyrir samfélagið, gefum til samfélagsins. Við setjum peningana ekki undir kodda, við erum svo sterkefnuð, við þurfum þess ekki,“ segir Bryndís Ólafsdóttir, handverkskona skælbrosandi. Upplýsingar um markaðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir er ein af þeim, sem er með vörur á markaðnum. „Já, ég er meðal annars með þurrkaða sveppi, sem ég tíni sjálf og svo geri ég síróp eða svona hunang úr túnfífli. Svo prjóna ég og geri sultur og bara svona alls konar.“ Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir er ein af þeim, sem er með vörur á markaðnum, meðal annars hunang úr túnfífli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða handverkshópsins
Fjarðabyggð Handverk Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira