Íslendingarnir hafi forðast sendinefnd Namibíu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. ágúst 2022 13:42 Frá Íslandsheimsókn frændanna James og Tamson Hatuikulipi ásamt fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, Sacky Shanghala sem nú liggur undir grun namibískra saksóknara um að hafa þegið mútur frá Samherjamönnum. Þeir prýða forsíðu dagblaðsins Namibian sun í dag. Þeir Íslendingar sem sendinefnd namibískra stjórnvalda vildi ræða við hér á landi fyrr í sumar eru sagðir hafa forðast það með öllum ráðum að ræða við nefndina. Nefndin var send hingað til lands til þess að ræða framsal þriggja Íslendinga sem áttu hlut að meintum mútugreiðslum til áhrifamanna í sjávarútvegi í Namibíu. Varaforsætisráðherra Namibíu kom hingað til lands fyrr í sumar ásamt sendinefnd til að ræða við íslensk stjórnvöld og rannsakendur, eins og greint var frá í fjölmiðlum. „Þeir þrír Íslendingar sem voru viðriðnir mútuskandalinn í sjávarútveginum, munu sennilega aldrei stíga fæti inn í Nambíu aftur til að svara fyrir meintu glæpi þeirra". Svona hefst grein Namibian Sun um, að því er virðist, misheppnaða ferð sendinefndar namibískra yfirvalda til Íslands. Nú muni namibísk yfirvöld því grípa til annarra diplómatískra og pólitískra ráðstafana til að ná sínu framgengt. Ekki hafi þó enn verið lögð fram formleg beiðni um framsal mannanna. Namibísk yfirvöld eru sögð afar ósátt með samráðsvilja íslenskra yfirvalda í málinu og telja að það muni hafa óafturkræfar afleiðingar í för með sér. Aðalsteinn Helgason, Egill Helgi Árnason og Ingvar Júlíusson eru þeir Íslendingar sem nú liggja undir grun namibískra saksóknara. Í heimalandinu eru það meðal annars fyrrverandi ráðherarnir Bernard Esau og Sacky Shanghala sem liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherjamönnum í skiptum fyrir fiskikvóta. Þeir voru einnig fyrirferðamiklir í umfjöllun Kveiks um málið. Bernhard Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, ásamt Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja.wikileaks „Móttökuritari með skrautfjaðrir og engin völd“ sendur í stað Jóns Í umfjöllun Namibian sun er Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra einnig sagður hafa beðist undan því að hitta sendinefnina og sent aðstoðarmann sinn, Brynjar Níelsson í hans stað. Það hafi móðgað sendinefndina enda séu aðstoðarmenn ráðherra ekkert annað en „fjaðurskreyttir móttökuritarar sem hafa í raun engin völd,“ eins og segir í greininni og ætti ekki vera þátttakandi í svo alvarlegum samræðum. Tvennum sögum fer þó af þessum fundi Brynjars og namibísku nefndarinnar. Í umfjöllun Vísis er haft eftir Brynjari þar sem hann segist ekki hafa áttað sig á því hvers eðlis fundurinn var. „Þetta ágæta fólk frá Namibíu hafði verið hér á landi í einhverja daga og heimsótt helstu ferðamannastaði án þess að nokkur vissi þegar það bankaði upp á hjá forsætisráðherra og vildi eiga við hann orð varðandi Samherjamálið,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi. Hart hefur verið tekist á um fundinn og hefur Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fordæmt svör Brynjars um efni fundarins. Enginn pólitískur vilji Í umfjölluninni er einnig haft eftir Atla Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International þar sem hann segir Ísland skorta pólitískan vilja til þess að takast á við spillingu. „Ríkisstjórnin virðist harðákveðin í því að sýna fram á að Ísland skorti, ekki aðeins bolmagn til að ná réttlæti í Samherjamálinu, heldur hafa stjórnmálamenn okkar ekki nokkurn áhuga á því að ná fram réttlæti," segir Atli í samtali við Namibian sun. Í sendinefndinni voru ásamt aðstoðarmanni forsætisráðherra, Nandi-Ndaitwah, meðal annars saksóknarinn Martha Imalwa og formaður Samtaka gegn spillingu (ACC), Erna van der Merwe. Fram kemur í greininni að Nandi-Ndaitwah hafi komið á undan hinum nefndarmönnum til að funda með íslenskum ráðamönnum. Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Varaforsætisráðherra Namibíu kom hingað til lands fyrr í sumar ásamt sendinefnd til að ræða við íslensk stjórnvöld og rannsakendur, eins og greint var frá í fjölmiðlum. „Þeir þrír Íslendingar sem voru viðriðnir mútuskandalinn í sjávarútveginum, munu sennilega aldrei stíga fæti inn í Nambíu aftur til að svara fyrir meintu glæpi þeirra". Svona hefst grein Namibian Sun um, að því er virðist, misheppnaða ferð sendinefndar namibískra yfirvalda til Íslands. Nú muni namibísk yfirvöld því grípa til annarra diplómatískra og pólitískra ráðstafana til að ná sínu framgengt. Ekki hafi þó enn verið lögð fram formleg beiðni um framsal mannanna. Namibísk yfirvöld eru sögð afar ósátt með samráðsvilja íslenskra yfirvalda í málinu og telja að það muni hafa óafturkræfar afleiðingar í för með sér. Aðalsteinn Helgason, Egill Helgi Árnason og Ingvar Júlíusson eru þeir Íslendingar sem nú liggja undir grun namibískra saksóknara. Í heimalandinu eru það meðal annars fyrrverandi ráðherarnir Bernard Esau og Sacky Shanghala sem liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherjamönnum í skiptum fyrir fiskikvóta. Þeir voru einnig fyrirferðamiklir í umfjöllun Kveiks um málið. Bernhard Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, ásamt Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja.wikileaks „Móttökuritari með skrautfjaðrir og engin völd“ sendur í stað Jóns Í umfjöllun Namibian sun er Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra einnig sagður hafa beðist undan því að hitta sendinefnina og sent aðstoðarmann sinn, Brynjar Níelsson í hans stað. Það hafi móðgað sendinefndina enda séu aðstoðarmenn ráðherra ekkert annað en „fjaðurskreyttir móttökuritarar sem hafa í raun engin völd,“ eins og segir í greininni og ætti ekki vera þátttakandi í svo alvarlegum samræðum. Tvennum sögum fer þó af þessum fundi Brynjars og namibísku nefndarinnar. Í umfjöllun Vísis er haft eftir Brynjari þar sem hann segist ekki hafa áttað sig á því hvers eðlis fundurinn var. „Þetta ágæta fólk frá Namibíu hafði verið hér á landi í einhverja daga og heimsótt helstu ferðamannastaði án þess að nokkur vissi þegar það bankaði upp á hjá forsætisráðherra og vildi eiga við hann orð varðandi Samherjamálið,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi. Hart hefur verið tekist á um fundinn og hefur Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fordæmt svör Brynjars um efni fundarins. Enginn pólitískur vilji Í umfjölluninni er einnig haft eftir Atla Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International þar sem hann segir Ísland skorta pólitískan vilja til þess að takast á við spillingu. „Ríkisstjórnin virðist harðákveðin í því að sýna fram á að Ísland skorti, ekki aðeins bolmagn til að ná réttlæti í Samherjamálinu, heldur hafa stjórnmálamenn okkar ekki nokkurn áhuga á því að ná fram réttlæti," segir Atli í samtali við Namibian sun. Í sendinefndinni voru ásamt aðstoðarmanni forsætisráðherra, Nandi-Ndaitwah, meðal annars saksóknarinn Martha Imalwa og formaður Samtaka gegn spillingu (ACC), Erna van der Merwe. Fram kemur í greininni að Nandi-Ndaitwah hafi komið á undan hinum nefndarmönnum til að funda með íslenskum ráðamönnum.
Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira