Öflugar haustflugur í laxinn Karl Lúðvíksson skrifar 8. ágúst 2022 08:28 Thunder and Lighting Það er víst ekki seinna vænna en að fara spá í hvaða flugur eiga að vera undir núna þegar sumarið sem aldrei kom er senn á enda. Veiðimenn eru svo sem ekki allir sammála því hvaða flugur eru bestar hverju sinni eftir ám og árstíma en það eru þó nokkrar sem flestir hljóta að vera sammála um að eru einhverra hluta vegna veiðnari þegar líður á sumarið og haustið tekur við. Ein af þeim sem oftast er nefnd er Undertaker en þrátt fyrir að flugan sé ansi dökk er pínulítið grænt og rautt aftast á búknum sem gerir kannski gæfumuninn. Hún er afskaplega veiðin í ánum á vesturlandi síðsumars og á haustin. Undertaker Thunder and Lightning er svo alveg í hina áttina við Undertaker. Rústrauð flugan hefur reynst mörgum veiðimanninum afskaplega vel á haustin og þegar það er smá grámi á vatninu í ánum. Þriðja flugan sem er vert að nefna er Black Ghost. Þessi fluga er upprunalega hnýtt sem straumfluga en hún hefur líka verið hnýtt sem hefðbundin fluga og virðist veiða langsamlega best í hausthúminu. Það eru fleiri flugur sem vert er að nefna en þessar þrjár komu oftast fram þegar tekin var lausleg könnun hjá nokkrum vel völdum veiðimönnum. Black Ghost er einföld fluga sem hefur gefið vel t.d. í Ytri Rangá á haustin. Stangveiði Mest lesið Yfirlýsing frá Skotvís: Týndar rjúpnaskyttur afleiðing sinnuleysis ráðherra Veiði 60 sm bleikjur úr Hjaltadalsá og Kolku Veiði Frábær tími fyrir ísdorg Veiði Góð opnun í Blöndu Veiði Laxinn gengin upp á svæði II og III í Blöndu Veiði Góður frágangur fer betur með búnaðinn Veiði 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði
Veiðimenn eru svo sem ekki allir sammála því hvaða flugur eru bestar hverju sinni eftir ám og árstíma en það eru þó nokkrar sem flestir hljóta að vera sammála um að eru einhverra hluta vegna veiðnari þegar líður á sumarið og haustið tekur við. Ein af þeim sem oftast er nefnd er Undertaker en þrátt fyrir að flugan sé ansi dökk er pínulítið grænt og rautt aftast á búknum sem gerir kannski gæfumuninn. Hún er afskaplega veiðin í ánum á vesturlandi síðsumars og á haustin. Undertaker Thunder and Lightning er svo alveg í hina áttina við Undertaker. Rústrauð flugan hefur reynst mörgum veiðimanninum afskaplega vel á haustin og þegar það er smá grámi á vatninu í ánum. Þriðja flugan sem er vert að nefna er Black Ghost. Þessi fluga er upprunalega hnýtt sem straumfluga en hún hefur líka verið hnýtt sem hefðbundin fluga og virðist veiða langsamlega best í hausthúminu. Það eru fleiri flugur sem vert er að nefna en þessar þrjár komu oftast fram þegar tekin var lausleg könnun hjá nokkrum vel völdum veiðimönnum. Black Ghost er einföld fluga sem hefur gefið vel t.d. í Ytri Rangá á haustin.
Stangveiði Mest lesið Yfirlýsing frá Skotvís: Týndar rjúpnaskyttur afleiðing sinnuleysis ráðherra Veiði 60 sm bleikjur úr Hjaltadalsá og Kolku Veiði Frábær tími fyrir ísdorg Veiði Góð opnun í Blöndu Veiði Laxinn gengin upp á svæði II og III í Blöndu Veiði Góður frágangur fer betur með búnaðinn Veiði 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði