Rabiot á að leysa vandræðin á miðsvæði Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. ágúst 2022 09:14 Adrien Rabiot (til hægri) er nú orðaður við Manchester United. EPA-EFE/CLAUDIO PERI Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United vill fá hinn 27 ára gamla Adrien Rabiot frá Juventus. Á hann að leysa vandræði liðsins á miðsvæðinu en Man United hóf ensku úrvalsdeildina á 1-2 tapi á heimavelli gegn Brighton & Hove Albion. Man United hefur ekki gengið sem skyldi á félagaskiptamarkaðnum í sumar og er leikmannahópur liðsins mögulega slakari á þessari leiktíð en því síðasta. Í leiknum gegn Brighton var Fred og Scott McTomiany stillt upp á miðri miðjunni með Bruno Fernandes fyrir framan þá og svo Christian Eriksen einan upp á topp. Það kemur því lítið á óvart að félagið virðist vera tilbúið að fá nánasthvern sem er inn. Því til sönnunar má benda á að Marko Arnautović - leikmaður Bologna á Ítalíu - er nú orðaður við Man Utd. Nú greinir The Athletic frá því að Man United sé að vinna hörðum höndum að því að sækja Rabiot frá Juventus þar sem hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Erik Ten Hag hefur ekki farið leynt með ást sína á Frenkie De Jong, miðjumanni Barcelona, og var talið að félögin hefðu komist að samkomulagi í síðasta mánuði. De Jong er hins vegar enn leikmaður Barcelona og Man United getur var beðið mikið lengur með að styrkja miðsvæði sitt. Rabiot hefur verið í herbúðum Juventus frá árinu 2019 en þar áður lék hann með París Saint-Germain. Hann var í lykilhlutverki framan af ferli sínu með Juventus en talið var að koma landa hans Paul Pogba – sem kom á frjálsri sölu frá Man Utd – myndi hefta tækifæri Rabiot. Einnig var talið að Juventus þyrfti að losa leikmanninn af launaskrá svo hægt væri að fá inn nýja leikmenn. EXCL: Man Utd United working on deal to sign Adrien Rabiot from Juventus. #MUFC must decide if they proceed irrespective of ongoing De Jong pursuit or await outcome of that before deciding. 27yo France midfielder has 1yr on #Juve contract @TheAthleticUK https://t.co/kUM6VeImK7— David Ornstein (@David_Ornstein) August 8, 2022 Paul Pogba er hins vegar meiddur næstu mánuði og því gæti Rabiot fengið sín tækifæri með Juventus í vetur. Hann spilaði til að mynda 45 mínútur er liðið steinlá 4-0 gegn Atlético Madríd í vináttuleik nú um helgina. Hvort Rabiot hafi svo áhuga á að ganga til liðs við Man United eins og staðan er í dag er allt önnur spurning en talið er að þó nokkur lið hafi áhuga á þessum franska miðvallarleikmanni sem hefur spilað alls 29 sinnum fyrir A-landslið Frakklands. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira
Man United hefur ekki gengið sem skyldi á félagaskiptamarkaðnum í sumar og er leikmannahópur liðsins mögulega slakari á þessari leiktíð en því síðasta. Í leiknum gegn Brighton var Fred og Scott McTomiany stillt upp á miðri miðjunni með Bruno Fernandes fyrir framan þá og svo Christian Eriksen einan upp á topp. Það kemur því lítið á óvart að félagið virðist vera tilbúið að fá nánasthvern sem er inn. Því til sönnunar má benda á að Marko Arnautović - leikmaður Bologna á Ítalíu - er nú orðaður við Man Utd. Nú greinir The Athletic frá því að Man United sé að vinna hörðum höndum að því að sækja Rabiot frá Juventus þar sem hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Erik Ten Hag hefur ekki farið leynt með ást sína á Frenkie De Jong, miðjumanni Barcelona, og var talið að félögin hefðu komist að samkomulagi í síðasta mánuði. De Jong er hins vegar enn leikmaður Barcelona og Man United getur var beðið mikið lengur með að styrkja miðsvæði sitt. Rabiot hefur verið í herbúðum Juventus frá árinu 2019 en þar áður lék hann með París Saint-Germain. Hann var í lykilhlutverki framan af ferli sínu með Juventus en talið var að koma landa hans Paul Pogba – sem kom á frjálsri sölu frá Man Utd – myndi hefta tækifæri Rabiot. Einnig var talið að Juventus þyrfti að losa leikmanninn af launaskrá svo hægt væri að fá inn nýja leikmenn. EXCL: Man Utd United working on deal to sign Adrien Rabiot from Juventus. #MUFC must decide if they proceed irrespective of ongoing De Jong pursuit or await outcome of that before deciding. 27yo France midfielder has 1yr on #Juve contract @TheAthleticUK https://t.co/kUM6VeImK7— David Ornstein (@David_Ornstein) August 8, 2022 Paul Pogba er hins vegar meiddur næstu mánuði og því gæti Rabiot fengið sín tækifæri með Juventus í vetur. Hann spilaði til að mynda 45 mínútur er liðið steinlá 4-0 gegn Atlético Madríd í vináttuleik nú um helgina. Hvort Rabiot hafi svo áhuga á að ganga til liðs við Man United eins og staðan er í dag er allt önnur spurning en talið er að þó nokkur lið hafi áhuga á þessum franska miðvallarleikmanni sem hefur spilað alls 29 sinnum fyrir A-landslið Frakklands.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira