Man United hætt við að fá Arnautović eftir áhyggjur stuðningsfólks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2022 13:02 Andrea Cambiaso fær að heyra það frá Marko Arnautovic í vináttuleik á dögunum. Marcel ter Bals/Getty Images Í gær fóru þær fréttir á kreik að Manchester United vildi fá Marko Arnautović í sínar raðir. Það virðist sem sá áhugi hafi kólnað hratt þökk sé áhyggjum stuðningsfólks Man United sem og verðmiða leikmannsins. Hinn 33 ára gamli Arnautović leikur í dag með Bologna á Ítalíu. Félagið neitaði tilboði Man United upp á 8 milljónir evra um helgina samkvæmt frétt The Athletic. Enska félagið fékk þau skilaboð að leikmaðurinn væri ekki til sölu en svo virðist sem skoðanir stuðningsfólks Man Utd hafi haft meiri áhrif heldur en hár verðmiði. Leikmaðurinn hefur verið á milli tannanna á fólki um árabil og var til að mynda ásakaður um kynþáttaníð er hann lék með FC Twente í Hollandi árið 2009. Arnautović lék með West Ham United og Stoke City á Englandi á sínum tíma, er hann var á mála hjá Hömrunum var hann talinn sýna kvennaliði félagsins mikla óvirðingu, meðal annars með því að trufla æfingar þess. Ofan á það var hann fundinn sekur um fordóma í garð Albaníu er hann lék með Austurríki gegn Norður-Makedóníu á EM sem fram fór sumarið 2021. Var hann í kjölfarið dæmdur í eins leiks bann. Manchester United have pulled out of a move for Marko Arnautovic, The Athletic understands... #MUFCMore from @lauriewhitwellhttps://t.co/E5ciQdIkcH— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 9, 2022 Man United heldur úti strangri stefnu er kemur að kynþáttahatri-, níði og fordómum almennt. Að festa kaup á Arnautovićhefðu verið gegn þeirri stefnu og sendi fjöldi stuðningsfólks Man Utd framkvæmdastjóra félagsins, Richard Arnold, tölvupóst þess efnis. Man Utd er þó enn á höttunum á eftir franska miðjumanninum Adrien Rabiot. Félagið hefur verið á eftir honum í allt sumar og er ekki talið að koma hans hafi áhrif á áhuga félagsins á Frenkie de Jong, miðjumanni Barcelona. Hinn 27 ára gamli Rabiot, sem á aðeins ár eftir af samningi sínum við Juventus, myndi kosta Man United 15 til 20 milljónir punda og þá er vitað að hann vill fá sömu laun í Manchester og á Ítalíu eða um 200 þúsund pund á viku. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira
Hinn 33 ára gamli Arnautović leikur í dag með Bologna á Ítalíu. Félagið neitaði tilboði Man United upp á 8 milljónir evra um helgina samkvæmt frétt The Athletic. Enska félagið fékk þau skilaboð að leikmaðurinn væri ekki til sölu en svo virðist sem skoðanir stuðningsfólks Man Utd hafi haft meiri áhrif heldur en hár verðmiði. Leikmaðurinn hefur verið á milli tannanna á fólki um árabil og var til að mynda ásakaður um kynþáttaníð er hann lék með FC Twente í Hollandi árið 2009. Arnautović lék með West Ham United og Stoke City á Englandi á sínum tíma, er hann var á mála hjá Hömrunum var hann talinn sýna kvennaliði félagsins mikla óvirðingu, meðal annars með því að trufla æfingar þess. Ofan á það var hann fundinn sekur um fordóma í garð Albaníu er hann lék með Austurríki gegn Norður-Makedóníu á EM sem fram fór sumarið 2021. Var hann í kjölfarið dæmdur í eins leiks bann. Manchester United have pulled out of a move for Marko Arnautovic, The Athletic understands... #MUFCMore from @lauriewhitwellhttps://t.co/E5ciQdIkcH— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 9, 2022 Man United heldur úti strangri stefnu er kemur að kynþáttahatri-, níði og fordómum almennt. Að festa kaup á Arnautovićhefðu verið gegn þeirri stefnu og sendi fjöldi stuðningsfólks Man Utd framkvæmdastjóra félagsins, Richard Arnold, tölvupóst þess efnis. Man Utd er þó enn á höttunum á eftir franska miðjumanninum Adrien Rabiot. Félagið hefur verið á eftir honum í allt sumar og er ekki talið að koma hans hafi áhrif á áhuga félagsins á Frenkie de Jong, miðjumanni Barcelona. Hinn 27 ára gamli Rabiot, sem á aðeins ár eftir af samningi sínum við Juventus, myndi kosta Man United 15 til 20 milljónir punda og þá er vitað að hann vill fá sömu laun í Manchester og á Ítalíu eða um 200 þúsund pund á viku.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira