Umfjöllun: ÍBV - KR 3-1 | Eyjakonur snéru taflinu við á seinasta korterinu Árni Konráð Árnason skrifar 9. ágúst 2022 19:42 ÍBV vann endurkomusigur gegn KR. Vísir/Bára Dröfn ÍBV sigraði KR í kvöld 3-1, í frábærum endurkomuleik þar sem að þær fyrrnefndu skoruðu 3 mörk á 15 mínútum. Varamenn ÍBV reyndust afar mikilvægar en þær Þórhildur Ólafsdóttir og Hanna Kallmaier sem að komu báðar inn á í seinni hálfleik gerðu sitt hvort markið. Leikurinn var heldur tíðindalaus fyrstu mínúturnar og skiptust liðin á að sækja. Það virtist þó vera upp úr þurru sem að KR-ingar tóku forystuna strax á 12. mínútu leiksins. KR-ingar höfðu fengið aukaspyrnu á miðjum velli sem að var tekin hratt upp vinstri kantinn á Rasamee, sem að hljóp upp kantinn og gaf boltann fyrir mark Eyjakvenna þar sem að Marcella Barberic kom boltanum í netið, 0-1 KR í vil. KR-ingar hótuðu að tvöfalda forystuna þegar þær fengu hornspyrnu á 19. Mínútu. Hornspyrnan föst, niðri með jörðu þar sem að Guðmunda lét boltann fara og Marcella átti fast skot, en skotið í varnarmann. Jafnræði ríkti með liðunum næstu mínúturnar og skiptust liðin á færum. Hættulegasta færi Eyjakvenna í fyrri hálfleik kom á 38. mínútu þegar að sending barst á Söndru Voitane sem náði ekki að stýra boltanum á markið. Þær fengu svo annað stórhættulegt færi einungis þremur mínútum síðar eða á 41. Mínútu þegar að Olga Sevcova átti fyrirgjöf á fjærstöng þar sem að Ameera var óvölduð á markteignum, en náði ekki að hitta boltann. KR-ingar stálheppnar að sleppa með skrekkinn. Færin voru mörg í fyrri hálfleik, en KR-ingar með eina markið og leiddu því 0-1 þegar gengið var inn til búningsherbergja. Eyjakonur mættu með krafti í síðari hálfleikinn og það var strax á 52. mínútu sem að Olga Sevcova gaf boltann fyrir mark KR-inga, á Kristínu Ernu sem að var ein og óvölduð á milli markteigs og vítateigs en Cornelia mætti boltanum og lokaði markinu afar vel. Einungis fimm mínútum síðar, eða á 57. mínútu átti Ameera Hussen fast skot að marki KR-inga, Cornelia náði að verja boltann út í teig og var Madison mætt til þess að fylgja skotinu á eftir, Cornelia var þó staðin upp og lokaði markinu frábærlega. Það dró svo til tíðinda á 76. mínútu þegar að varamaðurinn Hanna Kallmaier jafnaði leikinn með frábæru skoti. Þórhildur gaf boltann á Hönnu á miðjum velli, Hanna fór af stað og smellhittir boltann sem að fór í fjærhornið, nánast óverjandi fyrir Corneliu í marki KR. Átta mínútum síðar eða á 84. Mínútu lentu KR-ingar í vandræðum í öftustu línu og barst boltinn á D-bogann þar sem að Ameera Hussen átti skot í varnarmann og inn, 2-1 fyrir Eyjakonum. Á fyrstu mínútu uppbótartíma gerði Laufey Björnsdóttir sig seka um slæm mistök. KR-ingar áttu aukaspyrnu á miðjum velli og fóru nánast allir leikmenn inn í vítateig Eyjakvenna. Aukaspyrnan þó tekin stutt á Laufey, Þórhildur Ólafsdóttir mætti hratt á Laufey, sem að var aftasti varnarmaður, nær af henni boltanum og hleypur í átt að marki KR-inga, setur hann snyrtilega í hornið og kemur ÍBV í 3-1 forystu. Reyndust það lokaniðurstöður í frábærri endurkomu Eyjakvenna sem að tóku öll völd í síðari hálfleiknum og skilaði það þeim öllum þremur stigunum. KR-ingar eru ennþá í vondum málum með einungis 7 stig eftir 13 leiki og 44 mörk fengin á sig, flest allra liða. Af hverju vann ÍBV? ÍBV tók öll völd í síðari hálfleik og komu varamenn með kraft inn í lið ÍBV í kvöld. ÍBV hefði hæglega getað jafnað leikinn fyrr, en frábærar vörslur Corneliu hindruðu það. Hverjar stóðu upp úr? Cornelia Sundelius var frábær í marki KR-inga í kvöld, bjargaði oft frábærlega. Þá var Marcella Barberic síógnandi í kvöld og var skapandi fyrir KR-inga. Olga Sevcova leggur í sífellu upp á samherja sína í hverjum einasta leik og hélt uppteknum hætti í kvöld, best í liði ÍBV í kvöld. Hvað gekk illa? Eyjakonur voru hálf sofandi í marki KR-inga á 12. mínútu, keimlíkt atvik kom upp stuttu seinna þegar KR-ingar fengu hornspyrnu. Bæði lið fengu nokkur dauðafæri sem að hefði mátt nýta betur. Hvað gerist næst? Eyjakonur mæta á AVIS völlinn og mæta Þrótt í Reykjavík 16. ágúst kl. 18:00. Þá fá KR-ingar langt frí og spila ekki fyrr en 24. ágúst og mæta Valskonum á heimavelli kl. 18:00. Besta deild kvenna ÍBV KR
ÍBV sigraði KR í kvöld 3-1, í frábærum endurkomuleik þar sem að þær fyrrnefndu skoruðu 3 mörk á 15 mínútum. Varamenn ÍBV reyndust afar mikilvægar en þær Þórhildur Ólafsdóttir og Hanna Kallmaier sem að komu báðar inn á í seinni hálfleik gerðu sitt hvort markið. Leikurinn var heldur tíðindalaus fyrstu mínúturnar og skiptust liðin á að sækja. Það virtist þó vera upp úr þurru sem að KR-ingar tóku forystuna strax á 12. mínútu leiksins. KR-ingar höfðu fengið aukaspyrnu á miðjum velli sem að var tekin hratt upp vinstri kantinn á Rasamee, sem að hljóp upp kantinn og gaf boltann fyrir mark Eyjakvenna þar sem að Marcella Barberic kom boltanum í netið, 0-1 KR í vil. KR-ingar hótuðu að tvöfalda forystuna þegar þær fengu hornspyrnu á 19. Mínútu. Hornspyrnan föst, niðri með jörðu þar sem að Guðmunda lét boltann fara og Marcella átti fast skot, en skotið í varnarmann. Jafnræði ríkti með liðunum næstu mínúturnar og skiptust liðin á færum. Hættulegasta færi Eyjakvenna í fyrri hálfleik kom á 38. mínútu þegar að sending barst á Söndru Voitane sem náði ekki að stýra boltanum á markið. Þær fengu svo annað stórhættulegt færi einungis þremur mínútum síðar eða á 41. Mínútu þegar að Olga Sevcova átti fyrirgjöf á fjærstöng þar sem að Ameera var óvölduð á markteignum, en náði ekki að hitta boltann. KR-ingar stálheppnar að sleppa með skrekkinn. Færin voru mörg í fyrri hálfleik, en KR-ingar með eina markið og leiddu því 0-1 þegar gengið var inn til búningsherbergja. Eyjakonur mættu með krafti í síðari hálfleikinn og það var strax á 52. mínútu sem að Olga Sevcova gaf boltann fyrir mark KR-inga, á Kristínu Ernu sem að var ein og óvölduð á milli markteigs og vítateigs en Cornelia mætti boltanum og lokaði markinu afar vel. Einungis fimm mínútum síðar, eða á 57. mínútu átti Ameera Hussen fast skot að marki KR-inga, Cornelia náði að verja boltann út í teig og var Madison mætt til þess að fylgja skotinu á eftir, Cornelia var þó staðin upp og lokaði markinu frábærlega. Það dró svo til tíðinda á 76. mínútu þegar að varamaðurinn Hanna Kallmaier jafnaði leikinn með frábæru skoti. Þórhildur gaf boltann á Hönnu á miðjum velli, Hanna fór af stað og smellhittir boltann sem að fór í fjærhornið, nánast óverjandi fyrir Corneliu í marki KR. Átta mínútum síðar eða á 84. Mínútu lentu KR-ingar í vandræðum í öftustu línu og barst boltinn á D-bogann þar sem að Ameera Hussen átti skot í varnarmann og inn, 2-1 fyrir Eyjakonum. Á fyrstu mínútu uppbótartíma gerði Laufey Björnsdóttir sig seka um slæm mistök. KR-ingar áttu aukaspyrnu á miðjum velli og fóru nánast allir leikmenn inn í vítateig Eyjakvenna. Aukaspyrnan þó tekin stutt á Laufey, Þórhildur Ólafsdóttir mætti hratt á Laufey, sem að var aftasti varnarmaður, nær af henni boltanum og hleypur í átt að marki KR-inga, setur hann snyrtilega í hornið og kemur ÍBV í 3-1 forystu. Reyndust það lokaniðurstöður í frábærri endurkomu Eyjakvenna sem að tóku öll völd í síðari hálfleiknum og skilaði það þeim öllum þremur stigunum. KR-ingar eru ennþá í vondum málum með einungis 7 stig eftir 13 leiki og 44 mörk fengin á sig, flest allra liða. Af hverju vann ÍBV? ÍBV tók öll völd í síðari hálfleik og komu varamenn með kraft inn í lið ÍBV í kvöld. ÍBV hefði hæglega getað jafnað leikinn fyrr, en frábærar vörslur Corneliu hindruðu það. Hverjar stóðu upp úr? Cornelia Sundelius var frábær í marki KR-inga í kvöld, bjargaði oft frábærlega. Þá var Marcella Barberic síógnandi í kvöld og var skapandi fyrir KR-inga. Olga Sevcova leggur í sífellu upp á samherja sína í hverjum einasta leik og hélt uppteknum hætti í kvöld, best í liði ÍBV í kvöld. Hvað gekk illa? Eyjakonur voru hálf sofandi í marki KR-inga á 12. mínútu, keimlíkt atvik kom upp stuttu seinna þegar KR-ingar fengu hornspyrnu. Bæði lið fengu nokkur dauðafæri sem að hefði mátt nýta betur. Hvað gerist næst? Eyjakonur mæta á AVIS völlinn og mæta Þrótt í Reykjavík 16. ágúst kl. 18:00. Þá fá KR-ingar langt frí og spila ekki fyrr en 24. ágúst og mæta Valskonum á heimavelli kl. 18:00.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti