Enginn Tvíhöfði í haust Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2022 20:17 Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr skipa Tvíhöfða. Vísir Það verða engir Tvíhöfða-þættir í haust en þættirnir hafa verið á dagskrá á Rás 2 síðan árið 2017. Þættirnir hófu göngu sína árið 1994 en ekki er útilokað að Tvíhöfði snúi aftur seinna. Það eru grínistarnir og leikararnir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr sem skipa Tvíhöfða en tæknimaður þeirra Þórður Helgi Þórðarson, oftast þekktur sem Doddi litli eða Love Guru, hefur einnig verið hluti af þáttunum síðan árið 2017. Í gegnum árin hafa þættirnir verið með þeim vinsælustu hér á landi og sitja einstaka þættir iðulega á topplistum helstu hlaðvarpsveitna. Það verður þó enginn Tvíhöfði í haust. „Tvíhöfði kemur ekki til landsins með haustskipunum eins og áætlað var. Auðvitað og eðlilega er fólk slegið yfir því,“ segir í tilkynningu frá Tvíhöfða sem birt var á Facebook-síðu þáttarins í kvöld. Jón Gnarr er skrifaður fyrir tilkynningunni en hann gefur upp nokkrar ástæður fyrir sambandsslitunum. Hann nefnir illvægilegt líkþorn á vinstri il og að hann vilji einbeita sér að öðrum verkefnum. Kristileg færsla „Ég hreinlega nenni þessu ekki lengur og langar til að nýta mína skapandi krafta til annars á nýjum og spennandi vettvangi þjóðmálanna, eins og ég hef gert undanfarin ár. Ég hlakka til að sjá ykkur í leikhúsinu, í Bónus og Costco,“ segir Jón. Færslan er ansi kristileg og er Jesú Kristur oft nefndur á nafn og dæmisögur hans sagðar. Hringadróttinssaga og Hobbitabækurnar koma einnig við sögu í færslunni. „Ég er vissulega fullur af sorg og trega. Ég hafði hlakkað mikið til að kynna ykkur fyrir nýjum manni sem er að berjast við það að hætta að drekka. Ég er með svo mörg ný orð sem mig langaði að deila með ykkur. Ég hlakkaði alveg sérstaklega mikið til að heyra Suðu Sigfús kenna okkur að elda hin fullkomnu súkkulaðisvið,“ segir Jón og bendir á að missir hans sé meiri en missir hlustenda. „Það sem fyrir ykkur eru ónot er fyrir mér kvöl.“ Menning Ríkisútvarpið Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Fleiri fréttir Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Sjá meira
Það eru grínistarnir og leikararnir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr sem skipa Tvíhöfða en tæknimaður þeirra Þórður Helgi Þórðarson, oftast þekktur sem Doddi litli eða Love Guru, hefur einnig verið hluti af þáttunum síðan árið 2017. Í gegnum árin hafa þættirnir verið með þeim vinsælustu hér á landi og sitja einstaka þættir iðulega á topplistum helstu hlaðvarpsveitna. Það verður þó enginn Tvíhöfði í haust. „Tvíhöfði kemur ekki til landsins með haustskipunum eins og áætlað var. Auðvitað og eðlilega er fólk slegið yfir því,“ segir í tilkynningu frá Tvíhöfða sem birt var á Facebook-síðu þáttarins í kvöld. Jón Gnarr er skrifaður fyrir tilkynningunni en hann gefur upp nokkrar ástæður fyrir sambandsslitunum. Hann nefnir illvægilegt líkþorn á vinstri il og að hann vilji einbeita sér að öðrum verkefnum. Kristileg færsla „Ég hreinlega nenni þessu ekki lengur og langar til að nýta mína skapandi krafta til annars á nýjum og spennandi vettvangi þjóðmálanna, eins og ég hef gert undanfarin ár. Ég hlakka til að sjá ykkur í leikhúsinu, í Bónus og Costco,“ segir Jón. Færslan er ansi kristileg og er Jesú Kristur oft nefndur á nafn og dæmisögur hans sagðar. Hringadróttinssaga og Hobbitabækurnar koma einnig við sögu í færslunni. „Ég er vissulega fullur af sorg og trega. Ég hafði hlakkað mikið til að kynna ykkur fyrir nýjum manni sem er að berjast við það að hætta að drekka. Ég er með svo mörg ný orð sem mig langaði að deila með ykkur. Ég hlakkaði alveg sérstaklega mikið til að heyra Suðu Sigfús kenna okkur að elda hin fullkomnu súkkulaðisvið,“ segir Jón og bendir á að missir hans sé meiri en missir hlustenda. „Það sem fyrir ykkur eru ónot er fyrir mér kvöl.“
Menning Ríkisútvarpið Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Fleiri fréttir Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Sjá meira