Anníe Mist viðurkennir að hún eigi mikið ólært í því að vera betri liðsfélagi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2022 08:16 Anníe Mist Þórisdóttir með þeim Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir og félagar hennar í liði CrossFit Reykjavíkur komust næst verðlaunapallinum á nýloknum heimsleikum í CrossFit í Madison. Á endanum voru þau aðeins fjórtán stigum frá verðlaunasæti en urðu að sætta sig við fjórða sætið. Erfið byrjun hafði þar mikið um að segja en góður endasprettur var ekki nóg til að koma þeim á pall. Anníe Mist gerði upp leikana í stuttum pistil og það er ekki hægt að lesa annað úr honum en að hún horfi mjög spennt á næsta tímabil. „Ég trúi því statt og stöðugt að þú eigir aldrei að hætta ögra sjálfum þér. Um leið og þú hættir því, í mínum huga, þá tapar þú því hvað er að vera manneskja,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir sem lítur á CrossFit árið 2022 sem mikinn lærdóm fyrir sig. „Þetta árið hef ég lært meira um sjálfa mig og um fólk heldur en á nokkru öðru ári,“ skrifaði Anníe Mist. Þetta var fyrsta árið sem hún keppir í liði eftir að hafa keppt sem einstaklingur á ellefu heimsleikum frá 2009 til 2021. „Síðustu sjö mánuðir hafa verið gríðarleg áskorun fyrir mig en um leið hafa þeir gefið mér mikið til baka. Að deila hæðum og lægðum með þremur nánum vinum gerði þessa upplifun mína bara enn meiri. Ég hef alltaf verið með teymi í kringum mig en ég hef alltaf verið ein á gólfinu. Að fá að gera það sem ég elska með þremur stórkostlegum manneskjum hefur verið sannkallaður heiður,“ skrifaði Anníe. „Öll eru þau einstök og stórkostleg á sinn hátt en liðsheildin og samheldnin skein í gegn þessa helgi,“ skrifaði Anníe. „Ég á enn þá mikið ólært og mikla vinnu fyrir höndum til að verða betri liðsfélagi og einstaklingur. En vitið hvað? Það gerir mig meira en nokkuð annað bara spenntari,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Á endanum voru þau aðeins fjórtán stigum frá verðlaunasæti en urðu að sætta sig við fjórða sætið. Erfið byrjun hafði þar mikið um að segja en góður endasprettur var ekki nóg til að koma þeim á pall. Anníe Mist gerði upp leikana í stuttum pistil og það er ekki hægt að lesa annað úr honum en að hún horfi mjög spennt á næsta tímabil. „Ég trúi því statt og stöðugt að þú eigir aldrei að hætta ögra sjálfum þér. Um leið og þú hættir því, í mínum huga, þá tapar þú því hvað er að vera manneskja,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir sem lítur á CrossFit árið 2022 sem mikinn lærdóm fyrir sig. „Þetta árið hef ég lært meira um sjálfa mig og um fólk heldur en á nokkru öðru ári,“ skrifaði Anníe Mist. Þetta var fyrsta árið sem hún keppir í liði eftir að hafa keppt sem einstaklingur á ellefu heimsleikum frá 2009 til 2021. „Síðustu sjö mánuðir hafa verið gríðarleg áskorun fyrir mig en um leið hafa þeir gefið mér mikið til baka. Að deila hæðum og lægðum með þremur nánum vinum gerði þessa upplifun mína bara enn meiri. Ég hef alltaf verið með teymi í kringum mig en ég hef alltaf verið ein á gólfinu. Að fá að gera það sem ég elska með þremur stórkostlegum manneskjum hefur verið sannkallaður heiður,“ skrifaði Anníe. „Öll eru þau einstök og stórkostleg á sinn hátt en liðsheildin og samheldnin skein í gegn þessa helgi,“ skrifaði Anníe. „Ég á enn þá mikið ólært og mikla vinnu fyrir höndum til að verða betri liðsfélagi og einstaklingur. En vitið hvað? Það gerir mig meira en nokkuð annað bara spenntari,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira