Menning

Höfundur Snjókarlsins látinn

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Teiknarinn Raymond Briggs ásamt manni klæddum sem hinn frægi snjókarl.
Teiknarinn Raymond Briggs ásamt manni klæddum sem hinn frægi snjókarl. Getty/Anthony Devlin

Breski teiknarinn Raymond Briggs, þekktastur fyrir að hafa skrifað barnabókina Snjókarlinn, er látinn 88 ára að aldri.

Útgefandi hans, Penguin Random House, staðfesti fréttirnar og greindu frá því að Briggs hefði látist á þriðjudagsmorgun.

Raymond Briggs fæddist árið 1934 í Wimbledon og ákvað fimmtán ára gamall að hætta í skóla til að fara í listaframhaldsskólann í Wimbledon sem vakti ekki mikla lukku hjá mjólkurpóstinum, föður Briggs. Hann hafði þó engan áhuga á að verða merkur listamaður heldur vildi hann verða teiknimyndahöfundur sem hann og varð.

Margir horfa gjarnan á sjónvarpsmyndina The Snowman, sem er byggð á samnefndri bók eftir Briggs, á jólunum.Skjáskot/Youtube

Undir lok sjötta áratugarins fór ferill Briggs af stað og spannaði hann um sex áratugi og meira en tuttugu barnabækur. Margar bóka hans urðu frægar um allan heim, þar á meðal má nefna Where the Wind Blows, Fungus the Bogeyman og Father Christmas. Allar urðu þær síðar að vinsælum teiknimyndum.

Þekktasta verk Briggs er þó vafalaust Snjókarlinn sem fjallar um ungan dreng sem býr til snjókarl sem lifnar við. Upp úr bókin var gerð fræg sjónvarpsmynd sem var sýnd á öðrum degi jóla í Bretlandi árið 1982 og hefur verið sýnd árlega síðan þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×