Fundu málverk metið á átta milljarða undir rúmi svikahrapps Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2022 20:15 Málverkið Sol Poente eftir Tamara do Amaral sem fannst í lögreglurassíunni. AP Málverk eftir Tarsila do Amaral, einn þekktasta listmálara Brasilíu, fannst falið undir rúmi meints svikahrapps í lögreglurassíu á Ipanema-strönd í Rio de Janeiro á miðvikudagsmorgun. Rassían tengdist margra milljarða listaverkastuldi og fjársvikum sem beindust að 82 ára gamalli konu. Olíumálverkið Sol Poente eða Sólsetur eftir Amaral er frá árinu 1929 og er metið á 300 milljónir brasilískra reala, rétt tæplega átta milljarða íslenskra króna. Málverkið fannst undir rúmi í lögreglurassíu sem beindist að hópi svikahrappa sem höfðu notfært sér 82 ára gamla ekkju listaverkasafnara, frelsissvipt hana og stolið um sextán málverkum af henni. Quadro de Tarsila do Amaral, avaliado em R$250 milhões, é encontrado embaixo da cama de falsa vidente. Créditos: Divulgação#ODia pic.twitter.com/O0IJoK7VyF— Jornal O Dia (@jornalodia) August 10, 2022 Dóttir konunnar meðal hinna grunuðu Fjórir voru handteknir í tengslum við málverkafundinn en þeirra á meðal var dóttir fórnarlambsins. Lögreglan grunar hópinn um að hafa stolið sextán málverkum, að andvirði 709 milljóna brasilískra reala eða um 19 milljarða íslenskra króna, af konunni. Málverkið Operarios eftir Amaral.AP Af þeim sextán málverkum sem hurfu af heimili konunnar voru nokkur seld til safnara og listasafna. Þar á meðal voru tvö málverk seld til MALBA, rómansk-ameríska listasafnsins í Bueons Aires, í Argentínu og þrjú voru rakin til listagallerís í São Paulo í Brasilíu. Auk þess hafði skartgripum að andvirði rúmlega 160 milljarða íslenskra króna verið stolið af heimilinu. Buðust til að bjarga dótturinni Að sögn lögreglunnar í Brasilíu hófust þessi stórfelldu fjársvik í janúar 2020 þegar dóttir konunnar réði loddaraskyggn sem spáði því að dóttirin væri við dauðans dyr. Skyggnið fór síðan með gömlu konuna til spámanns og afró-brasilískrar hofgyðju sem staðfestu spádóminn. Næstu vikurnar bauð tríóið fram aðstoð sína til að bjarga dóttur konunnar og létu gömlu konuna greiða fyrir þá þjónustu. Þegar grunsemdir vöknuðu hjá konunni um heilindi fólksins og hún neitaði að borga lokuðu þau hana inni á heimili hennar, hótuðu henni, börðu hana og rændu listaverkum af henni. Hópurinn stal alls sextán málverkum af gömlu konunni en þau eru metin á rúmlega 18 milljarða íslenskra króna.AP Brasilía Myndlist Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Olíumálverkið Sol Poente eða Sólsetur eftir Amaral er frá árinu 1929 og er metið á 300 milljónir brasilískra reala, rétt tæplega átta milljarða íslenskra króna. Málverkið fannst undir rúmi í lögreglurassíu sem beindist að hópi svikahrappa sem höfðu notfært sér 82 ára gamla ekkju listaverkasafnara, frelsissvipt hana og stolið um sextán málverkum af henni. Quadro de Tarsila do Amaral, avaliado em R$250 milhões, é encontrado embaixo da cama de falsa vidente. Créditos: Divulgação#ODia pic.twitter.com/O0IJoK7VyF— Jornal O Dia (@jornalodia) August 10, 2022 Dóttir konunnar meðal hinna grunuðu Fjórir voru handteknir í tengslum við málverkafundinn en þeirra á meðal var dóttir fórnarlambsins. Lögreglan grunar hópinn um að hafa stolið sextán málverkum, að andvirði 709 milljóna brasilískra reala eða um 19 milljarða íslenskra króna, af konunni. Málverkið Operarios eftir Amaral.AP Af þeim sextán málverkum sem hurfu af heimili konunnar voru nokkur seld til safnara og listasafna. Þar á meðal voru tvö málverk seld til MALBA, rómansk-ameríska listasafnsins í Bueons Aires, í Argentínu og þrjú voru rakin til listagallerís í São Paulo í Brasilíu. Auk þess hafði skartgripum að andvirði rúmlega 160 milljarða íslenskra króna verið stolið af heimilinu. Buðust til að bjarga dótturinni Að sögn lögreglunnar í Brasilíu hófust þessi stórfelldu fjársvik í janúar 2020 þegar dóttir konunnar réði loddaraskyggn sem spáði því að dóttirin væri við dauðans dyr. Skyggnið fór síðan með gömlu konuna til spámanns og afró-brasilískrar hofgyðju sem staðfestu spádóminn. Næstu vikurnar bauð tríóið fram aðstoð sína til að bjarga dóttur konunnar og létu gömlu konuna greiða fyrir þá þjónustu. Þegar grunsemdir vöknuðu hjá konunni um heilindi fólksins og hún neitaði að borga lokuðu þau hana inni á heimili hennar, hótuðu henni, börðu hana og rændu listaverkum af henni. Hópurinn stal alls sextán málverkum af gömlu konunni en þau eru metin á rúmlega 18 milljarða íslenskra króna.AP
Brasilía Myndlist Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira