Frestunarárátta og ofhugsun víkja úr vegi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2022 14:31 Salka Rósinkranz og Tóta Kolbeins standa saman að opinni vinnustofu í Ásmundarsal. Sóllilja Tinds Fjölhæfu listakonurnar Salka Rósinkranz og Tóta Kolbeinsdóttir halda uppi vinnustofu í Gryfjunni í Ásmundarsal í fjórar vikur þar sem þær vinna að bókverki. Þar hafa þær komið fyrir einföldu prentverkstæði og vinna að fjölfeldi einnar opnu á dag. Vinnustofan, sem nefnist Prenta bók, er opin öllum þar sem gestir geta haft áhrif á framvindu verksins með því að skrá hugtök og hugleiðingar í gestabók. Grafíski hönnuðurinn Gréta Þorkelsdóttir og myndlistarmaðurinn Joe Keys hafa skrifað texta sem er partur af bókverkinu en bókverkið verður gefið út að vinnustofu lokinni með útgáfuhófi þann 20. ágúst. Blaðamaður tók púlsinn á Sölku og Tótu. Tóta Kolbeins við vinnu.Sóllilja Tinds Hver var kveikjan að samsýningu ykkar tveggja? Við höfum unnið mikið saman á síðustu árum, eina sýningu á sumri síðan 2019. Það verður alltaf eitthvað nýtt til á milli okkar hvort sem við erum að vinna í vídjó, gjörning eða fara í sund, það er alltaf gaman og hvetjandi að vera í samstarfi. Teikning er grunnurinn að öllum hugmyndum sem við framkvæmum og við vildum staldra við þar og gefa teikningunni farveg í prentuðu bókverki. Það lá því beint við fyrir okkur að sækja um opna vinnustofu saman þar sem við myndum búa til bók því að sá miðill er mjög tímatengdur. Bókverkið er um ferlið og ferlið er um bókverkið. Verk í vinnslu.Sóllilja Tinds Hvaðan sækið þið innblástur í listsköpun ykkar? Okkur finnst skemmtilegast þegar maður nær því ástandi þegar allt er innblástur, skrítnir hlutir og áferðir í umhverfinu, tilfinningar, samtöl við vini og öll menning sem við neytum. Við erum til dæmis búnar að spila mikið af Pavement hérna í vinnustofunni. Í þessu tilfelli notuðum við þartilgerða gestabók sem fýsískan innblástur þar sem gestir opnu vinnustofunnar gátu skrifað orð eða hugleiðingu og gefið okkur þannig efni eða kveikju til þess að vinna út frá. Samtöl okkar við þá sem komu í heimsókn voru sömuleiðis innblástur fyrir prentverkin. View this post on Instagram A post shared by Salka Ro sinkranz (@slaka_kranz) Fólk hefur ýmist verið að skrifa nöfnin sín, hlýjar kveðjur eða línur á við: „Síðasti hluturinn sem þú týndir og fannst aftur“ „Það sem er satt“ „Jesus loves you - John 3:16“ „4th eye“ „Vinir að spjalla um list með gígantískar hendur“ Bókverkið í heild sinni er heimur sem samanstendur af táknmyndum, teygðum symbolisma, tilvísunum í epískar sögur og móment. Sóllilja Tinds Hvernig fer opin vinnustofa fram? Við útbjuggum prentaðstöðu í Gryfjunni, Ásmundarsal sem við notuðum sem vinnustofu í fjórar vikur. Verkefni hvers dags var að búa til prent fyrir eina síðu hvor og fjölfalda í tuttugu eintökum í prent. Prentin eru ýmist gerð með dúkristum, þurrnálaprenti eða einþrykki/monoprenti. Það er áhugavert að vinna í rými þar sem maður er berskjaldaður og mikill erill í gangi. Við erum í rauninni að færa okkur úr okkar eigin stúdíóum og vinna þvert á hugmyndina um myndlistarmanninn, einfarann, læstan inn í stúdíóinu sínu að draga verkin upp úr tóminu. Við bjuggum okkur til pressu til að víkja úr vegi allri frestunaráráttu og ofhugsun og fagna leikgleði og heimsóknum frá vinum og nýjum vinum. View this post on Instagram A post shared by Tóta (@t__kolb) Hvað er á döfinni? Við erum að fara að DJ-a í frábæru lokahófi sýningarinnar Óþekktarormar: Orðrómur í Harbinger næstkomandi laugardag. Síðan er Tóta er á leiðinni á bókverkamessu í Danmörku með Prenti og Vinum, en annars er það bara leggja drög að næstu verkefnum og búa okkur undir haustið. Salka Rósinkranz að störfum.Sóllilja Tinds Myndlist Menning Bókmenntir Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Grafíski hönnuðurinn Gréta Þorkelsdóttir og myndlistarmaðurinn Joe Keys hafa skrifað texta sem er partur af bókverkinu en bókverkið verður gefið út að vinnustofu lokinni með útgáfuhófi þann 20. ágúst. Blaðamaður tók púlsinn á Sölku og Tótu. Tóta Kolbeins við vinnu.Sóllilja Tinds Hver var kveikjan að samsýningu ykkar tveggja? Við höfum unnið mikið saman á síðustu árum, eina sýningu á sumri síðan 2019. Það verður alltaf eitthvað nýtt til á milli okkar hvort sem við erum að vinna í vídjó, gjörning eða fara í sund, það er alltaf gaman og hvetjandi að vera í samstarfi. Teikning er grunnurinn að öllum hugmyndum sem við framkvæmum og við vildum staldra við þar og gefa teikningunni farveg í prentuðu bókverki. Það lá því beint við fyrir okkur að sækja um opna vinnustofu saman þar sem við myndum búa til bók því að sá miðill er mjög tímatengdur. Bókverkið er um ferlið og ferlið er um bókverkið. Verk í vinnslu.Sóllilja Tinds Hvaðan sækið þið innblástur í listsköpun ykkar? Okkur finnst skemmtilegast þegar maður nær því ástandi þegar allt er innblástur, skrítnir hlutir og áferðir í umhverfinu, tilfinningar, samtöl við vini og öll menning sem við neytum. Við erum til dæmis búnar að spila mikið af Pavement hérna í vinnustofunni. Í þessu tilfelli notuðum við þartilgerða gestabók sem fýsískan innblástur þar sem gestir opnu vinnustofunnar gátu skrifað orð eða hugleiðingu og gefið okkur þannig efni eða kveikju til þess að vinna út frá. Samtöl okkar við þá sem komu í heimsókn voru sömuleiðis innblástur fyrir prentverkin. View this post on Instagram A post shared by Salka Ro sinkranz (@slaka_kranz) Fólk hefur ýmist verið að skrifa nöfnin sín, hlýjar kveðjur eða línur á við: „Síðasti hluturinn sem þú týndir og fannst aftur“ „Það sem er satt“ „Jesus loves you - John 3:16“ „4th eye“ „Vinir að spjalla um list með gígantískar hendur“ Bókverkið í heild sinni er heimur sem samanstendur af táknmyndum, teygðum symbolisma, tilvísunum í epískar sögur og móment. Sóllilja Tinds Hvernig fer opin vinnustofa fram? Við útbjuggum prentaðstöðu í Gryfjunni, Ásmundarsal sem við notuðum sem vinnustofu í fjórar vikur. Verkefni hvers dags var að búa til prent fyrir eina síðu hvor og fjölfalda í tuttugu eintökum í prent. Prentin eru ýmist gerð með dúkristum, þurrnálaprenti eða einþrykki/monoprenti. Það er áhugavert að vinna í rými þar sem maður er berskjaldaður og mikill erill í gangi. Við erum í rauninni að færa okkur úr okkar eigin stúdíóum og vinna þvert á hugmyndina um myndlistarmanninn, einfarann, læstan inn í stúdíóinu sínu að draga verkin upp úr tóminu. Við bjuggum okkur til pressu til að víkja úr vegi allri frestunaráráttu og ofhugsun og fagna leikgleði og heimsóknum frá vinum og nýjum vinum. View this post on Instagram A post shared by Tóta (@t__kolb) Hvað er á döfinni? Við erum að fara að DJ-a í frábæru lokahófi sýningarinnar Óþekktarormar: Orðrómur í Harbinger næstkomandi laugardag. Síðan er Tóta er á leiðinni á bókverkamessu í Danmörku með Prenti og Vinum, en annars er það bara leggja drög að næstu verkefnum og búa okkur undir haustið. Salka Rósinkranz að störfum.Sóllilja Tinds
Myndlist Menning Bókmenntir Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira